Þjálfari San Marinó sakar Dani um óheiðarleika Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2023 07:59 Fabrizio Costantini er þjálfari San Marinó sem situr í 207. sæti styrkleikalista FIFA. getty/Emmanuele Ciancaglini Fabrizio Costantini, þjálfari karlalandsliðsins San Marinó í fótbolta, segir að Danir hafi sýnt af sér óíþróttamannslega hegðun í leik liðanna í undankeppni EM 2024 í gær. Þau undur og stórmerki gerðust að San Marinó skoraði í leiknum gegn Danmörku. Markið gerði Alessandro Golinucci á 61. mínútu. Þetta var fyrsta mark San Marinó í undankeppni EM í fjögur ár og fyrsta mark liðsins í keppnisleik í tvö ár. Leikmenn San Marinó fögnuðu markinu langþráða vel og innilega. Gleði þeirra var þó skammvinn því níu mínútum síðar skoraði Yussuf Poulsen sigurmark Danmerkur og bjargaði andliti frænda okkar. Costantini var ekki sáttur við markið og taldi að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af áður þar sem leikmaður San Marinó lá meiddur á vellinum. „Þetta var ekki íþróttamannsleg hegðun. Leikmaður okkar var meiddur og Danir héldu áfram. Ég var ekki sáttur við það,“ sagði Costantini. „Það voru mörg börn sem horfðu á leikinn. Þetta var ekki sanngjarnt. Okkar maður var meiddur. Ég sjálfur hefði sparkað boltanum út af. Við erum vanir að tapa en ekki svona. Ég er reiður. En ég vil óska Dönum góðs gengis þar sem þeir eru nánast komnir á EM.“ Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, var ósammála því að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af þar sem leikmaður San Marinó hafi ekki verið meiddur, heldur með krampa. Danir eru í 2. sæti H-riðils undankeppninnar og tryggja sér sæti á EM með sigri á Slóvenum í næsta leik sínum. San Marinó-menn eru hins vegar á botni riðilsins án stiga og með markatöluna 1-26. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Þau undur og stórmerki gerðust að San Marinó skoraði í leiknum gegn Danmörku. Markið gerði Alessandro Golinucci á 61. mínútu. Þetta var fyrsta mark San Marinó í undankeppni EM í fjögur ár og fyrsta mark liðsins í keppnisleik í tvö ár. Leikmenn San Marinó fögnuðu markinu langþráða vel og innilega. Gleði þeirra var þó skammvinn því níu mínútum síðar skoraði Yussuf Poulsen sigurmark Danmerkur og bjargaði andliti frænda okkar. Costantini var ekki sáttur við markið og taldi að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af áður þar sem leikmaður San Marinó lá meiddur á vellinum. „Þetta var ekki íþróttamannsleg hegðun. Leikmaður okkar var meiddur og Danir héldu áfram. Ég var ekki sáttur við það,“ sagði Costantini. „Það voru mörg börn sem horfðu á leikinn. Þetta var ekki sanngjarnt. Okkar maður var meiddur. Ég sjálfur hefði sparkað boltanum út af. Við erum vanir að tapa en ekki svona. Ég er reiður. En ég vil óska Dönum góðs gengis þar sem þeir eru nánast komnir á EM.“ Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, var ósammála því að Danir hefðu átt að sparka boltanum út af þar sem leikmaður San Marinó hafi ekki verið meiddur, heldur með krampa. Danir eru í 2. sæti H-riðils undankeppninnar og tryggja sér sæti á EM með sigri á Slóvenum í næsta leik sínum. San Marinó-menn eru hins vegar á botni riðilsins án stiga og með markatöluna 1-26.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira