Fjórar breytingar á Liverpool liðinu | Engar hjá Everton Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2023 11:03 Mohamed Salah glímir við Vitaliy Mykolenko og Dwight McNeil Byrjunarlið Liverpool og Everton hafa verið gerð opinber fyrir leik liðanna í 9. umferð ensku úrvalsdeildinnar. Jurgen Klopp gerir fjórar breytingar frá 2-2 jafnteflinu gegn Brighton í síðustu umferð, Sean Dyche gerir engar breytingar á Everton liðinu frá 3-0 sigrinum gegn Bournemouth í síðustu umferð. Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, verður frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir á öxl í landsleik með Skotlandi á dögunum. Hann gengst bráðlega undir skurðhnífinn og spilar að öllum líkindum ekki fyrr en eftir að minnsta kosti þrjá mánuði. Kostas Tsimikas tekur hans stöðu á vellinum í dag en Jurgen Klopp, þjálfari liðsins, sagði á blaðamannafundi í gær að Joe Gomez væri sömuleiðis líklegur til að spila vinstra megin í fjarveru Robertson. Ibrahima Konaté kemur inn fyrir Joel Matip í vörnina við hlið Virgil Van Dijk, Trent Alexander-Arnold stillir sér svo upp í hægri bakverðinum. Ein breyting er gerð á miðsvæðinu en Ryan Gravenberch kemur inn fyrir Harvey Elliott og spilar sinn fyrsta leik sem byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni, auk hans eru það þeir Dominik Szoboslai og Alexis Mac Allister sem mynda þriggja manna miðjuna. Diogo Jota er fremsti maður á meðan Darwin Nunez vermir varamannabekkinn, Mohamed Salah og Luis Díaz eru úti á köntunum. Í marki Everton stendur Jordan Pickford vaktina að vana með James Tarkowski og Jarrad Branthwaite fyrir framan sig. Vitaly Mykolenko og Ashley Young eru hægri og vinstri bakvörður. James Garnes og Amadou Onana sitja saman á miðsvæðinu með Jack Harrison hægra megin og Dwight McNeil vinstra megin. Dominic Calwert Lewin leiðir línuna með Abdoulaye Doucouré í holunni fyrir aftan sig. Idrassa Gana Gueye er kominn aftur í hópinn en fær sér sæti á varamannabekknum eftir að hafa meiðst lítillega í upphitun fyrir síðasta leik. Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, verður frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir á öxl í landsleik með Skotlandi á dögunum. Hann gengst bráðlega undir skurðhnífinn og spilar að öllum líkindum ekki fyrr en eftir að minnsta kosti þrjá mánuði. Kostas Tsimikas tekur hans stöðu á vellinum í dag en Jurgen Klopp, þjálfari liðsins, sagði á blaðamannafundi í gær að Joe Gomez væri sömuleiðis líklegur til að spila vinstra megin í fjarveru Robertson. Ibrahima Konaté kemur inn fyrir Joel Matip í vörnina við hlið Virgil Van Dijk, Trent Alexander-Arnold stillir sér svo upp í hægri bakverðinum. Ein breyting er gerð á miðsvæðinu en Ryan Gravenberch kemur inn fyrir Harvey Elliott og spilar sinn fyrsta leik sem byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni, auk hans eru það þeir Dominik Szoboslai og Alexis Mac Allister sem mynda þriggja manna miðjuna. Diogo Jota er fremsti maður á meðan Darwin Nunez vermir varamannabekkinn, Mohamed Salah og Luis Díaz eru úti á köntunum. Í marki Everton stendur Jordan Pickford vaktina að vana með James Tarkowski og Jarrad Branthwaite fyrir framan sig. Vitaly Mykolenko og Ashley Young eru hægri og vinstri bakvörður. James Garnes og Amadou Onana sitja saman á miðsvæðinu með Jack Harrison hægra megin og Dwight McNeil vinstra megin. Dominic Calwert Lewin leiðir línuna með Abdoulaye Doucouré í holunni fyrir aftan sig. Idrassa Gana Gueye er kominn aftur í hópinn en fær sér sæti á varamannabekknum eftir að hafa meiðst lítillega í upphitun fyrir síðasta leik.
Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira