Tilkynningar til barnaverndar út af álagi í íþróttum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. október 2023 13:34 Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, hefur um árabil starfað í barnaverndarmálum og hefur séð mál koma upp sem tengjast íþróttaiðkun barna. Vísir/Einar Barnavernd hafa borist tilkynningar í tengslum við íþróttaiðkun barna. Flestar snúast um að verið sé að leggja of mikið álag á börnin. Álag á börn sem æfa íþróttir getur stundum verið mikið. Í nokkrum tilfellum virðist sem fólk í kringum börnin hafi áhyggjur af því að álagið það mikið að ástæða sé til aðtilkynna það til barnaverndar. Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, segir málin ekki mörg sem hafa komið á þeirra borð en að af og til á síðustu árum hafi borist tilkynningar í tengslum við íþróttaiðkun barna. „Þá fjallar það um sem sagt að foreldrar séu að leggja of mikið á börn. Eru jafnvel þjálfarar barnanna og það kemur fram í vanlíðan.“ Þá hafi í einhverjum tilfellum, þegar tilkynningarefnið hafi verið annað, borist með athugasemdir um álag „Varðandi íþróttaiðkun barna að það sé of mikil þjálfun eða eitthvað svoleiðis.“ Hægt er að sjá brot úr þriðja þætti af Hliðarlínunni í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Fjallað var um málið í þættinum Hliðarlínunni á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi þar kom meðal annars fram að dæmi séu um að börn sem þjást af verkjum taki verkjalyf líkt og íbúfen og paratabs til að komast á æfingar og til að keppa. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun má hver sem er kaupa lyf. Ekki er kveðið á um nein aldurstakmörk við kaup á lyfjum hvorki í lyfjalögum né reglugerðum. Börnin geta því sjálf farið í apótek og keypt sér lyf. Fréttastofa sendi þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Á öðrum staðnum fékk hann lyf afgreidd án athugasemda en á hinum var honum bent á að borða með íbúfeni og taka ekki of mikið af því. Anna Bryndís Blöndal lektor í lyfjafræði við Háskóla Íslands var gestur í Bítinu í morgun þar sem lyfjakaup ungmenna voru rædd. Hún segir ómögulegt að meta hversu mikið börn taki af verkjalyfjum sem seld eru í lausasölu. „Ef þau eru að fá þessi lyf í rauninni í gegnum lausasöluna þá er í rauninni enginn aðili, enginn læknir eða heilbrigðisstarfsmaður sem að hefur yfirumsjón með notkuninni og það er kannski það sem að veldur manni áhyggjum.“ Klippa: Ómögulegt að meta hversu mikið börn taki af verkjalyfjum Hægt er að horfa á viðtalið við Önnu Bryndísi í Bítinu hér fyrir ofan. Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Barnavernd Tengdar fréttir „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00 „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Álag á börn sem æfa íþróttir getur stundum verið mikið. Í nokkrum tilfellum virðist sem fólk í kringum börnin hafi áhyggjur af því að álagið það mikið að ástæða sé til aðtilkynna það til barnaverndar. Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, segir málin ekki mörg sem hafa komið á þeirra borð en að af og til á síðustu árum hafi borist tilkynningar í tengslum við íþróttaiðkun barna. „Þá fjallar það um sem sagt að foreldrar séu að leggja of mikið á börn. Eru jafnvel þjálfarar barnanna og það kemur fram í vanlíðan.“ Þá hafi í einhverjum tilfellum, þegar tilkynningarefnið hafi verið annað, borist með athugasemdir um álag „Varðandi íþróttaiðkun barna að það sé of mikil þjálfun eða eitthvað svoleiðis.“ Hægt er að sjá brot úr þriðja þætti af Hliðarlínunni í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Fjallað var um málið í þættinum Hliðarlínunni á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi þar kom meðal annars fram að dæmi séu um að börn sem þjást af verkjum taki verkjalyf líkt og íbúfen og paratabs til að komast á æfingar og til að keppa. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun má hver sem er kaupa lyf. Ekki er kveðið á um nein aldurstakmörk við kaup á lyfjum hvorki í lyfjalögum né reglugerðum. Börnin geta því sjálf farið í apótek og keypt sér lyf. Fréttastofa sendi þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Á öðrum staðnum fékk hann lyf afgreidd án athugasemda en á hinum var honum bent á að borða með íbúfeni og taka ekki of mikið af því. Anna Bryndís Blöndal lektor í lyfjafræði við Háskóla Íslands var gestur í Bítinu í morgun þar sem lyfjakaup ungmenna voru rædd. Hún segir ómögulegt að meta hversu mikið börn taki af verkjalyfjum sem seld eru í lausasölu. „Ef þau eru að fá þessi lyf í rauninni í gegnum lausasöluna þá er í rauninni enginn aðili, enginn læknir eða heilbrigðisstarfsmaður sem að hefur yfirumsjón með notkuninni og það er kannski það sem að veldur manni áhyggjum.“ Klippa: Ómögulegt að meta hversu mikið börn taki af verkjalyfjum Hægt er að horfa á viðtalið við Önnu Bryndísi í Bítinu hér fyrir ofan.
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Barnavernd Tengdar fréttir „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00 „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00
„Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00
„Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01
Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00