„Fyrst og fremst stólaskipti“ án þess að axla ábyrgð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. október 2023 13:40 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð. Fréttastofa ræddi við formann Samfylkingarinnar um leið og Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra hafði tilkynnt um stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur utanríkisráðherra. „Ég óska nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki. Það eru náttúrulega ærin verkefni fram undan og það sem skiptir fólkið í landinu mestu máli er hvort það verði breytt um stefnu eða hvort við sjáum meira af því sama. Við erum auðvitað í miðri fjárlagavinnu og það er enn hægt að hafa talsverð áhrif á fjárlögun ef ríkisstjórnin og þingið, sérstaklega stjórnarliðarnir hafa áhuga á því,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin sé öll af vilja gerð til að vinna með ríkisstjórninni að kjarapakka sem flokkurinn hefur lagt fram. Hún segist þó ekki eiga von á snarpri stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar. „Ef að ég skil rétt þær breytingar sem áttu sér stað í dag þá voru þetta fyrst og fremst bara stólaskipti og litlar breytingar aðrar en það,“ segir Kristrún. Bjarni hefur sagt að með afsögn sinni sé hann að axla ábyrgð í Íslandsbankamálinu. „Ég held að það að axla ábyrgð felist líka í að viðurkenna að eitthvað hefði mátt betur fara. Mér hefur ekki þótt það vera að heyra í hans málflutningi. En ég held að á þessum tímapunkti þurfum við bara að horfa fram á veginn.“ Enn eigi eftir að gera upp ýmislegt í Íslandsbankamálinu. „Við höfum kallað eftir rannsóknarskýrslu, það ákall stendur ennþá,“ segir Kristrún. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Fréttastofa ræddi við formann Samfylkingarinnar um leið og Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra hafði tilkynnt um stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur utanríkisráðherra. „Ég óska nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki. Það eru náttúrulega ærin verkefni fram undan og það sem skiptir fólkið í landinu mestu máli er hvort það verði breytt um stefnu eða hvort við sjáum meira af því sama. Við erum auðvitað í miðri fjárlagavinnu og það er enn hægt að hafa talsverð áhrif á fjárlögun ef ríkisstjórnin og þingið, sérstaklega stjórnarliðarnir hafa áhuga á því,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin sé öll af vilja gerð til að vinna með ríkisstjórninni að kjarapakka sem flokkurinn hefur lagt fram. Hún segist þó ekki eiga von á snarpri stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar. „Ef að ég skil rétt þær breytingar sem áttu sér stað í dag þá voru þetta fyrst og fremst bara stólaskipti og litlar breytingar aðrar en það,“ segir Kristrún. Bjarni hefur sagt að með afsögn sinni sé hann að axla ábyrgð í Íslandsbankamálinu. „Ég held að það að axla ábyrgð felist líka í að viðurkenna að eitthvað hefði mátt betur fara. Mér hefur ekki þótt það vera að heyra í hans málflutningi. En ég held að á þessum tímapunkti þurfum við bara að horfa fram á veginn.“ Enn eigi eftir að gera upp ýmislegt í Íslandsbankamálinu. „Við höfum kallað eftir rannsóknarskýrslu, það ákall stendur ennþá,“ segir Kristrún.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira