Umfjöllun: Fram - Víkingur 32-24| Framarar í engum vandræðum með Víkinga Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 19. október 2023 18:46 Hart tekist á í leik kvöldsins VÍSIR / PAWEL Fram tók á móti Víkingi í sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Framarar sem voru einu stigi á eftir Víkingum fyrir leikinn áttu í engum vandræðum með nýliðana og unnu góðan átta marka sigur 32-24. Marko Coric kom boltanum oftast í netið í kvöld, alls átta sinnumVÍSIR / PAWEL Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum en þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum voru Framarar byrjaðir að rífa vígtennurnar úr Víkingum og leiddu með þremur mörkum 8-5. Þorfinnur Máni sækir að marki heimamannaVÍSIR / PAWEL Þegar um tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleik leiddu Framarar með fjórum mörkum, 13-9 og héldu áfram að auka muninn jafnt og þétt. Þeir leiddu með sex mörkum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks 17-11. Framarar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum leiddu þeir með tíu mörkum 26-16. Víkingar virtust ekki vera með nein svör við góðum leik Framara og endaði leikurinn með átta marka sigri heimamanna 32-24. Tryggvi Garðar keyrir upp völlinnVÍSIR / PAWEL Afhverju vann Fram? Framarar mættu til leiks frá fyrstu mínútu. Þeir voru virkilega góðir sóknarlega og agaðir varnarlega. Þeir létu Víkinga finna vel fyrir sér og virtist það brjóta Víkinga hægt og rólega niður sem virtust ekki hafa svör við góðum leik Fram. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Fram var Marko Coric illviðráðanlegur á línunni, hann var með átta mörk úr átta skotum. Ívar Logi Styrmisson og Rúnar Kárason voru með sjö mörk hvor. Lárus Helgi Ólafsson var virkilega góður á bak við góða vörn Fram. Hann var með tíu bolta varða, 36% markvörslu. Hjá Víkingum var Halldór Ingi Óskarsson atkvæðamestur með sjö mörk. Hvað gekk illa? Víkingar voru ekki með svör við leik Framara. Þeir nýttu yfirtöluna ekki nógu vel og fóru illa með annars ágætis færi. Í seinni hálfleik virtust þeir pirraðir og gerðu enga almennilega tilraun til þess að koma sér aftur inn í leikinn. Hvað gerist næst? Miðvikudaginn 25. október kl 19:30 taka Víkingar á móti KA í Safamýri. Á sama tíma í Úlfarsárdal taka Framarar á móti HK. Olís-deild karla Fram Víkingur Reykjavík
Fram tók á móti Víkingi í sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Framarar sem voru einu stigi á eftir Víkingum fyrir leikinn áttu í engum vandræðum með nýliðana og unnu góðan átta marka sigur 32-24. Marko Coric kom boltanum oftast í netið í kvöld, alls átta sinnumVÍSIR / PAWEL Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum en þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum voru Framarar byrjaðir að rífa vígtennurnar úr Víkingum og leiddu með þremur mörkum 8-5. Þorfinnur Máni sækir að marki heimamannaVÍSIR / PAWEL Þegar um tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleik leiddu Framarar með fjórum mörkum, 13-9 og héldu áfram að auka muninn jafnt og þétt. Þeir leiddu með sex mörkum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks 17-11. Framarar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum leiddu þeir með tíu mörkum 26-16. Víkingar virtust ekki vera með nein svör við góðum leik Framara og endaði leikurinn með átta marka sigri heimamanna 32-24. Tryggvi Garðar keyrir upp völlinnVÍSIR / PAWEL Afhverju vann Fram? Framarar mættu til leiks frá fyrstu mínútu. Þeir voru virkilega góðir sóknarlega og agaðir varnarlega. Þeir létu Víkinga finna vel fyrir sér og virtist það brjóta Víkinga hægt og rólega niður sem virtust ekki hafa svör við góðum leik Fram. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Fram var Marko Coric illviðráðanlegur á línunni, hann var með átta mörk úr átta skotum. Ívar Logi Styrmisson og Rúnar Kárason voru með sjö mörk hvor. Lárus Helgi Ólafsson var virkilega góður á bak við góða vörn Fram. Hann var með tíu bolta varða, 36% markvörslu. Hjá Víkingum var Halldór Ingi Óskarsson atkvæðamestur með sjö mörk. Hvað gekk illa? Víkingar voru ekki með svör við leik Framara. Þeir nýttu yfirtöluna ekki nógu vel og fóru illa með annars ágætis færi. Í seinni hálfleik virtust þeir pirraðir og gerðu enga almennilega tilraun til þess að koma sér aftur inn í leikinn. Hvað gerist næst? Miðvikudaginn 25. október kl 19:30 taka Víkingar á móti KA í Safamýri. Á sama tíma í Úlfarsárdal taka Framarar á móti HK.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti