Dóttir hins látna fann blóðugan hníf í fyrradag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. október 2023 14:43 Frá vettvangi, Drangarhrauni 12. Vísir/Vilhelm Nítján ára dóttir Jaroslaw Kaminski, sem var myrtur í Drangarhrauni í sumar, fann hníf sem líklega er sá sem notaður var til að bana föður hennar, í íbúðinni í fyrradag. Verjandi Maciej Jakub Talik, sem er ákærður fyrir manndráp, segir málið skandal og vinnubrögð lögreglu, sem ekki hafi fundið hnífinn, ámælisverð. Dóttir Jaroslaw var stödd í íbúðinni að Drangarhrauni ásamt móður sinni, fyrrverandi eiginkonu Jaroslaw í fyrradag, til að taka saman eigur föður síns. Mæðgurnar fundu blóðugan hníf í íbúðinni. Að öllum líkindum er um að ræða morðvopnið. Maciej Jakubs Talik var ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn. Aðalmeðferð lauk í síðustu viku og málið lagt í dóm. Maciej Jakub Talik hefur játað að hafa stungið Jaroslaw Kaminski til bana, en ber við sjálfsvörn. Aðalmeðferð málsins lauk í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Vinnubrögð tæknideildar ámælisverð Í samtali við fréttastofu segist Elimar Hauksson, lögmaður Maciej hafa verið upplýstur um að hnífurinn hafi fundist í gær. Hann segir „algjört bull“ að þetta skuli vera að gerast. „Við erum að tala um að þetta er á vettvangi, inni í Drangarhrauni, sem lögreglan er búin að vettvangsrannsaka. Þeir fundu ekki hnífinn. Svo er það almennur borgari, dóttir hins látna, sem finnur hnífinn í íbúðinni þegar hún er að taka saman eigur föður síns. Fjórum mánuðum eftir að málið kemur upp. Þetta er skandall,“ segir Elimar. Búið sé að forskoða hnífinn og kanna hvort blóðið sem var á honum hafi verið úr manneskju, og svo hafi verið raunin. Elimar segir málið bætast ofan á þá staðreynd að ekki hafi verið framkvæmd blóðferlarannsókn á vettvangi. „Í manndrápsmáli, þar sem einungis einn maður er til frásagnar og hefur borið við minnisleysi um margt af því sem gerðist.“ Þetta eru ámælisverð vinnubrögð hjá tæknideild lögreglu sem rannsakar vettvang Segir aðalmeðferðina í uppnámi Elimar segist ekki vita til þess að álíka atvik hafi komið upp áður og ekki sé ljóst á þessari stundu hvert framhaldið verði. „Aðalmeðferðin er í uppnámi. Það er ljóst að það þarf að leggja fram gögn fyrir dóminn um þennan hníf. Munaskýrslu, og DNA til dæmis. Nú eru sýni farin til Svíþjóðar í DNA greiningu, og slíkt tekur þrjár til fjórar vikur ef allt gengur upp. Í máli sem er búið að dómtaka.“ Manndráp í Drangahrauni Lögreglumál Hafnarfjörður Lögreglan Tengdar fréttir Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Dóttir Jaroslaw var stödd í íbúðinni að Drangarhrauni ásamt móður sinni, fyrrverandi eiginkonu Jaroslaw í fyrradag, til að taka saman eigur föður síns. Mæðgurnar fundu blóðugan hníf í íbúðinni. Að öllum líkindum er um að ræða morðvopnið. Maciej Jakubs Talik var ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn. Aðalmeðferð lauk í síðustu viku og málið lagt í dóm. Maciej Jakub Talik hefur játað að hafa stungið Jaroslaw Kaminski til bana, en ber við sjálfsvörn. Aðalmeðferð málsins lauk í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Vinnubrögð tæknideildar ámælisverð Í samtali við fréttastofu segist Elimar Hauksson, lögmaður Maciej hafa verið upplýstur um að hnífurinn hafi fundist í gær. Hann segir „algjört bull“ að þetta skuli vera að gerast. „Við erum að tala um að þetta er á vettvangi, inni í Drangarhrauni, sem lögreglan er búin að vettvangsrannsaka. Þeir fundu ekki hnífinn. Svo er það almennur borgari, dóttir hins látna, sem finnur hnífinn í íbúðinni þegar hún er að taka saman eigur föður síns. Fjórum mánuðum eftir að málið kemur upp. Þetta er skandall,“ segir Elimar. Búið sé að forskoða hnífinn og kanna hvort blóðið sem var á honum hafi verið úr manneskju, og svo hafi verið raunin. Elimar segir málið bætast ofan á þá staðreynd að ekki hafi verið framkvæmd blóðferlarannsókn á vettvangi. „Í manndrápsmáli, þar sem einungis einn maður er til frásagnar og hefur borið við minnisleysi um margt af því sem gerðist.“ Þetta eru ámælisverð vinnubrögð hjá tæknideild lögreglu sem rannsakar vettvang Segir aðalmeðferðina í uppnámi Elimar segist ekki vita til þess að álíka atvik hafi komið upp áður og ekki sé ljóst á þessari stundu hvert framhaldið verði. „Aðalmeðferðin er í uppnámi. Það er ljóst að það þarf að leggja fram gögn fyrir dóminn um þennan hníf. Munaskýrslu, og DNA til dæmis. Nú eru sýni farin til Svíþjóðar í DNA greiningu, og slíkt tekur þrjár til fjórar vikur ef allt gengur upp. Í máli sem er búið að dómtaka.“
Manndráp í Drangahrauni Lögreglumál Hafnarfjörður Lögreglan Tengdar fréttir Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34