Vinícius hrósaði Sevilla fyrir að reka rasískan aðdáanda af velli Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2023 09:30 Úr leik Real Madrid gegn Valencia síðastliðinn maí þar sem leikmaðurinn varð einnig fyrir kynþáttahatri og fagnaði marki með því að benda á aðdáendurna sem beittu hann því. Getty/Mateo Villalba Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, hefur hrósað Sevilla fyrir skjót og góð viðbrögð við meintu kynþáttahatri sem hann varð fyrir í leik liðanna. Hann sagði þetta vera nítjánda skiptið sem hann verði slíkum fordómum og biðlar til spænskra yfirvalda að athafna sig í þeim málaflokki. Sevilla rak aðdáanda sinn burt af leikvangnum í 1-1 jafntefli gegn Real í gærkvöldi og tilkynnti hann til lögreglu. Félagið gaf út tilkynningu um málið skömmu síðar þar sem aðdáandinn er sagður hafa sýnt „rasíska hegðun og útlendingahatur“. Ekki kemur fram nákvæmlega hvað var gert eða sagt og hvert skotmark hans var en Vinícius setti inn færslu á samfélagsmiðlasíður sínar eftir leik þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir barðinu. Vinicíus kallaði þetta sorglegt atvik og þakkaði Sevilla fyrir sín viðbrögð við málinu en kvaðst hafa annað myndband í höndum þar sem aðdáandi á barnsaldri sýnir rasíska hegðun. Parabéns ao Sevilla pelo rápido posicionamento e pela punição em mais um triste episódio para o futebol espanhol.Infelizmente, tive acesso a um vídeo com outro ato racista na partida deste sábado, dessa vez praticado por uma criança. Lamento muito que não haja ninguém para… pic.twitter.com/azlZ7ccPNZ— Vini Jr. (@vinijr) October 21, 2023 Hann kallaði eftir því að spænsk yfirvöld blönduðu sér í málið og færu að sækja menn til saka. Einnig bendir hann á fáfræðina sem býr að baki slíkri hegðun og sagði mikilvægt að fræða fólk um afleiðingarnar sem henni fylgja, líkt og hann hefur gert í heimalandi sínu Brasilíu. Vinicíus sagði þetta nítjánda einstaka atvikið sem hann verður fyrir. Fyrr í mánuðinum bar leikmaðurinn vitnisburð og afhendi sönnunargögn í réttarhöldum gegn þremur aðdáendum Valencia vegna atviks í leik liðsins gegn Real Madrid síðastliðinn maí. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Sevilla rak aðdáanda sinn burt af leikvangnum í 1-1 jafntefli gegn Real í gærkvöldi og tilkynnti hann til lögreglu. Félagið gaf út tilkynningu um málið skömmu síðar þar sem aðdáandinn er sagður hafa sýnt „rasíska hegðun og útlendingahatur“. Ekki kemur fram nákvæmlega hvað var gert eða sagt og hvert skotmark hans var en Vinícius setti inn færslu á samfélagsmiðlasíður sínar eftir leik þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir barðinu. Vinicíus kallaði þetta sorglegt atvik og þakkaði Sevilla fyrir sín viðbrögð við málinu en kvaðst hafa annað myndband í höndum þar sem aðdáandi á barnsaldri sýnir rasíska hegðun. Parabéns ao Sevilla pelo rápido posicionamento e pela punição em mais um triste episódio para o futebol espanhol.Infelizmente, tive acesso a um vídeo com outro ato racista na partida deste sábado, dessa vez praticado por uma criança. Lamento muito que não haja ninguém para… pic.twitter.com/azlZ7ccPNZ— Vini Jr. (@vinijr) October 21, 2023 Hann kallaði eftir því að spænsk yfirvöld blönduðu sér í málið og færu að sækja menn til saka. Einnig bendir hann á fáfræðina sem býr að baki slíkri hegðun og sagði mikilvægt að fræða fólk um afleiðingarnar sem henni fylgja, líkt og hann hefur gert í heimalandi sínu Brasilíu. Vinicíus sagði þetta nítjánda einstaka atvikið sem hann verður fyrir. Fyrr í mánuðinum bar leikmaðurinn vitnisburð og afhendi sönnunargögn í réttarhöldum gegn þremur aðdáendum Valencia vegna atviks í leik liðsins gegn Real Madrid síðastliðinn maí.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira