Danir fengu það óþvegið eftir skandalinn gegn San Marinó: Sex með lægstu einkunn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2023 09:30 Frammistaða danska landsliðsins gegn smáþjóðinni San Marinó vakti ekki mikla lukku heima fyrir. getty/Emmanuele Ciancaglini Danskir fótboltaáhugamenn eru í hálfgerðu áfalli eftir frammistöðu karlalandsliðsins í fótbolta gegn San Marinó. Danmörk vann San Marinó, 1-2, í undankeppni EM 2024 í gær. Rasmus Højlund, leikmaður Manchester United, kom Dönum yfir á 42. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Á 61. mínútu gerðist hið ótrúlega, að San Marínó-menn jöfnuðu með marki Alessandros Golinucci. Þetta var fyrsta mark San Marinó í leik í undankeppni EM í fjögur ár og fyrsta markið í keppnisleik í tvö ár. Yussuf Poulsen bjargaði hins vegar andliti Dana þegar hann skoraði sigurmark þeirra þegar tuttugu mínútur voru eftir. Þrátt fyrir sigurinn voru danskir fótboltaáhugamenn með óbragð í munni enda ekki á hverjum degi sem jafn sterkt lið og Danmörk fær á sig mark gegn San Marinó og þarf að hafa fyrir sigri á liði sem er í 207. sæti styrkleikalista FIFA. Morten Bruun gaf dönsku leikmönnunum engan afslátt í einkunnagjöf sinni fyrir TV 2 eftir leikinn. Hvorki fleiri né færri en sex leikmenn danska liðsins fengu lægstu einkunn, eða ás, þar á meðal öll varnarlínan. Þrír leikmenn fengu tvist sem og þjálfarinn Kasper Hjulmand. Poulsen fékk hæstu einkunnina, eða sjö. Í umsögn um frammistöðu hans segir einfaldlega: Takk fyrir þig, Yussuf Poulsen! Danir eru í 2. sæti H-riðils undankeppninnar og geta tryggt sér sæti á EM með sigri á Slóvenum í næsta leik sínum. EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Danmörk vann San Marinó, 1-2, í undankeppni EM 2024 í gær. Rasmus Højlund, leikmaður Manchester United, kom Dönum yfir á 42. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Á 61. mínútu gerðist hið ótrúlega, að San Marínó-menn jöfnuðu með marki Alessandros Golinucci. Þetta var fyrsta mark San Marinó í leik í undankeppni EM í fjögur ár og fyrsta markið í keppnisleik í tvö ár. Yussuf Poulsen bjargaði hins vegar andliti Dana þegar hann skoraði sigurmark þeirra þegar tuttugu mínútur voru eftir. Þrátt fyrir sigurinn voru danskir fótboltaáhugamenn með óbragð í munni enda ekki á hverjum degi sem jafn sterkt lið og Danmörk fær á sig mark gegn San Marinó og þarf að hafa fyrir sigri á liði sem er í 207. sæti styrkleikalista FIFA. Morten Bruun gaf dönsku leikmönnunum engan afslátt í einkunnagjöf sinni fyrir TV 2 eftir leikinn. Hvorki fleiri né færri en sex leikmenn danska liðsins fengu lægstu einkunn, eða ás, þar á meðal öll varnarlínan. Þrír leikmenn fengu tvist sem og þjálfarinn Kasper Hjulmand. Poulsen fékk hæstu einkunnina, eða sjö. Í umsögn um frammistöðu hans segir einfaldlega: Takk fyrir þig, Yussuf Poulsen! Danir eru í 2. sæti H-riðils undankeppninnar og geta tryggt sér sæti á EM með sigri á Slóvenum í næsta leik sínum.
EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira