Man. City fordæmir níðsöngva stuðningsmanna sinna um Sir Bobby Charlton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 07:21 Manchester United goðsögnin Sir Bobby Charlton var 86 ára gamall þegar hann lést um helgina. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON Manchester City ætlar að leita uppi þá aðila úr stuðningsmannahópi félagsins sem urðu vísir að því að syngja óskemmtilega söngva um Manchester United goðsögnina Sir Bobby Charlton sem lést um helgina. Forráðamenn City fordæma hegðun þessa litla hóps stuðningsmanna sinna og mun beita þá viðurlögum.Charlton lést á laugardaginn 86 ára gamall. Hann er stærsta hetjan í sögu Manchester United, nágranna Manchester City. Manchester City say they will take action after a "small number of individuals" were heard singing offensive chants following the death of Sir Bobby Charlton.— BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2023 Söngvarnir heyrðust á meðan leik Manchester City og Brighton and Hove Albion stóð yfir. City sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem fór fram í stúkunni. Manchester City fordæmir þar þessa níðsöngva stuðningsmanna sinna um Sir Bobby Charlton og kallar eftir öllum upplýsingum sem geta hjálpað félaginu að leita þá uppi. The Premier League is appalled to hear reports of chanting related to Sir Bobby Charlton at yesterday s game at Etihad Stadium. We welcome Manchester City seeking information on those responsible and will support any subsequent action.— Premier League (@premierleague) October 22, 2023 Félagið mun skoða öryggismyndbönd sem munu hjálpa til að finna þessa aðila og notaði líka tækifærið og þakkaði þeim fyrir sem höfðu komið upplýsingum um þessa hegðun á framfæri við félagið. Enska úrvalsdeildin sendi líka frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að menn þar á bæ hafi blöskrað að heyra af þessum níðsöngvum. Forráðamenn deildarinnar fagna því hvernig City hefur tekið á þessu máli og mun bæði aðstoða félagið sem og styðja aðgerðir City vegna málsins. Manchester United mun taka á móti Manchester City í næsta heimaleik sínum í ensku úrvalsdeildinni en hann fer fram 29. október næstkomandi. Manchester City are appealing for information after some fans allegedly sang offensive chants about Sir Bobby Charlton, who died on Saturday morning. pic.twitter.com/d3g78HHWdT— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 22, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Forráðamenn City fordæma hegðun þessa litla hóps stuðningsmanna sinna og mun beita þá viðurlögum.Charlton lést á laugardaginn 86 ára gamall. Hann er stærsta hetjan í sögu Manchester United, nágranna Manchester City. Manchester City say they will take action after a "small number of individuals" were heard singing offensive chants following the death of Sir Bobby Charlton.— BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2023 Söngvarnir heyrðust á meðan leik Manchester City og Brighton and Hove Albion stóð yfir. City sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem fór fram í stúkunni. Manchester City fordæmir þar þessa níðsöngva stuðningsmanna sinna um Sir Bobby Charlton og kallar eftir öllum upplýsingum sem geta hjálpað félaginu að leita þá uppi. The Premier League is appalled to hear reports of chanting related to Sir Bobby Charlton at yesterday s game at Etihad Stadium. We welcome Manchester City seeking information on those responsible and will support any subsequent action.— Premier League (@premierleague) October 22, 2023 Félagið mun skoða öryggismyndbönd sem munu hjálpa til að finna þessa aðila og notaði líka tækifærið og þakkaði þeim fyrir sem höfðu komið upplýsingum um þessa hegðun á framfæri við félagið. Enska úrvalsdeildin sendi líka frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að menn þar á bæ hafi blöskrað að heyra af þessum níðsöngvum. Forráðamenn deildarinnar fagna því hvernig City hefur tekið á þessu máli og mun bæði aðstoða félagið sem og styðja aðgerðir City vegna málsins. Manchester United mun taka á móti Manchester City í næsta heimaleik sínum í ensku úrvalsdeildinni en hann fer fram 29. október næstkomandi. Manchester City are appealing for information after some fans allegedly sang offensive chants about Sir Bobby Charlton, who died on Saturday morning. pic.twitter.com/d3g78HHWdT— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 22, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira