
Landsbankinn

Sameina útibú TM og Landsbankans
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast á mánudaginn næsta.

Tilefni til að skoða hvort „rétt jafnvægi“ hafi verið markað í kröfum á bankakerfið
Nú þegar bráðum verða tveir áratugir liðnir frá falli bankanna þá er ástæða til þess að nota þau tímamót til að leggja mat á hvort „rétt jafnvægi“ hafi verið markað þegar kemur að sköttum og kröfum á fjármálakerfið, að mati formanns bankaráðs Landsbankans, enda fylgir þeim mikill kostnaður og hefur áhrif á samkeppnishæfnina. Hann segir bankann vera í „sóknarhug,“ meðal annars eftir kaupin á TM, en ljóst sé hins vegar að með aukinni tækni er samkeppnin að vaxa, bæði frá innlendum og erlendum félögum.

Fjármálaráðherra leggur til óbreytt bankaráð hjá Landsbankanum
Engar breytingar verða gerðar á sjö manna bankaráði Landsbankans á komandi aðalfundi en núverandi aðalmenn komu allir nýir inn í bankaráðið fyrir aðeins um einu ári eftir að þáverandi bankaráðsmönnum var öllum skipt út fyrir að hafa vanrækt upplýsingaskyldu sína, að mati Bankasýslunnar, við umdeild kaup á TM. Þrátt fyrir að vera ekki tilnefndur af fjármálaráðherra hefur Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi Alþingisþingmaður, engu að síður boðið sig fram í bankaráð Landsbankans.

Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku
Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 25 punkta í næstu viku. Nefndin kemur saman og kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag.

Beint tap ríkisins af lægra virði banka vegna sértækra skatta yfir 60 milljarðar
Samkeppnishæfni íslenska fjármálakerfisins er léleg, meðal annars út af miklum opinberum álögum, og bankaskattar valda því að virði eignarhluta ríkisins í bönkum er um 64 milljörðum lægra en ella til viðbótar við óbein áhrif í formi minni hagvaxtar og fjárfestingar, að sögn bankagreinanda. Hann telur að vaxtamunur banka sé „stórlega ofmetinn og rangtúlkaður“ í almennri umræðu og kemst að þeirri niðurstöðu að Arion sé talsvert undirverðlagður á markaði.

Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna
Kvika banki og Landsbankinn gengu í dag frá kaupum Landsbankans á 100 prósentum hlutafjár TM trygginga hf. Afhending á tryggingafélaginu fór fram samhliða því og greiddi Landsbankinn Kviku banka umsamið kaupverð við afhendingu. Með kaupverðsaðlögun nemur verðið 32,3 milljörðum króna en gæti enn tekið breytingum.

Arðgreiðslur frá stórum ríkisfélögum um tíu milljörðum yfir áætlun fjárlaga
Hlutdeild ríkissjóðs í boðuðum arðgreiðslum stærstu ríkisfyrirtækjanna, einkum Landsbankans og Landsvirkjunar, verður nærri tíu milljörðum króna meiri á þessu ári heldur en hafði verið áætlað í fjárlögum sem voru samþykkt í nóvember í fyrra. Arðgreiðslurnar minnka hins vegar lítillega að umfangi á milli ára en þar munar mestu um minni hagnað hjá Landsvirkjun eftir að hafa skilað metafkomu á árinu 2023.

Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka
Flokkur fólksins vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka, efla strandveiðikerfið og lögfesta skyldu til íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna sem flytja til landsins.

Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Landsbankinn og eftirlitið hafa gert sátt um tiltekin skilyrði fyrir samruna félaganna tveggja.

Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar
Landsréttur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða.

Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM ganga gegn stefnu ríkisins en að kaupunum verði ekki hnekkt.

Bilun hjá Landsbankanum
Viðskiptavinir Landsbankans hafa ekki getað fengið aðgang að appi bankans né heimabanka, vegna kerfisbilunar. Viðgerð er lokið.

Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi.

Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sem vill sameinast Íslandsbanka, fékk rúmlega 68 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þá fékk hann sex milljónir til viðbótar vegna góðs árangurs. Það gerði hann að launahæsta íslenska bankastjóra síðasta árs þó ekki muni miklu á bankstjórum stóru bankanna.

Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra
Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, nam 87,8 milljörðum króna á síðasta ári. Mestur var hagnaður Landsbankans. Ráðgert er að þar af verði tæpur helmingur greiddur í arð til hluthafa.

Fjórföld umframeftirspurn í fyrstu útgáfu Landsbankans á AT1-bréfum
Landsbankinn hefur klárað vel heppnaða sölu á á sínum fyrstu víkjandi skuldabréfum sem teljast til eiginfjárþáttar 1, svonefnd AT1-bréf, fyrir samtals hundrað milljónir dala og var umframeftirspurn fjárfesta um fjórföld. Útgáfan er hugsuð til að styrkja eiginfjárgrunn bankans í aðdraganda kaupanna á TM þannig að þau komi ekki niður á arðgreiðslugetu hans.

Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni
Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir vinnubrögð Landsbankans og þær reglur sem bankinn hefur viðhaft vegna lána til íbúðarhúsnæðis í dreifbýli. Sveitarstjórnin telur röksemdir bankans ekki standast skoðun og er það mat sveitarstjórnar að nálgun bankans hafi neikvæð áhrif og geri einkaaðilum og sveitarfélögum erfitt fyrir í þeirri uppbyggingu sem hafi staðið yfir og framundan sé á svæðinu.

Landsbankinn að styrkja eiginfjárstöðuna í aðdraganda kaupanna á TM
Landsbankinn hefur fengið erlenda ráðgjafa til að undirbúa sölu á víkjandi skuldabréfi (AT1) að fjárhæð um 100 milljónir Bandaríkjadala, fyrsta slíka útgáfan af hálfu bankans, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunninn í aðdraganda fyrirhugaðra kaupa á TM fyrir um 30 milljarða. Kaupin á tryggingafélaginu, sem eru enn í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu, munu án mótvægisaðgerða lækka eiginfjárhlutföll Landsbankans um 1,5 prósentur.

Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn hefur tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar næstkomandi. Arion Banki, Indó, Íslandsbanki og nú Landsbankinn hafa allir lækkað vexti eftir að stýrivextir Seðlabankans lækkuðu um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn.

Björgólfur Guðmundsson er látinn
Björgólfur Guðmundsson, athafnamaður og fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, er látinn. Hann lést á sunnudaginn 2. febrúar 2025 á 85. aldursári.

Olíusjóðurinn ekki átt meira undir á Íslandi síðan 2007 eftir kaup á ríkisbréfum
Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu, hélt áfram að stækka verðbréfastöðu sína á Íslandi í fyrra þegar hann bætti talsvert við sig í ríkisskuldabréfum. Olíusjóðurinn átti eignir í skuldabréfum á íslensk fyrirtæki og ríkissjóð fyrir samtals um jafnvirði 40 milljarða í lok ársins og hefur umfang hans ekki verið meira í nærri tvo áratugi.

Hækkandi verðtryggingarjöfnuður setur þrýsting á vaxtamun Landsbankans
Áframhaldandi eftirspurn heimila og fyrirtækja í verðtryggð lán, ásamt uppgreiðslu á sértryggðum skuldabréfaflokki, þýddi að verðtryggingarmisvægi Landsbankans rauk upp um ríflega sjötíu milljarða á síðasta fjórðungi ársins 2024. Sögulega hár verðtryggingarjöfnuður samhliða lækkun verðbólgu hefur sett þrýsting á vaxtamun bankans, sem lækkaði skarpt undir lok ársins, og hreinar vaxtatekjur drógust þá saman um ellefu prósent.

37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð
Landsbankinn hagnaðist um 37,5 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Það er aukning um rúma fjóra milljarða frá árinu 2023 þegar hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna. Til stendur að greiða nítján milljarða króna í arð vegna ársins, eða um helming af hagnaði.

Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta
Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent.

Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna
Umsóknir um íbúðarlán vegna húsnæðis í dreifbýli kalla á ýtarlegri skoðun en þegar kemur að ákvörðun um lánveitingu vegna húsnæðis í þéttbýli. Þetta segir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, sem segir bankann vissulega veita lán um land allt, þrátt fyrir að strangari skilyrði kunni að gilda í ákveðnum tilfellum. „Óheppilegt orðalag“ í svörum til viðskiptavina endurspegli ekki afstöðu bankans með réttum hætti.

Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli
Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að Landsbankinn hafi dregið í land með fyrirhugaða lánveitingu vegna „ágalla“ sem heimili ekki veitingu íbúðarláns. Ágallinn sem þar er vísað til er sá að húsnæðið er staðsett í dreifbýli. Fréttastofa kallaði í framhaldinu eftir svörum frá Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka um lánareglur bankanna hvað lýtur að íbúðalánum í dreifbýli.

Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum.

Lygileg atburðarás í Landsbankanum
Mikið tjón varð á útibúi Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði í nótt þegar maður bakkaði jeppa inn í útibúið og reyndi að hafa hraðbanka á brott með sér. Ætlunarverkið tókst ekki, maðurinn ók snarlega af vettvangi og er enn ófundinn.

„Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka kerfisáhættuauka en hækka eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á móti. Með þessu lækkar eiginfjárkrafa á minni innlánastofnanir, til að mynda Indó og Kviku, en stendur í stað fyrir stóru viðskiptabankana þrjá. Seðlabankastjóri segir ekki koma til greina að lækka eiginfjárkröfur á stóru bankana.

Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara
Greiningardeild Landsbankans hafði gert ráð fyrir því að vísitala neysluverðs lækkaði milli mánaða en hún hækkaði í staðinn. Deildin bjóst við því að verðbólga hjaðnaði í 4,5 prósent en hún mælist nú 4,8 prósent. Spá deildarinnar er nú svartsýnni en áður.