Kveikjum ljósin Svandís Svavarsdóttir skrifar 18. október 2023 12:01 Upp á síðkastið hafa ágreiningsefnin í umræðu um stefnumótun í sjávarútvegi orðið æ skýrari. Það sem ekki síst virðist skilja á milli þeirra sem leggjast gegn umbótum á kerfinu í þágu almennings og hinna sem vilja taka af metnaði á því sem gera má betur eru sjónarmið um gagnsæi. Mín skoðun er skýr og ég hef lýst henni oft. Hagsmunir almennings eiga að vera í forgrunni þegar kemur að sjávarútvegi og þess vegna þurfum við að auka þar birtustigið. Traust til sjávarútvegsins í íslensku samfélagi er ekki nægilegt. Það er tæpast skoðun heldur staðreynd og kom til dæmis fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Meirihluti svarenda taldi aukið gagnsæi mikilvægustu aðgerðina til að auka sátt um íslenskan sjávarútveg. Þar kom líka fram að meirihluti svarenda taldi að sjávarútvegur skapaði verðmæti fyrir fáa. Ímynd greinarinnar og trausti almennings til hennar er augljóslega ábótavant. Sjávarútvegur er einn mikilvægasti þáttur okkar atvinnulífs og skapar bæði störf og verðmæti fyrir marga. Þessi staða er því óásættanleg, fyrir þjóðina og fyrir stjórnvöld. Vantraust þrífst þar sem skortir á skýra sýn. Lengi hefur verið ljóst að hér þarf að bæta úr enda er gagnsæi í sjávarútvegi skrifað út og sett á dagskrá í stjórnarsáttmála. Sjávarútvegur þarf að njóta sannmælis Eitt helsta markmið verkefnisins Auðlindin okkar var einmitt að skapa bætt skilyrði fyrir sátt um sjávarútveg. Nú heyrast þær úrtöluraddir að ekki sé hægt að skapa sátt og þess þurfi reyndar ekki, hér ríki ágætis samlyndi um ósættið. Slíkt tal endurspeglar skort á metnaði. Við megum ekki leggja árar í bát og segja að þetta verði alltaf svona. Ég hef þá trú að hægt sé að skapa sjávarútvegi þau skilyrði að hann geti notið bæði sáttar og sannmælis. Margt í því kerfi sem við Íslendingar höfum smíðað til að halda utan um sjávarútveg er til fyrirmyndar og því þarf ekki að breyta. Ljóst er að bæta þarf gagnsæið. Nefnt hefur verið að óskýrt sé hvaða upplýsingar þurfi til að bæta þar úr og að ekkert þurfi frekar en nú er uppi á borðum til að fá glögga mynd af stöðu mála. Samt er það svo að við höfum ekki nægar upplýsingar. Okkur skortir betri yfirsýn yfir stjórnunar- og eignatengsl innan sjávarútvegs til að gera eftirlitsaðilum kleift að fylgjast með að reglum sé fylgt. Rétt er að margþættar upplýsingar um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja liggja fyrir en þær duga ekki til. Til þess að greina raunverulegt áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja getur til að mynda þurft að skoða beitingu atkvæðisréttar, hluthafasamkomulög, samstarfssamninga og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Þannig má tryggja að ákvæði um hámarksaflahlutdeild og eignatengsl sem varða samþjöppun og áhrifavald í sjávarútvegi virki eins og þeim var ætlað að virka. Hvatar til dreifðara eignarhalds Í skýrslu Auðlindarinnar okkar og raunar einnig í umsögnum um áform sem kynnt voru í upphafi þess verkefnis koma fram þau sjónarmið að hvatar til dreifðara eignarhalds geti stuðlað að auknu gagnsæi í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Slíkur hvati var áður í lögum og ég tel að mikilvægt geti reynst að slíkum hvata verði fundinn þar staður á nýjan leik, bæði fyrir skráð fyrirtæki og jafnvel einnig önnur félagaform sem uppfylla skilyrði um dreift eignarhald. Reynslan af skráningu sjávarútvegsfyrirtækja á markað hefur verið góð, hún hefur aukið gagnsæi og styrkt umræðu um atvinnugreinina. Unnið er að frumvarpi til nýrra heildarlaga um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu til framlagningar á Alþingi snemma á næsta ári. Íslenskur sjávarútvegur er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Greinin skilar okkar miklum tekjum í þjóðarbúið og hefur sterka stöðu á heimsvísu. En við megum ekki sofna á verðinum, annars er hætta á því að við töpum niður forystu okkar og sólundum tækifærum. Með umbótum og gagnsæi styrkjum við stöðu greinarinnar enn frekar; treystum samkeppnishæfi og aukum verðmætasköpun. Með því að kveikja ljós og fækka skúmaskotum stuðlum við að sátt og réttlæti í sjávarútvegi almenningi til heilla. Höfundur er matvælaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa ágreiningsefnin í umræðu um stefnumótun í sjávarútvegi orðið æ skýrari. Það sem ekki síst virðist skilja á milli þeirra sem leggjast gegn umbótum á kerfinu í þágu almennings og hinna sem vilja taka af metnaði á því sem gera má betur eru sjónarmið um gagnsæi. Mín skoðun er skýr og ég hef lýst henni oft. Hagsmunir almennings eiga að vera í forgrunni þegar kemur að sjávarútvegi og þess vegna þurfum við að auka þar birtustigið. Traust til sjávarútvegsins í íslensku samfélagi er ekki nægilegt. Það er tæpast skoðun heldur staðreynd og kom til dæmis fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála. Meirihluti svarenda taldi aukið gagnsæi mikilvægustu aðgerðina til að auka sátt um íslenskan sjávarútveg. Þar kom líka fram að meirihluti svarenda taldi að sjávarútvegur skapaði verðmæti fyrir fáa. Ímynd greinarinnar og trausti almennings til hennar er augljóslega ábótavant. Sjávarútvegur er einn mikilvægasti þáttur okkar atvinnulífs og skapar bæði störf og verðmæti fyrir marga. Þessi staða er því óásættanleg, fyrir þjóðina og fyrir stjórnvöld. Vantraust þrífst þar sem skortir á skýra sýn. Lengi hefur verið ljóst að hér þarf að bæta úr enda er gagnsæi í sjávarútvegi skrifað út og sett á dagskrá í stjórnarsáttmála. Sjávarútvegur þarf að njóta sannmælis Eitt helsta markmið verkefnisins Auðlindin okkar var einmitt að skapa bætt skilyrði fyrir sátt um sjávarútveg. Nú heyrast þær úrtöluraddir að ekki sé hægt að skapa sátt og þess þurfi reyndar ekki, hér ríki ágætis samlyndi um ósættið. Slíkt tal endurspeglar skort á metnaði. Við megum ekki leggja árar í bát og segja að þetta verði alltaf svona. Ég hef þá trú að hægt sé að skapa sjávarútvegi þau skilyrði að hann geti notið bæði sáttar og sannmælis. Margt í því kerfi sem við Íslendingar höfum smíðað til að halda utan um sjávarútveg er til fyrirmyndar og því þarf ekki að breyta. Ljóst er að bæta þarf gagnsæið. Nefnt hefur verið að óskýrt sé hvaða upplýsingar þurfi til að bæta þar úr og að ekkert þurfi frekar en nú er uppi á borðum til að fá glögga mynd af stöðu mála. Samt er það svo að við höfum ekki nægar upplýsingar. Okkur skortir betri yfirsýn yfir stjórnunar- og eignatengsl innan sjávarútvegs til að gera eftirlitsaðilum kleift að fylgjast með að reglum sé fylgt. Rétt er að margþættar upplýsingar um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja liggja fyrir en þær duga ekki til. Til þess að greina raunverulegt áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja getur til að mynda þurft að skoða beitingu atkvæðisréttar, hluthafasamkomulög, samstarfssamninga og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Þannig má tryggja að ákvæði um hámarksaflahlutdeild og eignatengsl sem varða samþjöppun og áhrifavald í sjávarútvegi virki eins og þeim var ætlað að virka. Hvatar til dreifðara eignarhalds Í skýrslu Auðlindarinnar okkar og raunar einnig í umsögnum um áform sem kynnt voru í upphafi þess verkefnis koma fram þau sjónarmið að hvatar til dreifðara eignarhalds geti stuðlað að auknu gagnsæi í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Slíkur hvati var áður í lögum og ég tel að mikilvægt geti reynst að slíkum hvata verði fundinn þar staður á nýjan leik, bæði fyrir skráð fyrirtæki og jafnvel einnig önnur félagaform sem uppfylla skilyrði um dreift eignarhald. Reynslan af skráningu sjávarútvegsfyrirtækja á markað hefur verið góð, hún hefur aukið gagnsæi og styrkt umræðu um atvinnugreinina. Unnið er að frumvarpi til nýrra heildarlaga um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu til framlagningar á Alþingi snemma á næsta ári. Íslenskur sjávarútvegur er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Greinin skilar okkar miklum tekjum í þjóðarbúið og hefur sterka stöðu á heimsvísu. En við megum ekki sofna á verðinum, annars er hætta á því að við töpum niður forystu okkar og sólundum tækifærum. Með umbótum og gagnsæi styrkjum við stöðu greinarinnar enn frekar; treystum samkeppnishæfi og aukum verðmætasköpun. Með því að kveikja ljós og fækka skúmaskotum stuðlum við að sátt og réttlæti í sjávarútvegi almenningi til heilla. Höfundur er matvælaráðherra
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun