Vill frekar banna síma utan en innan skóla Árni Sæberg skrifar 16. október 2023 11:10 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir það enga töfralausn að banna símanotkun barna í grunnskólum. Félagskvíði sé til að mynda vandamál meðal stúlkna allt niður í þriðja bekk og það komi ekki til vegna síma. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, settist niður með stjórnendum Bítisins á Bylgjunni til þess að ræða andlega líðan barna í grunnskólum landsins. Tilefnið er viðtal Þorgríms Þráinssonar í sama þætti á dögunum, sem hefur vakið gríðarlega athygli. Þorgrímur sagði neyðarástand í landinu. Líðan ungmenna, námsárangur og málskilningur kalli á aðgerðir. Hann sagði foreldra vera að bregðast og kennara og skóla ekki geta meir. Þá sagði hann að hann sæi gríðarlegan mun á líðan nemenda og málfærni þeirra í skólum þar sem farsímanotkun sé bönnuð. „Glöggt er gests augað“ Magnús Þór segist að mörgu leyti taka undir áhyggjur Þorgríms og að glöggt sé gests augað, en Þorgímur hefur haldið fyrirlestra reglulega í grunnskólum í á annan áratug. „Það er margt í hans máli sem ég gat tekið undir og var sammála. Svo var, eins og gengur, sem við myndum vilja útvíkka og fara betur yfir. Hvort sem það eru skólamálin sjálf eða foreldrasamstarf, sem hefur auðvitað breyst gríðarlega á síðustu áratugum, og klárt mál að eins og áður, þegar umræðan fer á þennan stað þá vonum við að við náum að leiða hana á þann stað að við getum sameinast um það sem sem klárlega skiptir okkur mestu máli.“ Börnum hafi alltaf liðið misjafnlega Magnús Þór segir að það sé alveg klárt mál að það sem Þorgrímur lýsir varðandi líðan barna hafi lengi verið vandamál. „Við erum á þeim stað að vera með börn sem líður misjafnlega og það er eitthvað sem, sem betur fer, á síðustu tuttugu árum hefur orðið ríkari þáttur í umræðunni. Við sem erum inni í skólanum þekkjum það núna. Þegar við erum að hitta fólk, sem var í skólakerfinu fyrir tuttugu, þrjátíu árum, þá voru allt önnu viðmið hlutverk kennarans var að vera uppfræðarinn og minna að hugsa um líðanina. Umræðan hverfist of mikið um símana Magnús Þór segir að umræða um símanotkun barna og hugsanlegt bann við henni hafi orðið háværari undanfarin ár. Hann segir það augljóst mál að sú leið myndi fría uppalendur. „Ef við getum sagt það að við ætlum bara að banna símana í skólunum og þar með höfum við lokið verkefninu sem við þurfum að eiga við. Það er það sem mér hefur fundist umræðan verða of mikið og ég hef áhyggjur af því að aftur verði umræðan um það sem við erum sammála Þorgrími um, varðandi það að við viljum fá átak í því að vinna á vanlíðan barna, verði aftur þessi umræða. Vill frekar banna símana utan skóla Hann segist hafa lagt það til að símanotkun barna verði frekar bönnuð utan skóla en innan. Mjög mikið af skólum hafi unnið frábær verkefni með hjálp snjalltækja Viðtal við Magnús Þór í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan: Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Geðheilbrigði Bítið Tengdar fréttir Sálfræðingar staldra við áhyggjur Þorgríms Þráinssonar Tveir sálfræðingar Sálstofunnar hafa svarað yfirlýsingum Þorgríms Þráinssonar um líðan íslenskra barna í grein. Þeir fagna umræðunni en staldra þó við ákveðin atriði hjá Þorgrími. Það sé einföldun að flokka alla vanlíðan undir sama hatt og að það eigi ekki að gera foreldra að sökudólgum heldur líta á uppeldi barna sem samfélagsverkefni. 15. október 2023 18:32 Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. 12. október 2023 19:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, settist niður með stjórnendum Bítisins á Bylgjunni til þess að ræða andlega líðan barna í grunnskólum landsins. Tilefnið er viðtal Þorgríms Þráinssonar í sama þætti á dögunum, sem hefur vakið gríðarlega athygli. Þorgrímur sagði neyðarástand í landinu. Líðan ungmenna, námsárangur og málskilningur kalli á aðgerðir. Hann sagði foreldra vera að bregðast og kennara og skóla ekki geta meir. Þá sagði hann að hann sæi gríðarlegan mun á líðan nemenda og málfærni þeirra í skólum þar sem farsímanotkun sé bönnuð. „Glöggt er gests augað“ Magnús Þór segist að mörgu leyti taka undir áhyggjur Þorgríms og að glöggt sé gests augað, en Þorgímur hefur haldið fyrirlestra reglulega í grunnskólum í á annan áratug. „Það er margt í hans máli sem ég gat tekið undir og var sammála. Svo var, eins og gengur, sem við myndum vilja útvíkka og fara betur yfir. Hvort sem það eru skólamálin sjálf eða foreldrasamstarf, sem hefur auðvitað breyst gríðarlega á síðustu áratugum, og klárt mál að eins og áður, þegar umræðan fer á þennan stað þá vonum við að við náum að leiða hana á þann stað að við getum sameinast um það sem sem klárlega skiptir okkur mestu máli.“ Börnum hafi alltaf liðið misjafnlega Magnús Þór segir að það sé alveg klárt mál að það sem Þorgrímur lýsir varðandi líðan barna hafi lengi verið vandamál. „Við erum á þeim stað að vera með börn sem líður misjafnlega og það er eitthvað sem, sem betur fer, á síðustu tuttugu árum hefur orðið ríkari þáttur í umræðunni. Við sem erum inni í skólanum þekkjum það núna. Þegar við erum að hitta fólk, sem var í skólakerfinu fyrir tuttugu, þrjátíu árum, þá voru allt önnu viðmið hlutverk kennarans var að vera uppfræðarinn og minna að hugsa um líðanina. Umræðan hverfist of mikið um símana Magnús Þór segir að umræða um símanotkun barna og hugsanlegt bann við henni hafi orðið háværari undanfarin ár. Hann segir það augljóst mál að sú leið myndi fría uppalendur. „Ef við getum sagt það að við ætlum bara að banna símana í skólunum og þar með höfum við lokið verkefninu sem við þurfum að eiga við. Það er það sem mér hefur fundist umræðan verða of mikið og ég hef áhyggjur af því að aftur verði umræðan um það sem við erum sammála Þorgrími um, varðandi það að við viljum fá átak í því að vinna á vanlíðan barna, verði aftur þessi umræða. Vill frekar banna símana utan skóla Hann segist hafa lagt það til að símanotkun barna verði frekar bönnuð utan skóla en innan. Mjög mikið af skólum hafi unnið frábær verkefni með hjálp snjalltækja Viðtal við Magnús Þór í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan:
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Geðheilbrigði Bítið Tengdar fréttir Sálfræðingar staldra við áhyggjur Þorgríms Þráinssonar Tveir sálfræðingar Sálstofunnar hafa svarað yfirlýsingum Þorgríms Þráinssonar um líðan íslenskra barna í grein. Þeir fagna umræðunni en staldra þó við ákveðin atriði hjá Þorgrími. Það sé einföldun að flokka alla vanlíðan undir sama hatt og að það eigi ekki að gera foreldra að sökudólgum heldur líta á uppeldi barna sem samfélagsverkefni. 15. október 2023 18:32 Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. 12. október 2023 19:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Sálfræðingar staldra við áhyggjur Þorgríms Þráinssonar Tveir sálfræðingar Sálstofunnar hafa svarað yfirlýsingum Þorgríms Þráinssonar um líðan íslenskra barna í grein. Þeir fagna umræðunni en staldra þó við ákveðin atriði hjá Þorgrími. Það sé einföldun að flokka alla vanlíðan undir sama hatt og að það eigi ekki að gera foreldra að sökudólgum heldur líta á uppeldi barna sem samfélagsverkefni. 15. október 2023 18:32
Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. 12. október 2023 19:00