Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 18. október 2023 10:30 Í morgun leiddi ég son minn á leið í leikskólann í leðurjakka og með Avengers úr á vinstri hendi og hann sagði mér að hann kynni á klukku því hann kann að telja einn, tveir, þrír, fjórir og fimm.Í morgun vöknuðu blóðug börn með glerbrot í hárinu úr sjónvarpinu því sumir morgnar eru þannig og á þannig morgnum vaknar mamma aldrei aftur. Sumsstaðar í heiminum er hafragrautur í morgunmat og annarsstaðar fæðast börn í sprengjuregni því þau kunnu ekki á klukku og vissu ekki að fyrir utan var maður með byssu tilbúinn að skjóta en öskrin í mömmu heyrðust ekki fyrir öskrunum í honum þannig að barnið gat fæðst án þess að nokkur vissi. Í litlu eldhúsi á Suðurgötu sullast mjólk á gólfið og mamma nær í hreina tusku og segir ekki neitt því það er svo lýjandi að þrífa mjólkursull á hverjum morgni. En heima hjá sumum sullast mjólk á gólfið og blandast við blóðpollinn úr pabba sem tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Ég sagði henni að hún mætti ekki meiða hann. Ég sagði honum að hann mætti ekki lemja hana og henda í hana leikfangabíl. Ég sagði honum að hann mætti ekki klípa og bíta en hann gerði það samt því hún var svo leiðinleg við hann og honum fannst hún eiga það skilið. En bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. En svo þegar systkini eldast og þroskast þá hætta þau að slást, svona oftast og yfirleitt. AlþjóðamannúðarlögGenfarsamningarSamningurinn um ómannúðleg vopnJarðsprengjusamningurinnKlasasprengjusamningurinnFórnarlömb vopnaðra átakaAðferðir og leiðir við hernaðSjó- og lofthernaðurMenningarverðmætiSaknæm undirokun Hvenær ætlar fullorðið fólk að hætta að lemja og slást? Afhverju eru stríð samþykkt og afhverju þurfum við mannúðarlög? Það er ekkert mannúðlegt við stríð. Sama hvort það er almennur borgari í grænum kjól eða hermaður í felubúningi sem verður fyrir byssukúlunni. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Af því að einhver sagði að ég mætti berja bróður minn og systur ef þau væru til í það og ef ég gerði það rétt. Ég má bara ekki henda í þau klasasprengjum þó ég eigi þær til og geymi kjarnavopn í kjallaranum hjá mömmu. Leikreglur stríðs:Ég má ekki slást við þá sem teljast til almennra borgara, heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila. Læt þau vera. Ég má ekki lemja þá sem eru meiddir. Ég má ekki ráðast á borgara því það er stríðsglæpur. Það þarf að passa borgarana, hina má ég drepa. Ég þarf að passa að skemma ekki húsin þeirra og ég þarf að passa að þau komist í vatn og mat. Ég má ekki drepa dýrin þeirra eða eyðileggja uppskeru. Ég þarf að koma þeim meiddu á spítala, þegar ég er búin að meiða þau. Ég má ekki sprengja spítala eða ráðast á heilbrigðisstarfsfólk eða sjúkrabíla. Ég má ekki pynta gíslana mína en ég má samt alveg vera með gísla. Bara passa að meiða þá ekki meira. Og ég þarf víst að gefa þeim að éta og drekka og leyfa þeim að skrifa ástarbréf. Ég má ekki nota hvaða vopn sem er, bara vopn sem meiða lítið og drepa hratt svo enginn þjáist lengi. Ég má ekki nauðga, bara drepa. Suma. Það er gott að hafa leikreglur stríðs því annars værum við bara villimenn og þetta færi allt úr böndunum. Bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. En það er allt í lagi því við erum með leikreglur með mannúðina að vopni og kunnum öll á klukku: einn, tveir, þrír, fjórir og fimm. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í morgun leiddi ég son minn á leið í leikskólann í leðurjakka og með Avengers úr á vinstri hendi og hann sagði mér að hann kynni á klukku því hann kann að telja einn, tveir, þrír, fjórir og fimm.Í morgun vöknuðu blóðug börn með glerbrot í hárinu úr sjónvarpinu því sumir morgnar eru þannig og á þannig morgnum vaknar mamma aldrei aftur. Sumsstaðar í heiminum er hafragrautur í morgunmat og annarsstaðar fæðast börn í sprengjuregni því þau kunnu ekki á klukku og vissu ekki að fyrir utan var maður með byssu tilbúinn að skjóta en öskrin í mömmu heyrðust ekki fyrir öskrunum í honum þannig að barnið gat fæðst án þess að nokkur vissi. Í litlu eldhúsi á Suðurgötu sullast mjólk á gólfið og mamma nær í hreina tusku og segir ekki neitt því það er svo lýjandi að þrífa mjólkursull á hverjum morgni. En heima hjá sumum sullast mjólk á gólfið og blandast við blóðpollinn úr pabba sem tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Ég sagði henni að hún mætti ekki meiða hann. Ég sagði honum að hann mætti ekki lemja hana og henda í hana leikfangabíl. Ég sagði honum að hann mætti ekki klípa og bíta en hann gerði það samt því hún var svo leiðinleg við hann og honum fannst hún eiga það skilið. En bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. En svo þegar systkini eldast og þroskast þá hætta þau að slást, svona oftast og yfirleitt. AlþjóðamannúðarlögGenfarsamningarSamningurinn um ómannúðleg vopnJarðsprengjusamningurinnKlasasprengjusamningurinnFórnarlömb vopnaðra átakaAðferðir og leiðir við hernaðSjó- og lofthernaðurMenningarverðmætiSaknæm undirokun Hvenær ætlar fullorðið fólk að hætta að lemja og slást? Afhverju eru stríð samþykkt og afhverju þurfum við mannúðarlög? Það er ekkert mannúðlegt við stríð. Sama hvort það er almennur borgari í grænum kjól eða hermaður í felubúningi sem verður fyrir byssukúlunni. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Af því að einhver sagði að ég mætti berja bróður minn og systur ef þau væru til í það og ef ég gerði það rétt. Ég má bara ekki henda í þau klasasprengjum þó ég eigi þær til og geymi kjarnavopn í kjallaranum hjá mömmu. Leikreglur stríðs:Ég má ekki slást við þá sem teljast til almennra borgara, heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila. Læt þau vera. Ég má ekki lemja þá sem eru meiddir. Ég má ekki ráðast á borgara því það er stríðsglæpur. Það þarf að passa borgarana, hina má ég drepa. Ég þarf að passa að skemma ekki húsin þeirra og ég þarf að passa að þau komist í vatn og mat. Ég má ekki drepa dýrin þeirra eða eyðileggja uppskeru. Ég þarf að koma þeim meiddu á spítala, þegar ég er búin að meiða þau. Ég má ekki sprengja spítala eða ráðast á heilbrigðisstarfsfólk eða sjúkrabíla. Ég má ekki pynta gíslana mína en ég má samt alveg vera með gísla. Bara passa að meiða þá ekki meira. Og ég þarf víst að gefa þeim að éta og drekka og leyfa þeim að skrifa ástarbréf. Ég má ekki nota hvaða vopn sem er, bara vopn sem meiða lítið og drepa hratt svo enginn þjáist lengi. Ég má ekki nauðga, bara drepa. Suma. Það er gott að hafa leikreglur stríðs því annars værum við bara villimenn og þetta færi allt úr böndunum. Bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. En það er allt í lagi því við erum með leikreglur með mannúðina að vopni og kunnum öll á klukku: einn, tveir, þrír, fjórir og fimm. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun