Boðað til vígsluhátíðar brúar yfir Þorskafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2023 11:26 Nýja brúin yfir Þorskafjörð er 260 metra löng en vegtengingar sem fylgja brúnni eru samtals 2,7 kílómetrar. Egill Aðalsteinsson Vegagerðin hefur boðað til vígsluathafnar í Þorskafirði í Reykhólasveit klukkan 14 á morgun, miðvikudag 25. október. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, munu þá formlega opna nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða. Að ávörpum loknum mun Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti Reykhólahrepps, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og íbúi í Gufudal fara ríðandi yfir brúna með fjölskyldu sinni „..en líklega eru fáir fegnari framkvæmdinni við Vestfjarðveg um Gufudalssveit en barnafólk á svæðinu sem sér núna fram á að skólabíllinn geti ekið láglendisvegi í stað víðsjárverðra fjallvega,“ segir í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar. Vegagerðin segir að með þverun Þorskafjarðar styttist Vestfjarðavegur um tíu kílómetra. Framkvæmdin sé átta mánuðum á undan áætlun. Aðalverktaki var lægstbjóðandinn Suðurverk, sem tók að sér verkið fyrir 2.236 milljónir króna með verksamningi vorið 2021. Framkvæmdir hófust þá um haustið. Samhliða vinnur Borgarverk að því að ljúka gerð vegarins um Teigsskóg og er vonast til að hann opnist í næsta mánuði, ásamt vegi um Djúpafjörð. Þar með færist Vestfjarðvegur af 336 metra háum Hjallahálsi. Framundan er að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð, en tilboð í vegfyllingar voru opnuð fyrir tveimur vikum. Þegar þverun fjarðanna lýkur styttist Vestfjarðavegur um Gufudalssveit um 22 kílómetra. Vegagerðin áætlar að stytting aksturstíma verði um 30 mínútur. Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Teigsskógur Tengdar fréttir Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11 Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. 12. október 2023 11:39 Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna. 17. febrúar 2021 09:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Að ávörpum loknum mun Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti Reykhólahrepps, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og íbúi í Gufudal fara ríðandi yfir brúna með fjölskyldu sinni „..en líklega eru fáir fegnari framkvæmdinni við Vestfjarðveg um Gufudalssveit en barnafólk á svæðinu sem sér núna fram á að skólabíllinn geti ekið láglendisvegi í stað víðsjárverðra fjallvega,“ segir í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar. Vegagerðin segir að með þverun Þorskafjarðar styttist Vestfjarðavegur um tíu kílómetra. Framkvæmdin sé átta mánuðum á undan áætlun. Aðalverktaki var lægstbjóðandinn Suðurverk, sem tók að sér verkið fyrir 2.236 milljónir króna með verksamningi vorið 2021. Framkvæmdir hófust þá um haustið. Samhliða vinnur Borgarverk að því að ljúka gerð vegarins um Teigsskóg og er vonast til að hann opnist í næsta mánuði, ásamt vegi um Djúpafjörð. Þar með færist Vestfjarðvegur af 336 metra háum Hjallahálsi. Framundan er að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð, en tilboð í vegfyllingar voru opnuð fyrir tveimur vikum. Þegar þverun fjarðanna lýkur styttist Vestfjarðavegur um Gufudalssveit um 22 kílómetra. Vegagerðin áætlar að stytting aksturstíma verði um 30 mínútur.
Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Teigsskógur Tengdar fréttir Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11 Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. 12. október 2023 11:39 Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna. 17. febrúar 2021 09:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11
Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. 12. október 2023 11:39
Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10
Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna. 17. febrúar 2021 09:32
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent