Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2023 14:43 Glæný könnun Maskínu um afstöðu landsmanna til starfa ríkisstjórnarinnar sýnir að óánægja eykst lítið eitt. Vísir/Vilhelm Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa, rúm 56 prósent mælast nú óánægð en aðeins sextán prósent ánægð. Þetta sýnir ný Maskínukönnun. Af kjósendum ríkisstjórnarinnar eru kjósendur Framsóknarflokksins og Vinstri grænna óánægðastir. Könnunin var keyrð út frá júlí til september og nær yfir þriðja ársfjórðung. Fjöldi svarenda telur 4218. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ýmist ánægja eða óánægja mælist með störf ríkisstjórnarinnar á ársfjórðungsfresti. Könnunin sýnir að óánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst lítillega og fer úr 54 prósentum upp í rúm 56 prósenta óánægju. Á öðrum ársfjórðungi sögðust 18 prósent svarenda vera ánægð með störfin en þau eru aðeins 16 prósent samkvæmt nýjustu könnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir alvanalegt að ánægja með ríkisstjórnir taki að dala þegar líður á kjörtímabil.Vísir/Kolbeinn Tumi Grétar Þór Eyþórsson er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri. „Við höfum náttúrulega séð þetta áður. Ríkisstjórnir hafa fallið í áliti hjá fólki eða ánægja með þær minnkað þegar líður á kjörtímabil. Sömuleiðis fylgi flokkanna í flestum tilfellum. Við höfum séð þetta á öllum síðustu ríkisstjórnum nema stjórn þessara sömu flokka þegar hún sat í Covid-ástandinu. Það var undantekningin.“ Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hvað ánægðastir með störf ríkisstjórnarinnar eða tæpur helmingur þeirra en aðeins 16 prósent Sjálfstæðismanna eru óánægðir. Er þetta á pari við það sem þú hefðir fyrir fram talið miðað við þær háværu óánægjuraddir sem við heyrðum til að mynda í sumar í tengslum við tímabundið hvalveiðibann? „Maður hefði nú átt von á því að þetta myndi slá meira út í svona könnun, satt best að segja hefði ég svona fyrir fram „tippað“ á það. Það virðist nú greinilega ekki vera að þetta hafi sett allt úr skorðum hjá Sjálfstæðisflokknum þó svo að Svandís hafi bannað hvalveiðar í sumar. Ég held að það sé það sem maður geti lesið út úr þessu,“ segir Grétar. Af kjósendum ríkisstjórnarflokkanna eru Framsóknarmenn óánægðastir með störfin eða tuttugu og eitt prósent en 20 prósent kjósenda VG kváðust óánægð. Þrjátíu og átta prósent kjósenda Framsóknar sögðust þá ánægð með störfin og þrjátíu og fimm prósent kjósenda VG sögðust ánægð með afrakstur ríkisstjórnarsamstarfsins. Sósíalistar óánægðastir með ríkisstjórnina Af kjósendum stjórnarandstöðuflokkanna mældist mesta óánægjan með störf ríkisstjórnarinnar hjá Sósíalistum eða 90 prósentum þeirra, því næst Pírötum 83 prósent og Samfylkingarfólki 77 prósent. 74 prósent kjósenda Flokks fólksins kváðust óánægð með störf ríkisstjórnarinnar, 70 prósent Miðflokksmanna voru óánægð og loks sögðust 62 prósent kjósenda Viðreisnar vera óánægð. Miðflokksmenn óánægðastir með störf stjórnarandstöðu Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar minnkar lítið eitt eða fer úr 42 prósentum á öðrum ársfjórðungi niður í 41 prósent í þriðja ársfjórðungi. Aðeins 14 prósent eru ánægð með störf stjórnarandstöðunnar líkt og á öðrum ársfjórðungi. Mesta óánægjan með störf stjórnarandstöðu mælist hjá kjósendum Miðflokksins eða rúm 62 prósent þeirra. Mesta ánægjan með störf stjórnarandstöðunnar mælist hjá kjósendum Pírata eða tæp 26 prósent þeirra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Könnunin var keyrð út frá júlí til september og nær yfir þriðja ársfjórðung. Fjöldi svarenda telur 4218. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ýmist ánægja eða óánægja mælist með störf ríkisstjórnarinnar á ársfjórðungsfresti. Könnunin sýnir að óánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst lítillega og fer úr 54 prósentum upp í rúm 56 prósenta óánægju. Á öðrum ársfjórðungi sögðust 18 prósent svarenda vera ánægð með störfin en þau eru aðeins 16 prósent samkvæmt nýjustu könnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir alvanalegt að ánægja með ríkisstjórnir taki að dala þegar líður á kjörtímabil.Vísir/Kolbeinn Tumi Grétar Þór Eyþórsson er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri. „Við höfum náttúrulega séð þetta áður. Ríkisstjórnir hafa fallið í áliti hjá fólki eða ánægja með þær minnkað þegar líður á kjörtímabil. Sömuleiðis fylgi flokkanna í flestum tilfellum. Við höfum séð þetta á öllum síðustu ríkisstjórnum nema stjórn þessara sömu flokka þegar hún sat í Covid-ástandinu. Það var undantekningin.“ Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hvað ánægðastir með störf ríkisstjórnarinnar eða tæpur helmingur þeirra en aðeins 16 prósent Sjálfstæðismanna eru óánægðir. Er þetta á pari við það sem þú hefðir fyrir fram talið miðað við þær háværu óánægjuraddir sem við heyrðum til að mynda í sumar í tengslum við tímabundið hvalveiðibann? „Maður hefði nú átt von á því að þetta myndi slá meira út í svona könnun, satt best að segja hefði ég svona fyrir fram „tippað“ á það. Það virðist nú greinilega ekki vera að þetta hafi sett allt úr skorðum hjá Sjálfstæðisflokknum þó svo að Svandís hafi bannað hvalveiðar í sumar. Ég held að það sé það sem maður geti lesið út úr þessu,“ segir Grétar. Af kjósendum ríkisstjórnarflokkanna eru Framsóknarmenn óánægðastir með störfin eða tuttugu og eitt prósent en 20 prósent kjósenda VG kváðust óánægð. Þrjátíu og átta prósent kjósenda Framsóknar sögðust þá ánægð með störfin og þrjátíu og fimm prósent kjósenda VG sögðust ánægð með afrakstur ríkisstjórnarsamstarfsins. Sósíalistar óánægðastir með ríkisstjórnina Af kjósendum stjórnarandstöðuflokkanna mældist mesta óánægjan með störf ríkisstjórnarinnar hjá Sósíalistum eða 90 prósentum þeirra, því næst Pírötum 83 prósent og Samfylkingarfólki 77 prósent. 74 prósent kjósenda Flokks fólksins kváðust óánægð með störf ríkisstjórnarinnar, 70 prósent Miðflokksmanna voru óánægð og loks sögðust 62 prósent kjósenda Viðreisnar vera óánægð. Miðflokksmenn óánægðastir með störf stjórnarandstöðu Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar minnkar lítið eitt eða fer úr 42 prósentum á öðrum ársfjórðungi niður í 41 prósent í þriðja ársfjórðungi. Aðeins 14 prósent eru ánægð með störf stjórnarandstöðunnar líkt og á öðrum ársfjórðungi. Mesta óánægjan með störf stjórnarandstöðu mælist hjá kjósendum Miðflokksins eða rúm 62 prósent þeirra. Mesta ánægjan með störf stjórnarandstöðunnar mælist hjá kjósendum Pírata eða tæp 26 prósent þeirra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57