Pétur: Þýðir ekkert að gefast upp í hálfleik Andri Már Eggertsson skrifar 19. október 2023 21:30 Pétur Ingvarsson var ánægður eftir sigur gegn Val Keflavík Keflavík vann Val með minnsta mun 87-86. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður með sigurinn. „Þeir voru búnir að ræna af okkur 39 mínútum og 58 sekúndum. Nei þetta var ekkert rán við áttum þetta skilið,“ sagði Pétur Ingvarsson aðspurður hvort þessi sigur hafi verið rán. Keflvíkingar voru ekki góðir í fyrri hálfleik og voru heppnir að hafa aðeins verið tólf stigum undir í hálfleik 39-51. „Í hálfleik breyttum við áherslunum sem voru ekki að virka í fyrri hálfleik og þá lagaðist þetta. Við vorum ekki að berjast af fullum krafti í fyrri hálfleik en það kom í seinni hálfleik og menn fóru að spila meira saman.“ Pétur var ánægður með hvernig hans menn byrjuðu seinni hálfleik og sagði að munurinn hafi ekki verið mikill. „Tólf stig er ekki neitt í körfubolta. Þetta eru fjórar sóknir og fjórar góðar varnir og þá ertu kominn inn í leikinn aftur og það þýðir ekkert að gefast upp þó maður sé undir í hálfleik.“ Remy Martin, Bandaríkjamaður Keflavíkur, hefur fengið mikla gagnrýni en hann gerði sigurkörfuna í kvöld. „Mér finnst hann ekki hafa spilað á getu og við vitum að hann getur meira. Hann er aðeins að komast í takt við liðið og vonandi er þetta fyrsti leikurinn þar sem takturinn fer að koma og síðan er erfiður leikur gegn Njarðvík á sunnudaginn og síðan aftur gegn Stjörnunni á fimmtudaginn. Vonandi kemur takturinn hjá honum núna.“ En hvað hefur vantað í hans leik að mati Péturs? „Við erum að vinna saman og þetta er lið. Það er mitt hlutverk og leikmanna að gera þetta saman og finna lausnir. Við þurfum að finna lausnir alveg sama hvað það er og ég er enginn sérfærðingur og þeir eru ekki bestu körfuboltamenn í heimi sem geta gert þetta án þess að við vinnum saman og finnum lausnir. Vonandi hjálpar leikurinn í kvöld upp á sjálfstraustið,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira
„Þeir voru búnir að ræna af okkur 39 mínútum og 58 sekúndum. Nei þetta var ekkert rán við áttum þetta skilið,“ sagði Pétur Ingvarsson aðspurður hvort þessi sigur hafi verið rán. Keflvíkingar voru ekki góðir í fyrri hálfleik og voru heppnir að hafa aðeins verið tólf stigum undir í hálfleik 39-51. „Í hálfleik breyttum við áherslunum sem voru ekki að virka í fyrri hálfleik og þá lagaðist þetta. Við vorum ekki að berjast af fullum krafti í fyrri hálfleik en það kom í seinni hálfleik og menn fóru að spila meira saman.“ Pétur var ánægður með hvernig hans menn byrjuðu seinni hálfleik og sagði að munurinn hafi ekki verið mikill. „Tólf stig er ekki neitt í körfubolta. Þetta eru fjórar sóknir og fjórar góðar varnir og þá ertu kominn inn í leikinn aftur og það þýðir ekkert að gefast upp þó maður sé undir í hálfleik.“ Remy Martin, Bandaríkjamaður Keflavíkur, hefur fengið mikla gagnrýni en hann gerði sigurkörfuna í kvöld. „Mér finnst hann ekki hafa spilað á getu og við vitum að hann getur meira. Hann er aðeins að komast í takt við liðið og vonandi er þetta fyrsti leikurinn þar sem takturinn fer að koma og síðan er erfiður leikur gegn Njarðvík á sunnudaginn og síðan aftur gegn Stjörnunni á fimmtudaginn. Vonandi kemur takturinn hjá honum núna.“ En hvað hefur vantað í hans leik að mati Péturs? „Við erum að vinna saman og þetta er lið. Það er mitt hlutverk og leikmanna að gera þetta saman og finna lausnir. Við þurfum að finna lausnir alveg sama hvað það er og ég er enginn sérfærðingur og þeir eru ekki bestu körfuboltamenn í heimi sem geta gert þetta án þess að við vinnum saman og finnum lausnir. Vonandi hjálpar leikurinn í kvöld upp á sjálfstraustið,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira