Stjóri PSV straujaði Arnar á æfingu eftir að hafa boðið honum í mat daginn áður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2023 14:31 Peter Bosz (fimmti frá vinstri í annarri röð) lék með Arnari og Bjarka Gunnlaugssyni hjá Feyenoord. getty/VI Images Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, sagði skemmtilega sögu af knattspyrnustjóra PSV Eindhoven í Meistaradeildarmörkunum. PSV gerði 1-1 jafntefli við Lens á útivelli í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Johan Bakayoko kom hollensku bikarmeisturunum yfir á 54. mínútu en Elye Wahi jafnaði fyrir Frakkana tólf mínútum síðar og þar við sat. Knattspyrnustjóri PSV er Peter Bosz sem Arnar þekkir frá því þeir léku saman með Feyenoord. Arnar rifjaði upp eftirminnileg samskipti sín við Bosz frá því fyrir þrjátíu árum í Meistaradeildarmörkunum. „Hann var eldri leikmaður hjá Feyenoord þegar við Bjarki komum þangað. Hann var einn af þeim fáu sem gaf sig á tal við yngri leikmenn og bauð okkur heim til sín einu sinni og gaf okkur að borða. Hann hringdi líka í Adidas umboðið og við fengum samning hjá Adidas. Alveg geggjað og við bestu vinir Peters Bosz,“ sagði Arnar. „Svo var æfing daginn eftir. Við heilsuðumst og svo byrjaði æfingin, ungir gegn gömlum. Hann straujaði mig í fyrstu tæklingu. Lærdómurinn af þessari sögu er að alvara og gaman og hann greindi þar á milli. Við héldum að hann væri besti vinur okkar en hann var bara að kenna okkur lexíu. Geggjaður náungi.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Peter Bosz Bosz, sem var öflugur miðjumaður á sínum tíma, lék með Feyenoord á árunum 1991-96 og varð hollenskur meistari með liðinu 1993 og bikarmeistari 1992, 1994 og 1995. Hinn 59 ára Bosz tók við PSV í sumar. Liðið hefur unnið þrettán af sautján leikjum undir hans stjórn, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik, gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Hollenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Blekking að halda allt sé í himnalagi hjá Man. United Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, er líka harður stuðningsmaður Manchester United og hann hefur áhyggjur af sínu liði eftir byrjunina á tímabilinu. 25. október 2023 13:31 Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. 25. október 2023 09:01 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
PSV gerði 1-1 jafntefli við Lens á útivelli í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Johan Bakayoko kom hollensku bikarmeisturunum yfir á 54. mínútu en Elye Wahi jafnaði fyrir Frakkana tólf mínútum síðar og þar við sat. Knattspyrnustjóri PSV er Peter Bosz sem Arnar þekkir frá því þeir léku saman með Feyenoord. Arnar rifjaði upp eftirminnileg samskipti sín við Bosz frá því fyrir þrjátíu árum í Meistaradeildarmörkunum. „Hann var eldri leikmaður hjá Feyenoord þegar við Bjarki komum þangað. Hann var einn af þeim fáu sem gaf sig á tal við yngri leikmenn og bauð okkur heim til sín einu sinni og gaf okkur að borða. Hann hringdi líka í Adidas umboðið og við fengum samning hjá Adidas. Alveg geggjað og við bestu vinir Peters Bosz,“ sagði Arnar. „Svo var æfing daginn eftir. Við heilsuðumst og svo byrjaði æfingin, ungir gegn gömlum. Hann straujaði mig í fyrstu tæklingu. Lærdómurinn af þessari sögu er að alvara og gaman og hann greindi þar á milli. Við héldum að hann væri besti vinur okkar en hann var bara að kenna okkur lexíu. Geggjaður náungi.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Peter Bosz Bosz, sem var öflugur miðjumaður á sínum tíma, lék með Feyenoord á árunum 1991-96 og varð hollenskur meistari með liðinu 1993 og bikarmeistari 1992, 1994 og 1995. Hinn 59 ára Bosz tók við PSV í sumar. Liðið hefur unnið þrettán af sautján leikjum undir hans stjórn, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik, gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Hollenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Blekking að halda allt sé í himnalagi hjá Man. United Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, er líka harður stuðningsmaður Manchester United og hann hefur áhyggjur af sínu liði eftir byrjunina á tímabilinu. 25. október 2023 13:31 Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. 25. október 2023 09:01 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Arnar Gunnlaugs: Blekking að halda allt sé í himnalagi hjá Man. United Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, er líka harður stuðningsmaður Manchester United og hann hefur áhyggjur af sínu liði eftir byrjunina á tímabilinu. 25. október 2023 13:31
Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. 25. október 2023 09:01