Elfsborg vann einkar sannfærandi 3-0 sigur á AIK í kvöld. Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í markinu og stóð sig með prýði. Andri Fannar Baldursson byrjaði á miðjunni en var tekinn af velli á 87. mínútu, staðan þá þegar orðin 3-0 heimamönnum í vil.
Sveinn Aron Guðjohnsen hóf leikinn á bekknum en kom inn þegar tíu mínútur voru til leiksloka.
Með sigrinum lyftir Elfsborg sér upp á topp deildarinnar með 60 stig, tveimur meira en Malmö þegar þrjár umferðir eru eftir.
Spelarna firar tre poäng med supportrarna på Borås Arena pic.twitter.com/tU1wy5YaRp
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 23, 2023
Í Danmörku nældi miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason sér í gult spjald í 2-1 útisigri Midtjylland á OB. Gestirnir skoruðu sigurmarkið á 84. mínútu leiksins.
Midtjylland er í 5. sæti með 21 stig að loknum 12 leikjum.