Barcelona spilar vanalega í búningi með Spotify merkinu framan á og leikvangur þeirra sem áður hét Camp Nou var endurskírður Spotify Camp Nou. Auglýsingin framan á treyjunni mun breytast fyrir stórleik helgarinnar gegn Real Madrid, ekki ósvipað því sem Barcelona gerði í fyrra en þá var það tónlistarmaðurinn Drake sem myndskreytti treyjuna.
DONE DEAL! 🤘💥
— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 19, 2023
🚨🤝🗞️ FC Barcelona and @RollingStones sign deal ahead of the next #ElClásico thanks to @Spotify . 28/10/2023 👅 pic.twitter.com/bfH7tpw5Lp
Í myndbandinu sést Mick Jagger, aðalsöngvari hljómsveitarinnar, skælbrosandi með nýju treyjuna. Robert Lewandowski, Raphina og Pedri, leikmenn Barcelona, sýndu svo glæsileg danspor sem svipuðu til söngvarans.
We got the mooooooves like @MickJagger 🕺 #MoveLikeBarça 👅@Spotify @RollingStones 🤘 pic.twitter.com/EQdKHycRi7
— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 19, 2023
Barcelona situr í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Real Madrid í fyrsta sætinu. Milli risanna tveggja er svo Girona sem mætir botnliði Almería á sunnudag.
Leikur Barcelona og Real Madrid fer fram á laugardag kl. 14:15.