Gylfi Þór hafði ekki spilað landsleik í nærri þrjú ár þegar hann kom inn af bekknum í 1-1 jafnteflinu gegn Bosníu-Hersegóvínu á dögunum.
Elías Rafn Ólafsson byrjar í markinu og Rúnar Alex Rúnarsson fær sér sæti á varamannabekknum. Alfreð Finnbogason og og Jón Dagur Þorsteinsson koma einnig inn í byrjunarliðið frá síðasta leik. Alls gerir Åge Hareide því fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands milli leikja.
Byrjunarliðið má sjá hér að neðan
Byrjunarliðið gegn Liechtenstein.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 16, 2023
Leikurinn hefst 18:45.
Miðasala á https://t.co/iwyH4UEb7x!
https://t.co/2cCOz47000#fyririsland pic.twitter.com/oVv9BHIl5a
Leikur Íslands og Liechtenstein hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18.10.