Hermaðurinn, hinn 23 ára gamli Travis King, sinnti herskyldu í Suður-Kóreu en var í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. Herinn ætlaði að senda Travis heim til Bandaríkjanna en hann hafði þá áður verið handtekinn í Suður-Kóreu fyrir eignaspjöll. Í kynningarferðinni tókst honum að sleppa.
Eins og fyrr segir héldu Norður-Kóreumenn hermanninum í tvo mánuði og tóku Bandaríkjamenn við honum í september á þessu ári. Samkvæmt NBC er lítið vitað hvernig komið var fram við Travis í varðhaldi Norður-Kóreumanna en hann er sagður hafa verið við góða heilsu eftir mánuðina tvo.
Ákæran gegn hermanninum er í átta liðum. Auk liðhlaups er Travis ákærður fyrir misneytingu með því að hafa neytt ungmenni til framleiðslu barnakláms á samfélagsmiðlinum Snapchat. Þá er hann einnig ákærður fyrir vörslur barnakláms og líkamsárás.
Lögmenn Travis segja að taka verði öllum fréttum með fyrirvara og biður fólk að fordæma ekki gjörðir hans.