Stóru viðskiptabankarnir þrír lokaðir á morgun Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2023 16:35 Landsbankinn, Íslandsbanki, og Arion banki munu loka útibúum sínum vegna kvennaverkfallsins. Vísir Landsbankinn og Íslandsbanki munu loka útibúum sínum um allt land vegna kvennaverkfallsins á morgun. Fyrr í dag var greint frá því að Arion banki myndi loka af sömu ástæðu. Þar af leiðandi verða útibú stóru viðskiptabankanna þriggja lokuð. Í tilkynningu á vef Landsbankans er bent á að 81 prósent starfsfólks bankans séu konur og að margar þeirra muni taka þátt í verkfallinu á morgun og leggja niður störf allan daginn. Útibú og afgreiðslur bankans verði því lokaðar en þjónustuver og netspjall á vef bankans verði opið, en fáliðað. Samskonar tilkynningu er að finna á vef Íslandsbanka. „Íslandsbanki leggur sig fram um að styðja starfsfólk sitt sem kýs að taka þátt í þessum baráttudegi kvenna, en vekur um leið athygli viðskiptavina á því að aðgerðirnar koma til með að hafa nokkur áhrif á þjónustustig bankans,“ segir þar. Þó verður eitt útibú Íslandsbanka opið, en það er í Norðurturni í Kópavogi. Þá er tekið fram að einhver þjónusta bankans verði opin, en að búast megi við meiri bið eftir þjónustu. Fyrr í dag var greint frá því að útbúum Arion-banka yrði lokað vegna verkfallsins. Í yfirlýsingu bankans kom fram að sextíu prósent starfsfólks bankans væru konur. „Með því að leggja niður störf taka þær þátt í kvennaverkfallinu og mótmæla vanmati á störfum kvenna ásamt kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum,“ sagði í tilkynningunni þar sem jafnframt er fullyrt að bankinn styðji umrætt framtak og muni því loka öllum útibúum bankans. Þá kom fram að þjónustuver bankans verði opið, en fáliðað og að þjónusta verði því skert og að það sama megi segja um netspjall og samskipti gegnum tölvupóst. Íslenskir bankar Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Kvennaverkfall Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landsbankans er bent á að 81 prósent starfsfólks bankans séu konur og að margar þeirra muni taka þátt í verkfallinu á morgun og leggja niður störf allan daginn. Útibú og afgreiðslur bankans verði því lokaðar en þjónustuver og netspjall á vef bankans verði opið, en fáliðað. Samskonar tilkynningu er að finna á vef Íslandsbanka. „Íslandsbanki leggur sig fram um að styðja starfsfólk sitt sem kýs að taka þátt í þessum baráttudegi kvenna, en vekur um leið athygli viðskiptavina á því að aðgerðirnar koma til með að hafa nokkur áhrif á þjónustustig bankans,“ segir þar. Þó verður eitt útibú Íslandsbanka opið, en það er í Norðurturni í Kópavogi. Þá er tekið fram að einhver þjónusta bankans verði opin, en að búast megi við meiri bið eftir þjónustu. Fyrr í dag var greint frá því að útbúum Arion-banka yrði lokað vegna verkfallsins. Í yfirlýsingu bankans kom fram að sextíu prósent starfsfólks bankans væru konur. „Með því að leggja niður störf taka þær þátt í kvennaverkfallinu og mótmæla vanmati á störfum kvenna ásamt kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum,“ sagði í tilkynningunni þar sem jafnframt er fullyrt að bankinn styðji umrætt framtak og muni því loka öllum útibúum bankans. Þá kom fram að þjónustuver bankans verði opið, en fáliðað og að þjónusta verði því skert og að það sama megi segja um netspjall og samskipti gegnum tölvupóst.
Íslenskir bankar Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Kvennaverkfall Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira