Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2023 10:41 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að sjúkrasjóður félagsins hafi ákveðið að taka þátt í kostnaði við útför manns sem lést í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða í vikunni þrátt fyrir að hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Stöð 2/Ívar Fannar Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð. Adrian Wisniewski Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að faðir sinn hefði búið við hrikalegar aðstæður í iðnaðarhúsnæðinu. Hann stæði ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. Þá sagði hann föður sinn hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Í fyrstu hafi hann unnið við byggingariðnað í Borgarnesi en síðustu tvö ár hafi hann verið á atvinnuleysisbótum. Hann kvaðst ekki vita hvernig hann ætti að standa straum af útfararkostnaði. Enga hjálp virtist vera að fá hjá Eflingu, stéttarfélagi föður hans. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvatti í vikunni félagsfólk Eflingar sem byggi í húsnæðinu á Funahöfða til að hafa samband við félagið. Sólveig segir að þegar sonur mannsins hafi haft samband við stéttarfélagið eftir slysið hafi starfsmaður Eflingar bent á að faðir hans hefði ekki greitt nóg til félagsins til að það tæki þátt í útfararkostnaðinum. Félagið hafi þó aðrar leiðir til að aðstoða fólk í þessari neyð og því hafi verið ákveðið að aðstoða aðstandendur mannsins til að standa straum í útfararkostnaðinum. „Félagið hefur nú sett sig í samband við son mannsins sem lést við þessar hræðilegu aðstæður. Þegar fólk sem ætti að vera félagsfólk í Eflingu en hefur ekki að einhverjum ástæðum ekki náð að vinna sér inn réttindi getur stjórn sjúkrasjóðsins liðsinnt fólki og það höfum við gert og munum halda áfram að gera. Við getum veitt margvíslega aðstoð en það er í höndum sjóðsins að taka ákvörðun um það,“ segir Sólveig. Sonur mannsins sem lést í slysinu sagði í frétt Stöðvar 2 í gær að eigendur hússins hefðu ekki sett sig í samband við sig síðustu í kjölfar slyssins og sér þætti það sorglegt. Hann tjáði fréttastofu í morgun að eftir fréttina í gær hefðu eigendurnir sett sig í samband við sig og boðist til að taka þátt í útfararkostnaðinum. Bruni á Funahöfða Kjaramál Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Adrian Wisniewski Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að faðir sinn hefði búið við hrikalegar aðstæður í iðnaðarhúsnæðinu. Hann stæði ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. Þá sagði hann föður sinn hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Í fyrstu hafi hann unnið við byggingariðnað í Borgarnesi en síðustu tvö ár hafi hann verið á atvinnuleysisbótum. Hann kvaðst ekki vita hvernig hann ætti að standa straum af útfararkostnaði. Enga hjálp virtist vera að fá hjá Eflingu, stéttarfélagi föður hans. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvatti í vikunni félagsfólk Eflingar sem byggi í húsnæðinu á Funahöfða til að hafa samband við félagið. Sólveig segir að þegar sonur mannsins hafi haft samband við stéttarfélagið eftir slysið hafi starfsmaður Eflingar bent á að faðir hans hefði ekki greitt nóg til félagsins til að það tæki þátt í útfararkostnaðinum. Félagið hafi þó aðrar leiðir til að aðstoða fólk í þessari neyð og því hafi verið ákveðið að aðstoða aðstandendur mannsins til að standa straum í útfararkostnaðinum. „Félagið hefur nú sett sig í samband við son mannsins sem lést við þessar hræðilegu aðstæður. Þegar fólk sem ætti að vera félagsfólk í Eflingu en hefur ekki að einhverjum ástæðum ekki náð að vinna sér inn réttindi getur stjórn sjúkrasjóðsins liðsinnt fólki og það höfum við gert og munum halda áfram að gera. Við getum veitt margvíslega aðstoð en það er í höndum sjóðsins að taka ákvörðun um það,“ segir Sólveig. Sonur mannsins sem lést í slysinu sagði í frétt Stöðvar 2 í gær að eigendur hússins hefðu ekki sett sig í samband við sig síðustu í kjölfar slyssins og sér þætti það sorglegt. Hann tjáði fréttastofu í morgun að eftir fréttina í gær hefðu eigendurnir sett sig í samband við sig og boðist til að taka þátt í útfararkostnaðinum.
Bruni á Funahöfða Kjaramál Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58
Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41
Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01