Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2023 17:11 Alex Jones verður líklega að borga skaðabætur alla ævina. AP/Tyler Sizemore Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones rekur miðilinn InfoWars þar sem hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Í gegnum árin hefur hann ítrekað haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa áreitt foreldrana og ógnað þeim. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar í fyrra að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,4 milljarða dala. Það samsvarar rúmlega 191 milljarði króna. Jones sagðist ekki vera borgunarmaður fyrir þessum miskabótum. Þrátt fyrir að hafa sótt um gjaldþrotaskipti virðist Jones lifa í vellystingum en málaferli foreldrana hafa verið sett í biðstöðu meðan ákveðið er hve mikið hann getur greitt þeim og öðrum skuldunautum sínum. Nýr úrskurður dómarans Christopher Lopez, felur í sér að Jones getur ekki lýst yfir gjaldþroti, selt fyrirtæki sitt, afhent foreldrunum hagnaðinn af því og stofnað nýtt fyrirtæki, samkvæmt frétt New York Times. Umræddur úrskurður snýst um 1,1 milljarð dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ekki að öllum skaðabótunum sem hann hefur verið dæmdur til að greiða. Önnur málaferli standa yfir og gæti Jones verið dæmdur til að greiða öðrum foreldrum enn meiri skaðabætur. Fréttaveitan hefur eftir lögmanni foreldranna að þau séu ánægð með úrskurðinn og það að Jones muni ekki komast hjá því að bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum með því að lýsa sig gjaldþrota. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38 Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. 10. nóvember 2022 21:40 Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones rekur miðilinn InfoWars þar sem hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Í gegnum árin hefur hann ítrekað haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa áreitt foreldrana og ógnað þeim. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar í fyrra að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,4 milljarða dala. Það samsvarar rúmlega 191 milljarði króna. Jones sagðist ekki vera borgunarmaður fyrir þessum miskabótum. Þrátt fyrir að hafa sótt um gjaldþrotaskipti virðist Jones lifa í vellystingum en málaferli foreldrana hafa verið sett í biðstöðu meðan ákveðið er hve mikið hann getur greitt þeim og öðrum skuldunautum sínum. Nýr úrskurður dómarans Christopher Lopez, felur í sér að Jones getur ekki lýst yfir gjaldþroti, selt fyrirtæki sitt, afhent foreldrunum hagnaðinn af því og stofnað nýtt fyrirtæki, samkvæmt frétt New York Times. Umræddur úrskurður snýst um 1,1 milljarð dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ekki að öllum skaðabótunum sem hann hefur verið dæmdur til að greiða. Önnur málaferli standa yfir og gæti Jones verið dæmdur til að greiða öðrum foreldrum enn meiri skaðabætur. Fréttaveitan hefur eftir lögmanni foreldranna að þau séu ánægð með úrskurðinn og það að Jones muni ekki komast hjá því að bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum með því að lýsa sig gjaldþrota.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38 Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. 10. nóvember 2022 21:40 Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38
Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. 10. nóvember 2022 21:40
Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“