„Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og gott að fá hann aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. október 2023 21:33 Hákon Arnar Haraldsson skoraði fjórða mark Íslands í kvöld. Hann fór fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson sem snéri aftur í byrjunarlið Íslands eftir tæplega þriggja ára fjarveru og bætti markamet landsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson skoraði fjórða mark Íslands er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í forkeppni EM 2024 í kvöld. „Ég met þetta bara þannig að við gerðum vel, skoruðum fjögur mörk og héldum hreinu. Það er bara það sem þú þarft að gera í svona leikjum,“ sagði Hákon Arnar í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og uppskar mark um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir það kom hins vegar kafli þar sem liðinu gekk ekki jafn vel að brjóta sig í gegnum vörn Liechtenstein. „Mér fannst við byrja mjög sterkt eins og við gerðum á móti Lúxemborg. En við dettum aðeins niður eftir okkar mark, en náum samt inn einu marki fyrir hálfleik. Svo fannst mér þeir bara ekki eiga séns í seinni hálfleik.“ Hákon hóf leikinn neðarlega á vellinum en færði sig ofar í síðari hálfleik. Hann gerir þó ekki of mikið upp á milli hvar honum finnst betra að spila, en segir það skemmtilegra að spila ofar. „Mér finnst gaman að spila báðar stöður, en það er náttúrulega skemmtilegra að spila tíuna. Þá er líklegra að maður skori og leggi upp. En mér finnst ég góður í báðum stöðum og get spilað báðar stöður.“ Þá segir hann það hafa verið frábæra upplifun að fá að spila með Gylfa Þór Sigurðssyni. „Reynslan var mjög góð að spila með honum. Maður náttúrulega horfði á hann í sjónvarpinu þegar maður var lítill og nú er maður byrjaður að spila með gæjanum. Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og það er gott að fá hann aftur.“ Að lokum segir Hákon stöðuna á liðinu nokkuð góða eftir þennan landsleikjaglugga eftir nokkur erfið verkefni í röð. „Mér finnst við vera að slípa okkur saman og mér finnst þetta góð blanda. Það voru auðvitað vonbrigði að ná ekki í þrjú stig á móti Lúxemborg en við náðum í þrjú stig núna og komum inn í næsta verkefni fljúgandi.“ Klippa: Hákon Arnar eftir leik Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
„Ég met þetta bara þannig að við gerðum vel, skoruðum fjögur mörk og héldum hreinu. Það er bara það sem þú þarft að gera í svona leikjum,“ sagði Hákon Arnar í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og uppskar mark um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir það kom hins vegar kafli þar sem liðinu gekk ekki jafn vel að brjóta sig í gegnum vörn Liechtenstein. „Mér fannst við byrja mjög sterkt eins og við gerðum á móti Lúxemborg. En við dettum aðeins niður eftir okkar mark, en náum samt inn einu marki fyrir hálfleik. Svo fannst mér þeir bara ekki eiga séns í seinni hálfleik.“ Hákon hóf leikinn neðarlega á vellinum en færði sig ofar í síðari hálfleik. Hann gerir þó ekki of mikið upp á milli hvar honum finnst betra að spila, en segir það skemmtilegra að spila ofar. „Mér finnst gaman að spila báðar stöður, en það er náttúrulega skemmtilegra að spila tíuna. Þá er líklegra að maður skori og leggi upp. En mér finnst ég góður í báðum stöðum og get spilað báðar stöður.“ Þá segir hann það hafa verið frábæra upplifun að fá að spila með Gylfa Þór Sigurðssyni. „Reynslan var mjög góð að spila með honum. Maður náttúrulega horfði á hann í sjónvarpinu þegar maður var lítill og nú er maður byrjaður að spila með gæjanum. Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og það er gott að fá hann aftur.“ Að lokum segir Hákon stöðuna á liðinu nokkuð góða eftir þennan landsleikjaglugga eftir nokkur erfið verkefni í röð. „Mér finnst við vera að slípa okkur saman og mér finnst þetta góð blanda. Það voru auðvitað vonbrigði að ná ekki í þrjú stig á móti Lúxemborg en við náðum í þrjú stig núna og komum inn í næsta verkefni fljúgandi.“ Klippa: Hákon Arnar eftir leik
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20
Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40