Sky: Fer peningurinn frá Ratcliffe kannski bara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 09:30 Jim Ratcliffe á franska félagið OGC Nice og sést hér á leik með liðinu. Hann er hins vegar mikill stuðningsmaður Manchester United. EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Stórar spurningar vakna eftir fréttir helgarinnar af eigendamálum Manchester United. Framhaldssagan endalausa af sölunni á United er fyrir löngu orðin að hálfgerðri hryllingsmynd fyrir stuðningsmenn Manchester United. Nýjustu fréttir eru að Sheik Jassim hafi dregið til baka fimm milljarða punda tilboð sitt og líklegasta niðurstaðan sé að fyrirtæki Sir Jim Ratcliffe kaupi 25 prósenta hlut í félaginu. Glazer fjölskyldan hefur dregið þessa tvo mögulegu kaupendur á asnaeyrunum í langan tíma og nú lítur út fyrir að Katarbúarnir hafi fengið sig fullsadda á því. Fimm milljarða tilboð þeirra hefði keypt Glazer fjölskylduna algjörlega út úr félaginu sem eru draumur flestra stuðningsmanna United. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Nú er staðan sú að stuðningsmenn United þurfa að lifa áfram með Glazer fjölskyldunni og þeir þurfa meira að segja að hafa áhyggjur af því að bandarísku eigendurnir haldi áfram að kreista pening út úr félaginu. Kaveh Solhekol hjá Sky Sports hefur fylgst vel með gangi mála í söluferlinu á Manchester United og hann sagði enn eina óvissuna nú komna upp. Ratcliffe mun koma með 1,3 milljarða punda inn í félagið en Solhekol vill fá svar við nokkrum spurningum. „Hvaðan eru þessir peningar að koma og hvert munu þessir peningar fara? Munu þessir peningar fara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni eða verða þeir notaðir til að endurbyggja Old Trafford. Fara þeir í kaup á nýjum leikmönnum,“ spyr Kaveh Solhekol og heldur áfram: „Ég býst líka við því að 33 prósent af þessum peningum fari til hluthafanna í félaginu sem eiga í félaginu. 33 prósent af þessum peningi er því gufaður upp strax. Þetta eru spurningar sem stuðningsmenn United vilja fá svör við,“ sagði Solhekol. „Hvað vill Sir Jim Ratcliffe gera? Verður hann sáttur með að eiga bara 25 prósent af félaginu? Vill hann eignast allt félagið? Munum við heyra eitthvað um hvað Glazer fjölskyldan vill gera,“ spyr Solhekol áfram. „Eins og staðan er núna þá lítur út fyrir það að þessi staða henti vel Glazer fjölskyldunni en ég er ekki viss um að þetta sé gott fyrir framtíð Manchester United,“ sagði Solhekol eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Nýjustu fréttir eru að Sheik Jassim hafi dregið til baka fimm milljarða punda tilboð sitt og líklegasta niðurstaðan sé að fyrirtæki Sir Jim Ratcliffe kaupi 25 prósenta hlut í félaginu. Glazer fjölskyldan hefur dregið þessa tvo mögulegu kaupendur á asnaeyrunum í langan tíma og nú lítur út fyrir að Katarbúarnir hafi fengið sig fullsadda á því. Fimm milljarða tilboð þeirra hefði keypt Glazer fjölskylduna algjörlega út úr félaginu sem eru draumur flestra stuðningsmanna United. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Nú er staðan sú að stuðningsmenn United þurfa að lifa áfram með Glazer fjölskyldunni og þeir þurfa meira að segja að hafa áhyggjur af því að bandarísku eigendurnir haldi áfram að kreista pening út úr félaginu. Kaveh Solhekol hjá Sky Sports hefur fylgst vel með gangi mála í söluferlinu á Manchester United og hann sagði enn eina óvissuna nú komna upp. Ratcliffe mun koma með 1,3 milljarða punda inn í félagið en Solhekol vill fá svar við nokkrum spurningum. „Hvaðan eru þessir peningar að koma og hvert munu þessir peningar fara? Munu þessir peningar fara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni eða verða þeir notaðir til að endurbyggja Old Trafford. Fara þeir í kaup á nýjum leikmönnum,“ spyr Kaveh Solhekol og heldur áfram: „Ég býst líka við því að 33 prósent af þessum peningum fari til hluthafanna í félaginu sem eiga í félaginu. 33 prósent af þessum peningi er því gufaður upp strax. Þetta eru spurningar sem stuðningsmenn United vilja fá svör við,“ sagði Solhekol. „Hvað vill Sir Jim Ratcliffe gera? Verður hann sáttur með að eiga bara 25 prósent af félaginu? Vill hann eignast allt félagið? Munum við heyra eitthvað um hvað Glazer fjölskyldan vill gera,“ spyr Solhekol áfram. „Eins og staðan er núna þá lítur út fyrir það að þessi staða henti vel Glazer fjölskyldunni en ég er ekki viss um að þetta sé gott fyrir framtíð Manchester United,“ sagði Solhekol eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira