Ellert tekur við fjármálasviði Íslandsbanka Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2023 08:56 Ellert Hlöðversson, Helga Dögg Aðalsteinsdóttir, Jón Árni Ólafsson, Sigurður Hreiðar Jónsson. Íslandsbanki Ráðið hefur verið í fjórar stöður stjórnenda hjá Íslandsbanka, framkvæmdastjóra Fjármálasviðs, forstöðumann verðbréfamiðlunar, forstöðumann framlínuþjónustu Einstaklingssviðs og útibússtjóra á Húsavík. Í tilkynningu frá bankanum segir að nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans sé Ellert Hlöðversson. Hann tekur við stöðunni af Jóni Guðna Ómarssyni bankastjóra. „Ellert tók nýlega við sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar bankans, en var áður forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka frá júní 2022 og þar áður verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf bankans. Hann hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2010. Ellert er með B.Sc gráðu í rafmagnsverkfræði og M.Sc gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Ellert mun taka við starfi fjármálastjóra um næstu áramót. Þá hefur Sigurður Hreiðar Jónsson verið ráðinn forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka. Hann er með áratugareynslu af störfum á fjármála- og verðbréfamarkaði en ferilinn hóf hann 2003 hjá Búnaðarbankanum og svo Kaupþingi. Sigurður Hreiðar hefur starfað víða á fjármálamarkaði en kemur til Íslandsbanka frá Kviku banka og þar áður ACRO verðbréfum þar sem hann var einn stofnenda. Sigurður er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Sigurður hefur þegar hafið störf hjá bankanum. Nýr forstöðumaður framlínuþjónustu Einstaklingssviðs hjá Íslandsbanka er Jón Árni Ólafsson, en hann kemur til bankans frá Olís þar sem hann hafði starfað frá 2015, síðast sem sviðsstjóri smásölusviðs. Þar áður hefur Jón Árni starfað hjá Skeljungi, Ekortum, Arion og Spron. Hann er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Tækniháskóla Íslands/HR og með M.Sc gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Jón Árni mun hefja störf næstu mánaðamót. Helga Dögg Aðalsteinsdóttir hefur svo verið ráðin í starf útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík. Hún var áður þjónustustjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga á Húsavík frá árinu 2018 ásamt því að gegna stöðu staðgengils sparisjóðsstjóra. Þar áður starfaði hún hjá Íslandsbanka á höfuðborgarsvæðinu og á námsárum sínum vann hún hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga, Spron á Seltjarnarnesi og Íslandsbanka á Húsavík. Helga Dögg er viðskiptafræðingur að mennt og með M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Vistaskipti Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Í tilkynningu frá bankanum segir að nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans sé Ellert Hlöðversson. Hann tekur við stöðunni af Jóni Guðna Ómarssyni bankastjóra. „Ellert tók nýlega við sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar bankans, en var áður forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka frá júní 2022 og þar áður verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf bankans. Hann hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2010. Ellert er með B.Sc gráðu í rafmagnsverkfræði og M.Sc gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Ellert mun taka við starfi fjármálastjóra um næstu áramót. Þá hefur Sigurður Hreiðar Jónsson verið ráðinn forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka. Hann er með áratugareynslu af störfum á fjármála- og verðbréfamarkaði en ferilinn hóf hann 2003 hjá Búnaðarbankanum og svo Kaupþingi. Sigurður Hreiðar hefur starfað víða á fjármálamarkaði en kemur til Íslandsbanka frá Kviku banka og þar áður ACRO verðbréfum þar sem hann var einn stofnenda. Sigurður er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Sigurður hefur þegar hafið störf hjá bankanum. Nýr forstöðumaður framlínuþjónustu Einstaklingssviðs hjá Íslandsbanka er Jón Árni Ólafsson, en hann kemur til bankans frá Olís þar sem hann hafði starfað frá 2015, síðast sem sviðsstjóri smásölusviðs. Þar áður hefur Jón Árni starfað hjá Skeljungi, Ekortum, Arion og Spron. Hann er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Tækniháskóla Íslands/HR og með M.Sc gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Jón Árni mun hefja störf næstu mánaðamót. Helga Dögg Aðalsteinsdóttir hefur svo verið ráðin í starf útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík. Hún var áður þjónustustjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga á Húsavík frá árinu 2018 ásamt því að gegna stöðu staðgengils sparisjóðsstjóra. Þar áður starfaði hún hjá Íslandsbanka á höfuðborgarsvæðinu og á námsárum sínum vann hún hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga, Spron á Seltjarnarnesi og Íslandsbanka á Húsavík. Helga Dögg er viðskiptafræðingur að mennt og með M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu frá bankanum.
Vistaskipti Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent