„Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og gott að fá hann aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. október 2023 21:33 Hákon Arnar Haraldsson skoraði fjórða mark Íslands í kvöld. Hann fór fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson sem snéri aftur í byrjunarlið Íslands eftir tæplega þriggja ára fjarveru og bætti markamet landsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson skoraði fjórða mark Íslands er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í forkeppni EM 2024 í kvöld. „Ég met þetta bara þannig að við gerðum vel, skoruðum fjögur mörk og héldum hreinu. Það er bara það sem þú þarft að gera í svona leikjum,“ sagði Hákon Arnar í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og uppskar mark um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir það kom hins vegar kafli þar sem liðinu gekk ekki jafn vel að brjóta sig í gegnum vörn Liechtenstein. „Mér fannst við byrja mjög sterkt eins og við gerðum á móti Lúxemborg. En við dettum aðeins niður eftir okkar mark, en náum samt inn einu marki fyrir hálfleik. Svo fannst mér þeir bara ekki eiga séns í seinni hálfleik.“ Hákon hóf leikinn neðarlega á vellinum en færði sig ofar í síðari hálfleik. Hann gerir þó ekki of mikið upp á milli hvar honum finnst betra að spila, en segir það skemmtilegra að spila ofar. „Mér finnst gaman að spila báðar stöður, en það er náttúrulega skemmtilegra að spila tíuna. Þá er líklegra að maður skori og leggi upp. En mér finnst ég góður í báðum stöðum og get spilað báðar stöður.“ Þá segir hann það hafa verið frábæra upplifun að fá að spila með Gylfa Þór Sigurðssyni. „Reynslan var mjög góð að spila með honum. Maður náttúrulega horfði á hann í sjónvarpinu þegar maður var lítill og nú er maður byrjaður að spila með gæjanum. Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og það er gott að fá hann aftur.“ Að lokum segir Hákon stöðuna á liðinu nokkuð góða eftir þennan landsleikjaglugga eftir nokkur erfið verkefni í röð. „Mér finnst við vera að slípa okkur saman og mér finnst þetta góð blanda. Það voru auðvitað vonbrigði að ná ekki í þrjú stig á móti Lúxemborg en við náðum í þrjú stig núna og komum inn í næsta verkefni fljúgandi.“ Klippa: Hákon Arnar eftir leik Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
„Ég met þetta bara þannig að við gerðum vel, skoruðum fjögur mörk og héldum hreinu. Það er bara það sem þú þarft að gera í svona leikjum,“ sagði Hákon Arnar í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og uppskar mark um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir það kom hins vegar kafli þar sem liðinu gekk ekki jafn vel að brjóta sig í gegnum vörn Liechtenstein. „Mér fannst við byrja mjög sterkt eins og við gerðum á móti Lúxemborg. En við dettum aðeins niður eftir okkar mark, en náum samt inn einu marki fyrir hálfleik. Svo fannst mér þeir bara ekki eiga séns í seinni hálfleik.“ Hákon hóf leikinn neðarlega á vellinum en færði sig ofar í síðari hálfleik. Hann gerir þó ekki of mikið upp á milli hvar honum finnst betra að spila, en segir það skemmtilegra að spila ofar. „Mér finnst gaman að spila báðar stöður, en það er náttúrulega skemmtilegra að spila tíuna. Þá er líklegra að maður skori og leggi upp. En mér finnst ég góður í báðum stöðum og get spilað báðar stöður.“ Þá segir hann það hafa verið frábæra upplifun að fá að spila með Gylfa Þór Sigurðssyni. „Reynslan var mjög góð að spila með honum. Maður náttúrulega horfði á hann í sjónvarpinu þegar maður var lítill og nú er maður byrjaður að spila með gæjanum. Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og það er gott að fá hann aftur.“ Að lokum segir Hákon stöðuna á liðinu nokkuð góða eftir þennan landsleikjaglugga eftir nokkur erfið verkefni í röð. „Mér finnst við vera að slípa okkur saman og mér finnst þetta góð blanda. Það voru auðvitað vonbrigði að ná ekki í þrjú stig á móti Lúxemborg en við náðum í þrjú stig núna og komum inn í næsta verkefni fljúgandi.“ Klippa: Hákon Arnar eftir leik
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20
Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð