Ofbeldi í skólaferð varpar ljósi á mikilvægi viðeigandi menntunar leiðsögufólks Guðmundur Björnsson skrifar 17. október 2023 14:00 Nýlega birtist á samfélagsmiðlum óhugnanlegt myndband sem sýnir konu og stúlku eiga í orðaskiptum á gangi hótels á Íslandi. Á myndbandinu má heyra stúlkuna biðla til konunnar um að koma vinsamlegast ekki nálægt sér. Í kjölfarið slær konan stúlkuna fast utan undir og stúlkan leggur á flótta með konuna á hælum sér. Myndbandið endar á því að konan heyrist áminna barnið með orðunum: „Vertu ekki svona ógnandi.“ Unga stúlkan er nemandi frá Harris Girls' Academy frá Bretlandi og var á skólaferðlagi um Ísland þegar hún varð fyrir ofbeldinu. Fyrstu sögusagnir hermdu að sú sem beitti ofbeldinu væri kennari frá skólanum en það var leiðrétt fljótlega og upplýst að konan væri í raun fararstjóri annars hóps sem dvaldi á hótelinu og að atvikið hefði verið kært til lögreglu. Athæfið hefur eðlilega verið fordæmt opinberlega svo sem á samfélagsmiðlum þar sem margir krefjast réttlætis. Einn einstaklingur lýsti viðbjóði sínum á X (áður Twitter) og sagði: „Þetta er ógeðslegt. Ég vona að hún verði rekin og lögsótt af lögreglunni.“ Annar lagði áherslu á nauðsyn tafarlausra aðgerða og sagði: „Hún er greinilega ekki kennari, hún er fararstjóri. Hvort heldur sem er þarf að rannsaka þetta og bregðast við því sem fyrst!“ Siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi Atvikið sýnir glöggt mikilvægi þess að leiðsögufólk hljóti viðeigandi menntun og þjálfun enda er hlutverk leiðsögufólks er ekki bundið við að sýna ferðamönnum landið, segja sögur og túlka það sem fyrir augum ber. Leiðsögumenn eru sendiherrar landsins sem túlka siðareglur, menningu og gildi landsins. Í þessu sambandi er rétt og þarft að vekja athygli á því að í leiðsögunámi eru siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi kynntar sérstaklega fyrir nemendum. Í siðareglunum er lögð áhersla á fagmennsku og vandaða starfshætti leiðsögufólks en einnig lög á áhersla á ákveðin siðferðisviðmið og útlistað hvað telst viðeigandi hegðun leiðsögufólks. Atvikið sem sést á myndbandinu, brýtur augljóslega í bága við þessar siðareglur. Þessi atburður undirstrikar ekki aðeins mikilvægi þess að fylgja siðareglunum, heldur vekur einnig upp spurningar um fylgni og framfylgd þessara reglna. Leiðsögunám hjá EHÍ og Evrópustaðall ÍST EN 15565:2008 um menntun leiðsögufólks Til að auka vægi fagmennsku hefur Endurmenntun Háskóla Íslands byggt námskrá sína á Evrópustaðli ÍST EN 15565:2008. Staðallinn ber yfirskriftina „Ferðaþjónusta - Kröfur um faglega þjálfun leiðsögumanna og þjálfunaráætlanir til að öðlast ákveðna færni eða þekkingu.“ Með því að fylgja viðurkenndum staðli er náminu markaður skýr rammi sem tryggir eftir föngum að nemendur hljóti menntun sem byggð er á faglegri þekkingu og traustum siðferðislegum grunni. Nauðsyn faglegrar menntunar fyrir leiðsögufólk Umrætt atvik kastar ekki einungis rýrð á þann leiðsögumann sem í hlut á, heldur varpar einnig skugga á alla starfsstéttina. Leiðsögufólk gegnir mjög mikilvægu hlutverki við að móta upplifun og skynjun ferðamanna á landinu. Þegar ferðamenn, sérstaklega nemendur, leggja af stað í skólaferðir hlýtur það að vera lágmarkskrafan að þeir séu öruggir og í uppbyggjandi umhverfi. Þess vegna er mikilvægt að leiðsögufólk sé ekki einungis menntað í sögu, náttúru og menningu landsins, heldur einnig þjálfað í mannlegum samskiptum, menningarnæmni og lausn ágreinings. Enn fremur undirstrikar þetta atvik mikilvægi ítarlegrar bakgrunnsskoðunar og reglubundins mats ferðaþjónustufyrirtækja á hæfi og hæfni þess leiðsögufólks sem það ræður til starfa. Ferðaþjónustan þarf að tryggja að atvik sem þetta endurtaki sig ekki. Niðurstaða Þessi atburður er áminning um þá ábyrgð sem leiðsögufólk axlar í störfum sínum og mikilvægi góðrar menntunar, símenntunar og þjálfunar þeirra. Eftir því sem heimurinn verður samtengdari og fjölbreyttari verður æ mikilvægara að menningarleg næmni og gagnkvæm virðing sé höfð í fyrirrúmi. Til þess að svo megi verða, verður ferðaþjónustan að halda vöku sinni og grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja að fulltrúar þeirra eins og leiðsögufólk hljóti viðeigandi þjálfun og haldi þessi gildi í heiðri. Höfundur er leiðsögumaður og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms EHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birtist á samfélagsmiðlum óhugnanlegt myndband sem sýnir konu og stúlku eiga í orðaskiptum á gangi hótels á Íslandi. Á myndbandinu má heyra stúlkuna biðla til konunnar um að koma vinsamlegast ekki nálægt sér. Í kjölfarið slær konan stúlkuna fast utan undir og stúlkan leggur á flótta með konuna á hælum sér. Myndbandið endar á því að konan heyrist áminna barnið með orðunum: „Vertu ekki svona ógnandi.“ Unga stúlkan er nemandi frá Harris Girls' Academy frá Bretlandi og var á skólaferðlagi um Ísland þegar hún varð fyrir ofbeldinu. Fyrstu sögusagnir hermdu að sú sem beitti ofbeldinu væri kennari frá skólanum en það var leiðrétt fljótlega og upplýst að konan væri í raun fararstjóri annars hóps sem dvaldi á hótelinu og að atvikið hefði verið kært til lögreglu. Athæfið hefur eðlilega verið fordæmt opinberlega svo sem á samfélagsmiðlum þar sem margir krefjast réttlætis. Einn einstaklingur lýsti viðbjóði sínum á X (áður Twitter) og sagði: „Þetta er ógeðslegt. Ég vona að hún verði rekin og lögsótt af lögreglunni.“ Annar lagði áherslu á nauðsyn tafarlausra aðgerða og sagði: „Hún er greinilega ekki kennari, hún er fararstjóri. Hvort heldur sem er þarf að rannsaka þetta og bregðast við því sem fyrst!“ Siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi Atvikið sýnir glöggt mikilvægi þess að leiðsögufólk hljóti viðeigandi menntun og þjálfun enda er hlutverk leiðsögufólks er ekki bundið við að sýna ferðamönnum landið, segja sögur og túlka það sem fyrir augum ber. Leiðsögumenn eru sendiherrar landsins sem túlka siðareglur, menningu og gildi landsins. Í þessu sambandi er rétt og þarft að vekja athygli á því að í leiðsögunámi eru siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi kynntar sérstaklega fyrir nemendum. Í siðareglunum er lögð áhersla á fagmennsku og vandaða starfshætti leiðsögufólks en einnig lög á áhersla á ákveðin siðferðisviðmið og útlistað hvað telst viðeigandi hegðun leiðsögufólks. Atvikið sem sést á myndbandinu, brýtur augljóslega í bága við þessar siðareglur. Þessi atburður undirstrikar ekki aðeins mikilvægi þess að fylgja siðareglunum, heldur vekur einnig upp spurningar um fylgni og framfylgd þessara reglna. Leiðsögunám hjá EHÍ og Evrópustaðall ÍST EN 15565:2008 um menntun leiðsögufólks Til að auka vægi fagmennsku hefur Endurmenntun Háskóla Íslands byggt námskrá sína á Evrópustaðli ÍST EN 15565:2008. Staðallinn ber yfirskriftina „Ferðaþjónusta - Kröfur um faglega þjálfun leiðsögumanna og þjálfunaráætlanir til að öðlast ákveðna færni eða þekkingu.“ Með því að fylgja viðurkenndum staðli er náminu markaður skýr rammi sem tryggir eftir föngum að nemendur hljóti menntun sem byggð er á faglegri þekkingu og traustum siðferðislegum grunni. Nauðsyn faglegrar menntunar fyrir leiðsögufólk Umrætt atvik kastar ekki einungis rýrð á þann leiðsögumann sem í hlut á, heldur varpar einnig skugga á alla starfsstéttina. Leiðsögufólk gegnir mjög mikilvægu hlutverki við að móta upplifun og skynjun ferðamanna á landinu. Þegar ferðamenn, sérstaklega nemendur, leggja af stað í skólaferðir hlýtur það að vera lágmarkskrafan að þeir séu öruggir og í uppbyggjandi umhverfi. Þess vegna er mikilvægt að leiðsögufólk sé ekki einungis menntað í sögu, náttúru og menningu landsins, heldur einnig þjálfað í mannlegum samskiptum, menningarnæmni og lausn ágreinings. Enn fremur undirstrikar þetta atvik mikilvægi ítarlegrar bakgrunnsskoðunar og reglubundins mats ferðaþjónustufyrirtækja á hæfi og hæfni þess leiðsögufólks sem það ræður til starfa. Ferðaþjónustan þarf að tryggja að atvik sem þetta endurtaki sig ekki. Niðurstaða Þessi atburður er áminning um þá ábyrgð sem leiðsögufólk axlar í störfum sínum og mikilvægi góðrar menntunar, símenntunar og þjálfunar þeirra. Eftir því sem heimurinn verður samtengdari og fjölbreyttari verður æ mikilvægara að menningarleg næmni og gagnkvæm virðing sé höfð í fyrirrúmi. Til þess að svo megi verða, verður ferðaþjónustan að halda vöku sinni og grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja að fulltrúar þeirra eins og leiðsögufólk hljóti viðeigandi þjálfun og haldi þessi gildi í heiðri. Höfundur er leiðsögumaður og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms EHÍ.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun