Þungir bílar borgi hærri bílastæðagjöld Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. október 2023 14:30 Frá Champs-Elysees í París. Getty Images Tvær borgir í Frakklandi ráðgera að láta eigendur stærri bíla borga meira í bílastæðagjöld í framtíðinni en eigendur lítilla bíla. Þeir taki meira pláss og séu hættulegri í umferðinni. Stórum fólksbílum fjölgar hratt Stórum fólksbílum og fjórhjóladrifnum bílum fjölgar óðfluga í mörgum stórborgum Evrópu. Þeim hefur til að mynda fjölgað um 300% hér á Spáni á síðustu 10 árum og eru nú 60% af bílaflota Spánverja. Þeir taka, eðli málsins samkvæmt, meira pláss í umferðinni og þeir flytja sífellt færri farþega á milli staða. Yfirvöld tveggja borga í Frakklandi, Parísar og Lyon, hafa nú ákveðið að hækka bílastæðagjöld stærri fólksbíla með þeim rökum að þeir noti meira pláss og að þeirra vegna verði allt viðhald gatna dýrara en áður. Æ færri farþegar í hverjum bíl Manuel Romana, verkfræðingur við tækniháskólann í Madrid, segir í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum bílum fjölgi af ýmsum ástæðum; þeim fylgi orðið alls kyns öryggisbúnaður sem taki pláss, fólk vilji sitja hærra til að auka öryggi sitt og stór bíll sé líka ákveðið stöðutákn í velmegandi samfélögum Evrópu. Þetta sé samt í andstöðu við þá þróun að fjölskyldur verði æ fámennari og nú séu að meðaltali rétt um 1,3 manneskjur um borð í hverjum bíl sem aki um stórborgir álfunnar. Stórir bílar menga meira og valda meiri skaða Borgaryfirvöld í Lyon segja í fréttatilkynningu um hækkunina að þessir stóru bílar eyði meira eldsneyti og mengi þar af leiðandi meira, þeir þurfi meira rými í bílastæðum sem séu sameiginleg eign almennings og þeir valdi meiri skaða þegar þeir lenda í slysum en minni fólksbílar. Umferðarsérfræðingar hér á Spáni hafa nú opnað á umræðuna um þörf þess að leggja hærri gjöld á eigendur stærri bíla, en borgaryfirvöld stærstu borga landsins hafa þó ekki uppi nein áform um að gera slíkt á næstunni, hvað svo sem síðar kann að verða. En umræðan er alla vega hafin. Frakkland Spánn Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Stórum fólksbílum fjölgar hratt Stórum fólksbílum og fjórhjóladrifnum bílum fjölgar óðfluga í mörgum stórborgum Evrópu. Þeim hefur til að mynda fjölgað um 300% hér á Spáni á síðustu 10 árum og eru nú 60% af bílaflota Spánverja. Þeir taka, eðli málsins samkvæmt, meira pláss í umferðinni og þeir flytja sífellt færri farþega á milli staða. Yfirvöld tveggja borga í Frakklandi, Parísar og Lyon, hafa nú ákveðið að hækka bílastæðagjöld stærri fólksbíla með þeim rökum að þeir noti meira pláss og að þeirra vegna verði allt viðhald gatna dýrara en áður. Æ færri farþegar í hverjum bíl Manuel Romana, verkfræðingur við tækniháskólann í Madrid, segir í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum bílum fjölgi af ýmsum ástæðum; þeim fylgi orðið alls kyns öryggisbúnaður sem taki pláss, fólk vilji sitja hærra til að auka öryggi sitt og stór bíll sé líka ákveðið stöðutákn í velmegandi samfélögum Evrópu. Þetta sé samt í andstöðu við þá þróun að fjölskyldur verði æ fámennari og nú séu að meðaltali rétt um 1,3 manneskjur um borð í hverjum bíl sem aki um stórborgir álfunnar. Stórir bílar menga meira og valda meiri skaða Borgaryfirvöld í Lyon segja í fréttatilkynningu um hækkunina að þessir stóru bílar eyði meira eldsneyti og mengi þar af leiðandi meira, þeir þurfi meira rými í bílastæðum sem séu sameiginleg eign almennings og þeir valdi meiri skaða þegar þeir lenda í slysum en minni fólksbílar. Umferðarsérfræðingar hér á Spáni hafa nú opnað á umræðuna um þörf þess að leggja hærri gjöld á eigendur stærri bíla, en borgaryfirvöld stærstu borga landsins hafa þó ekki uppi nein áform um að gera slíkt á næstunni, hvað svo sem síðar kann að verða. En umræðan er alla vega hafin.
Frakkland Spánn Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira