Sky: Fer peningurinn frá Ratcliffe kannski bara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 09:30 Jim Ratcliffe á franska félagið OGC Nice og sést hér á leik með liðinu. Hann er hins vegar mikill stuðningsmaður Manchester United. EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Stórar spurningar vakna eftir fréttir helgarinnar af eigendamálum Manchester United. Framhaldssagan endalausa af sölunni á United er fyrir löngu orðin að hálfgerðri hryllingsmynd fyrir stuðningsmenn Manchester United. Nýjustu fréttir eru að Sheik Jassim hafi dregið til baka fimm milljarða punda tilboð sitt og líklegasta niðurstaðan sé að fyrirtæki Sir Jim Ratcliffe kaupi 25 prósenta hlut í félaginu. Glazer fjölskyldan hefur dregið þessa tvo mögulegu kaupendur á asnaeyrunum í langan tíma og nú lítur út fyrir að Katarbúarnir hafi fengið sig fullsadda á því. Fimm milljarða tilboð þeirra hefði keypt Glazer fjölskylduna algjörlega út úr félaginu sem eru draumur flestra stuðningsmanna United. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Nú er staðan sú að stuðningsmenn United þurfa að lifa áfram með Glazer fjölskyldunni og þeir þurfa meira að segja að hafa áhyggjur af því að bandarísku eigendurnir haldi áfram að kreista pening út úr félaginu. Kaveh Solhekol hjá Sky Sports hefur fylgst vel með gangi mála í söluferlinu á Manchester United og hann sagði enn eina óvissuna nú komna upp. Ratcliffe mun koma með 1,3 milljarða punda inn í félagið en Solhekol vill fá svar við nokkrum spurningum. „Hvaðan eru þessir peningar að koma og hvert munu þessir peningar fara? Munu þessir peningar fara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni eða verða þeir notaðir til að endurbyggja Old Trafford. Fara þeir í kaup á nýjum leikmönnum,“ spyr Kaveh Solhekol og heldur áfram: „Ég býst líka við því að 33 prósent af þessum peningum fari til hluthafanna í félaginu sem eiga í félaginu. 33 prósent af þessum peningi er því gufaður upp strax. Þetta eru spurningar sem stuðningsmenn United vilja fá svör við,“ sagði Solhekol. „Hvað vill Sir Jim Ratcliffe gera? Verður hann sáttur með að eiga bara 25 prósent af félaginu? Vill hann eignast allt félagið? Munum við heyra eitthvað um hvað Glazer fjölskyldan vill gera,“ spyr Solhekol áfram. „Eins og staðan er núna þá lítur út fyrir það að þessi staða henti vel Glazer fjölskyldunni en ég er ekki viss um að þetta sé gott fyrir framtíð Manchester United,“ sagði Solhekol eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Sjá meira
Nýjustu fréttir eru að Sheik Jassim hafi dregið til baka fimm milljarða punda tilboð sitt og líklegasta niðurstaðan sé að fyrirtæki Sir Jim Ratcliffe kaupi 25 prósenta hlut í félaginu. Glazer fjölskyldan hefur dregið þessa tvo mögulegu kaupendur á asnaeyrunum í langan tíma og nú lítur út fyrir að Katarbúarnir hafi fengið sig fullsadda á því. Fimm milljarða tilboð þeirra hefði keypt Glazer fjölskylduna algjörlega út úr félaginu sem eru draumur flestra stuðningsmanna United. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Nú er staðan sú að stuðningsmenn United þurfa að lifa áfram með Glazer fjölskyldunni og þeir þurfa meira að segja að hafa áhyggjur af því að bandarísku eigendurnir haldi áfram að kreista pening út úr félaginu. Kaveh Solhekol hjá Sky Sports hefur fylgst vel með gangi mála í söluferlinu á Manchester United og hann sagði enn eina óvissuna nú komna upp. Ratcliffe mun koma með 1,3 milljarða punda inn í félagið en Solhekol vill fá svar við nokkrum spurningum. „Hvaðan eru þessir peningar að koma og hvert munu þessir peningar fara? Munu þessir peningar fara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni eða verða þeir notaðir til að endurbyggja Old Trafford. Fara þeir í kaup á nýjum leikmönnum,“ spyr Kaveh Solhekol og heldur áfram: „Ég býst líka við því að 33 prósent af þessum peningum fari til hluthafanna í félaginu sem eiga í félaginu. 33 prósent af þessum peningi er því gufaður upp strax. Þetta eru spurningar sem stuðningsmenn United vilja fá svör við,“ sagði Solhekol. „Hvað vill Sir Jim Ratcliffe gera? Verður hann sáttur með að eiga bara 25 prósent af félaginu? Vill hann eignast allt félagið? Munum við heyra eitthvað um hvað Glazer fjölskyldan vill gera,“ spyr Solhekol áfram. „Eins og staðan er núna þá lítur út fyrir það að þessi staða henti vel Glazer fjölskyldunni en ég er ekki viss um að þetta sé gott fyrir framtíð Manchester United,“ sagði Solhekol eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Sjá meira