Innlent

„Sjö barna föður sagt upp eftir 17 ára starf“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vilhjálmur segir uppsögnina ekki þá fyrstu í boði Norðuráls sem honum sé misboðið yfir.
Vilhjálmur segir uppsögnina ekki þá fyrstu í boði Norðuráls sem honum sé misboðið yfir. Vísir/Vilhelm

Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir að sér sé gjör­sam­lega mis­boðið vegna upp­sagnar fé­lags­manns síns sem starfaði í steypu­skála hjá Norður­áli. Hann segir að starfs­manninum, sem starfaði í sau­tján ár hjá fyrir­tækinu, hafi verið sagt upp vegna þess að hann hafi talað illa um fyrir­tækið og mætt á fjöl­skyldu­skemmtun án þess að skrá sig.

Vil­hjálmur segir sögu starfs­mannsins í færslu á sam­fé­lags­miðlinum Face­book. Hann segist hafa reynt að fá á­kvörðuninni hnekkt en að það hafi ekki gengið og því hafi hann á­kveðið að segja frá málinu opin­berl­ega. Vil­hjálmur segir að á­byrgð at­vinnu­rek­enda sé mikil þó upp komi vissu­lega at­vik eða á­stæður þar sem nauð­syn­legt sé að segja fólki upp.

Mót­mæli hafi engu skilað

„Á­stæða þess að ég skrifa þennan pistil er að á laugar­dags­morgunn fékk ég hringingu frá fé­lags­manni mínum sem tjáði mér að honum hefði verið sagt upp störfum hjá Norður­áli. Þessi um­ræddi starfs­maður hafði unnið í 17 ár hjá Norður­áli og á þessum 17 árum hafði hann hvorki fengið munn­lega né skrif­lega á­minningu að eigin sögn. Þessu til við­bótar var hann sjö barna faðir og var því eðli­lega að fram­fleyta afar þungu heimili fjár­hags­lega.“

Starfs­maðurinn hafi verið kallaður á fund með fram­kvæmda­stjóra steypu­skálans og mann­auðs­stjóra. Þar hafi honum verið tjáð að honum væri sagt upp störfum og að honum bæri að yfir­gefa vinnu­staðinn.

„En hver var á­stæðan sem þessum sjö barna föður með 17 ára starfs­reynslu var gefin fyrir upp­sögninni? Jú á­stæðan var að hann var væri að tala illa um fyrir­tækið og hafi mætt á fjöl­skyldu­skemmtun sem Norður­ál hélt án þess að skrá sig! Um­ræddur starfs­maður mót­mælti harð­lega á um­ræddum fundi að hann væri að tala illa um fyrir­tækið en það hafði ekki á­hrif á upp­sögnina sem fram­kvæmda­stjóri steypu­skála hafði skellt í and­litið á mínum fé­lags­manni.“

Hafi allir talað vel um manninn

Vil­hjálmur segir að alltaf þegar hann fær slíkar upp­sagnir inn á sitt borð, sem byggi á svona stór­undar­legum for­sendum sem að hans mati standist ekki eina einustu skoðun leiti hann sér upp­lýsinga til að sann­reyna hvort frá­sögn fé­lags­mannsins sé rétt. Hann segist hafa haft sam­band við sam­starfs­fé­laga mannsins víða í fyrir­tækinu til að kanna allar hliðar málsins.

„Það er skemmst frá því að segja að allir sem ég talaði við sem hafa starfað með um­ræddum fé­lags­manni hjá Norður­áli gáfu honum afar góð með­mæli og vísuðu því al­ger­lega á bug að minn fé­lags­maður hafi á­stundað að tala illa um fyrir­tækið. Það vill nú þannig til að þessi um­ræddi fé­lags­maður minn hefur oft komið á skrif­stofu mína til að ræða um hinn ýmsu kjara­mál og réttindi og í öll þau skipti sem hann hefur komið til við­ræðna við mig hefur hann aldrei verið að kasta rýrð á fyrir­tækið.“

Sam­starfs­menn í á­falli

Hann segir sam­starfs­menn mannsins hafa sagt hann ætíð hafa unnið verk sín af sam­visku­semi og dugnaði. Þá hafi vaktin sem maðurinn hafi verið á verið í á­falli eftir upp­sögnina.

„Ekki bara það heldur fékk ég að heyra að mórallinn í steypu­skálanum öllum væri við frost­mark eftir þessa upp­sögn því fólki fannst hún ó­sann­gjörn og al­ger­lega byggð á röngum for­sendum. Rétt er að geta þess að minn fé­lags­maður hefur vegna þess að hann er að reka þungt heimili þurft að taka mikið af auka­vöktum til að fram­fleyta sér og sinni fjöl­skyldu og hefur því unnið með öllum vakt­hópum í steypu­skálanum.“

Vil­hjálmur segir að hann finni til með sam­starfs­fólki mannsins. Það finni eðli­lega fyrir depurð og ótta eftir svona upp­sögn. Hann segir upp­sögnina ó­skiljan­lega, ó­sann­gjarna og fyrir neðan allar hellur. Það sé með ó­líkindum að byggja upp­sögn á ein­hverju sem ekki sé sann­leikanum sam­kvæmt og það eftir að við­komandi hafi starfað fyrir fyrir­tækið í sau­tján ár.

Ekki fyrsta uppsögn Norðuráls sem mis­býður Vil­hjálmi

„Það er á­byrgðar­hlutur að vera at­vinnu­rekandi og það þarf að koma fram við starfs­menn ef sann­girni og virðingu þegar svona veiga­miklar á­kvarðanir eru teknar, enda eru at­vinnu­rek­endur að véla með lífs­af­komu sinna starfs­manna. Munum að mann­auður er hjarta hvers fyrir­tækis og upp­sagnir sem byggjast á röngum for­sendum bera merki þess að verið sé að reka ótta­stjórnun og eigi að vera öðrum „víti til varnaðar.“

Hann segir slíka mann­auðs­stefnu aldrei geta endað með öðru en skips­broti, enda lifi ekkert fyrir­tæki af ef ekki væri fyrir dugnað og kraft þeirra sem starfi á gólfinu. Vil­hjálmur segir að það sé fólkið sem skapi hagnað fyrir­tækja.

„Ég reyndi að fá þessari á­kvörðun hnekkt en því miður tókst það ekki og því sá ég mig knúinn til að skrifa um þetta mál enda er hlut­verk stéttar­fé­laga að verja at­vinnu­öryggi og lífs­af­komu sinna fé­lags­manna með kjafti og klóm og það reynum við í Verka­lýðs­fé­lagi Akra­ness ætíð að gera. En mér er gjör­sam­lega mis­boðið hvað þessa upp­sögn varðar og þetta er alls ekki fyrsta upp­sögn í Norður­áli sem mér verður mis­boðið yfir!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×