Fléttur og bleikar slaufur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. október 2023 07:30 Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti. Rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og rúmlega 200 konur greinast á Íslandi með þetta mein ár hvert. Það eru því ekki fáar fjölskyldur sem þurfa að kynnast því sem fylgir því að greinast með krabbamein. Með betri greiningartækni og áhrifaríkari meðferðarúrræðum hafa lífslíkur þó aukist verulega. Ég missti mömmu mína úr krabbameini fyrir rúmum áratug og það er enn sárt að hugsa til þess að hún er ekki með okkur á lífsins stærstu stundum. Ég þekki það eins og svo margir hversu mikilvægt það er að fá dýrmætan stuðning frá vinum og fjölskyldu, hvað samhugur skiptir miklu máli en líka að kerfið okkar virki. Á slíkum stundum getur þjónusta kerfisins við þann sem veikist og fjölskyldu hans skipt öllu máli. Svo einbeitingin geti verið á verkefninu sem blasir við og að vinna úr áfallinu sem fylgir slíkum veikindum. Heilbrigðiskerfið okkar er eitt mikilvægasta kerfi samfélagsins og við erum svo heppin að eiga framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk. En við þurfum að nýta okkur tæknina og nýjar lausnir til að geta veitt enn betri þjónustu og létt á álagi á starfsmenn. Það er því mikilvægt að hið opinbera kaupi og nýti nýjar lausnir í sinni starfsemi, lausnir sem eru til þess fallnar að auka gæði þjónustu og fara betur með fjármagn. Til að stuðla að þessum breytingum kastaði ég út Fléttunni en með henni gefst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nafn á verkefni sem ég setti á fót í fyrra til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfið okkar. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Í síðustu viku var um 100 milljónum úthlutað úr Fléttunni til tólf verkefna en 42 umsóknir bárust að þessu sinni. Öll verkefnin eiga það sameiginlegt að auka skilvirkni og bæta þjónustu við sjúklinga, eins og tvö verkefni sem sérstaklega eru til þess fallin að styðja betur við þá sem greinast með krabbamein og ryðja hindrunum kerfisins úr vegi. Við erum öflugt samfélag sem getur orðið enn öflugra ef rétt er haldið á spilum. Við getum víða gert betur og eigum að byggja upp stuðning kerfisins eins og best verður á kosið. Öll viljum við sýna stuðning og samstöðu þegar alvarleg veikindi ber að garði hjá ættingjum eða vinum. Á föstudaginn skulum við öll gera okkar, sýna samstöðu og stuðning. Verum bleik til að styðja konur með krabbamein. Í minningu þeirra sem eru farnar. Til að styðja þær sem berjast. Til að byggja undir þær sem síðar greinast. Fyrir aðstandendur þeirra allra. Verum bleik fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti. Rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og rúmlega 200 konur greinast á Íslandi með þetta mein ár hvert. Það eru því ekki fáar fjölskyldur sem þurfa að kynnast því sem fylgir því að greinast með krabbamein. Með betri greiningartækni og áhrifaríkari meðferðarúrræðum hafa lífslíkur þó aukist verulega. Ég missti mömmu mína úr krabbameini fyrir rúmum áratug og það er enn sárt að hugsa til þess að hún er ekki með okkur á lífsins stærstu stundum. Ég þekki það eins og svo margir hversu mikilvægt það er að fá dýrmætan stuðning frá vinum og fjölskyldu, hvað samhugur skiptir miklu máli en líka að kerfið okkar virki. Á slíkum stundum getur þjónusta kerfisins við þann sem veikist og fjölskyldu hans skipt öllu máli. Svo einbeitingin geti verið á verkefninu sem blasir við og að vinna úr áfallinu sem fylgir slíkum veikindum. Heilbrigðiskerfið okkar er eitt mikilvægasta kerfi samfélagsins og við erum svo heppin að eiga framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk. En við þurfum að nýta okkur tæknina og nýjar lausnir til að geta veitt enn betri þjónustu og létt á álagi á starfsmenn. Það er því mikilvægt að hið opinbera kaupi og nýti nýjar lausnir í sinni starfsemi, lausnir sem eru til þess fallnar að auka gæði þjónustu og fara betur með fjármagn. Til að stuðla að þessum breytingum kastaði ég út Fléttunni en með henni gefst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nafn á verkefni sem ég setti á fót í fyrra til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfið okkar. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Í síðustu viku var um 100 milljónum úthlutað úr Fléttunni til tólf verkefna en 42 umsóknir bárust að þessu sinni. Öll verkefnin eiga það sameiginlegt að auka skilvirkni og bæta þjónustu við sjúklinga, eins og tvö verkefni sem sérstaklega eru til þess fallin að styðja betur við þá sem greinast með krabbamein og ryðja hindrunum kerfisins úr vegi. Við erum öflugt samfélag sem getur orðið enn öflugra ef rétt er haldið á spilum. Við getum víða gert betur og eigum að byggja upp stuðning kerfisins eins og best verður á kosið. Öll viljum við sýna stuðning og samstöðu þegar alvarleg veikindi ber að garði hjá ættingjum eða vinum. Á föstudaginn skulum við öll gera okkar, sýna samstöðu og stuðning. Verum bleik til að styðja konur með krabbamein. Í minningu þeirra sem eru farnar. Til að styðja þær sem berjast. Til að byggja undir þær sem síðar greinast. Fyrir aðstandendur þeirra allra. Verum bleik fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun