Strømsgodset tók á móti Odd Grenland en liðið voru fyrir leikinn í 8. og 9. sæti. Heimamenn unnu mikilvægan 3-1 sigur þar sem Logi lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Eirik Andersen. Logi lék 82. mínútur á vinstri vængnum og vakti frammistaða hans lukku á Twitter.
Stoðsendingarvélin Logi Tómasson byrjaður að hægelda menn á vinstri vængnum hjá Strømsgodset. Fyrsta stoðsendinginn í dag gegn Odd. Verið geggjaður í síðari hálfleiknum. #fotboltinet pic.twitter.com/ElLHVScsTn
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) October 22, 2023
Sex leikir voru á dagskrá í norsku úrvalsdeildinni í dag. Bodo/Glimt er komið í nokkuð þægilega stöðu á toppnum með sex stiga forskot á Viking eftir 4-3 sigur í miklum markaleik gegn Sandefjord í gær en Viking getur minnkað muninn ef liðið leggur Tromsö að velli á eftir.
Úrslit dagsins
Lillestrom - Valerenga 2-0
Aalesund - Sarpsborg 3-2
HamKam - Haugesund 0-3
Rosenborg - Stabaek 1-1
Stromsgodset - Odd Grenland 3-1
Viking - Tromso: Leikurinn hefst kl. 17:15.