Mourinho sá rautt, lét Gomez heyra það og missir af næsta leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 11:01 „Já ég er að tala við þig,“ gæti José Mourinho verið að segja hér. Silvia Lore/Getty Images Þrátt fyrir að vera orðinn sextugur á knattspyrnuþjálfarinn José Mourinho það til að leyfa skapi sínu að hlaupa með sig í gönur. Það gerðist síðast í gær, sunnudag, þegar lið hans vann mikilvægan sigur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Frá því að Mourinho steig inn á stóra sviðið snemma á þessari öld hefur hann verið duglegur að koma sér á forsíður blaðanna. Hann vekur alla jafna mikla athygli og virðist einfaldlega elska að vera í sviðsljósinu. Þessi sextugi Portúgali er í dag þjálfari Roma á Ítalíu og þó langt sé síðan bæði félagið og José voru í titilbaráttu þá hefur hann engu gleymt. Stephan El Shaarawy tryggði Roma 1-0 sigur á Monza með marki á ögurstundu. Gestirnir í Monza höfðu verið manni færri í nærri klukkustund og lengi vel virtist sem Rómverjum myndi ekki takast að brjóta múrinn. Uppbótartími leiksins var töluverður og það var þá sem Mourinho sendi gestunum skýr skilaboð með ýmsum handabendingum. Virtist hann ýja að því að þeir vældu og töluðu einfaldlega of mikið. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. José Mourinho was sent off again. He will miss Roma's next Serie A match against his former side Inter. pic.twitter.com/knndWUdDDl— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) October 22, 2023 Mourinho var í vígahug er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik og þar fékk Papu Gómez, leikmaður AC Monza, að finna fyrir því. Sá var nýverið dæmdur í langt bann eftir að ólögleg efni fundust í blóðsýni hans. Ekki er langt síðan Gómez var spurður út í Mourinho en sagði hann þá að sín eina minning af Portúgalanum geðþekka hefði verið þegar Sevilla lagði lið hans í úrslitum Evrópudeildarinnar síðastliðið vor. Mourinho sagði við blaðamenn að hann væri með kvef en hann ætlaði sér alls ekki að taka neitt hóstasaft þar sem það gætu leynst einhver ólögleg efni í því. Þar sem Mourinho var rekinn upp í stúku missir hann af næsta leik Rómar sem er gegn hans gamla félagi Inter á sunnudaginn kemur, 29. október. Inter trónir á toppi Serie A með 22 stig að loknum níu leikjum á meðan Roma er í 7. sæti með 14 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Frá því að Mourinho steig inn á stóra sviðið snemma á þessari öld hefur hann verið duglegur að koma sér á forsíður blaðanna. Hann vekur alla jafna mikla athygli og virðist einfaldlega elska að vera í sviðsljósinu. Þessi sextugi Portúgali er í dag þjálfari Roma á Ítalíu og þó langt sé síðan bæði félagið og José voru í titilbaráttu þá hefur hann engu gleymt. Stephan El Shaarawy tryggði Roma 1-0 sigur á Monza með marki á ögurstundu. Gestirnir í Monza höfðu verið manni færri í nærri klukkustund og lengi vel virtist sem Rómverjum myndi ekki takast að brjóta múrinn. Uppbótartími leiksins var töluverður og það var þá sem Mourinho sendi gestunum skýr skilaboð með ýmsum handabendingum. Virtist hann ýja að því að þeir vældu og töluðu einfaldlega of mikið. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. José Mourinho was sent off again. He will miss Roma's next Serie A match against his former side Inter. pic.twitter.com/knndWUdDDl— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) October 22, 2023 Mourinho var í vígahug er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik og þar fékk Papu Gómez, leikmaður AC Monza, að finna fyrir því. Sá var nýverið dæmdur í langt bann eftir að ólögleg efni fundust í blóðsýni hans. Ekki er langt síðan Gómez var spurður út í Mourinho en sagði hann þá að sín eina minning af Portúgalanum geðþekka hefði verið þegar Sevilla lagði lið hans í úrslitum Evrópudeildarinnar síðastliðið vor. Mourinho sagði við blaðamenn að hann væri með kvef en hann ætlaði sér alls ekki að taka neitt hóstasaft þar sem það gætu leynst einhver ólögleg efni í því. Þar sem Mourinho var rekinn upp í stúku missir hann af næsta leik Rómar sem er gegn hans gamla félagi Inter á sunnudaginn kemur, 29. október. Inter trónir á toppi Serie A með 22 stig að loknum níu leikjum á meðan Roma er í 7. sæti með 14 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira