Mourinho sá rautt, lét Gomez heyra það og missir af næsta leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 11:01 „Já ég er að tala við þig,“ gæti José Mourinho verið að segja hér. Silvia Lore/Getty Images Þrátt fyrir að vera orðinn sextugur á knattspyrnuþjálfarinn José Mourinho það til að leyfa skapi sínu að hlaupa með sig í gönur. Það gerðist síðast í gær, sunnudag, þegar lið hans vann mikilvægan sigur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Frá því að Mourinho steig inn á stóra sviðið snemma á þessari öld hefur hann verið duglegur að koma sér á forsíður blaðanna. Hann vekur alla jafna mikla athygli og virðist einfaldlega elska að vera í sviðsljósinu. Þessi sextugi Portúgali er í dag þjálfari Roma á Ítalíu og þó langt sé síðan bæði félagið og José voru í titilbaráttu þá hefur hann engu gleymt. Stephan El Shaarawy tryggði Roma 1-0 sigur á Monza með marki á ögurstundu. Gestirnir í Monza höfðu verið manni færri í nærri klukkustund og lengi vel virtist sem Rómverjum myndi ekki takast að brjóta múrinn. Uppbótartími leiksins var töluverður og það var þá sem Mourinho sendi gestunum skýr skilaboð með ýmsum handabendingum. Virtist hann ýja að því að þeir vældu og töluðu einfaldlega of mikið. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. José Mourinho was sent off again. He will miss Roma's next Serie A match against his former side Inter. pic.twitter.com/knndWUdDDl— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) October 22, 2023 Mourinho var í vígahug er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik og þar fékk Papu Gómez, leikmaður AC Monza, að finna fyrir því. Sá var nýverið dæmdur í langt bann eftir að ólögleg efni fundust í blóðsýni hans. Ekki er langt síðan Gómez var spurður út í Mourinho en sagði hann þá að sín eina minning af Portúgalanum geðþekka hefði verið þegar Sevilla lagði lið hans í úrslitum Evrópudeildarinnar síðastliðið vor. Mourinho sagði við blaðamenn að hann væri með kvef en hann ætlaði sér alls ekki að taka neitt hóstasaft þar sem það gætu leynst einhver ólögleg efni í því. Þar sem Mourinho var rekinn upp í stúku missir hann af næsta leik Rómar sem er gegn hans gamla félagi Inter á sunnudaginn kemur, 29. október. Inter trónir á toppi Serie A með 22 stig að loknum níu leikjum á meðan Roma er í 7. sæti með 14 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Frá því að Mourinho steig inn á stóra sviðið snemma á þessari öld hefur hann verið duglegur að koma sér á forsíður blaðanna. Hann vekur alla jafna mikla athygli og virðist einfaldlega elska að vera í sviðsljósinu. Þessi sextugi Portúgali er í dag þjálfari Roma á Ítalíu og þó langt sé síðan bæði félagið og José voru í titilbaráttu þá hefur hann engu gleymt. Stephan El Shaarawy tryggði Roma 1-0 sigur á Monza með marki á ögurstundu. Gestirnir í Monza höfðu verið manni færri í nærri klukkustund og lengi vel virtist sem Rómverjum myndi ekki takast að brjóta múrinn. Uppbótartími leiksins var töluverður og það var þá sem Mourinho sendi gestunum skýr skilaboð með ýmsum handabendingum. Virtist hann ýja að því að þeir vældu og töluðu einfaldlega of mikið. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. José Mourinho was sent off again. He will miss Roma's next Serie A match against his former side Inter. pic.twitter.com/knndWUdDDl— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) October 22, 2023 Mourinho var í vígahug er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik og þar fékk Papu Gómez, leikmaður AC Monza, að finna fyrir því. Sá var nýverið dæmdur í langt bann eftir að ólögleg efni fundust í blóðsýni hans. Ekki er langt síðan Gómez var spurður út í Mourinho en sagði hann þá að sín eina minning af Portúgalanum geðþekka hefði verið þegar Sevilla lagði lið hans í úrslitum Evrópudeildarinnar síðastliðið vor. Mourinho sagði við blaðamenn að hann væri með kvef en hann ætlaði sér alls ekki að taka neitt hóstasaft þar sem það gætu leynst einhver ólögleg efni í því. Þar sem Mourinho var rekinn upp í stúku missir hann af næsta leik Rómar sem er gegn hans gamla félagi Inter á sunnudaginn kemur, 29. október. Inter trónir á toppi Serie A með 22 stig að loknum níu leikjum á meðan Roma er í 7. sæti með 14 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira