Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Aron Guðmundsson skrifar 25. október 2023 16:05 Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta Vísir/Sigurjón Ólason Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. Sandra María undirbýr sig nú af kappi fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins í Þjóðadeild Evrópu. Er þar um að ræða tvo heimaleiki, gegn Dönum á föstudaginn kemur og Þjóðverjum á þriðjudaginn í næstu viku. Tímabilinu hér heima er lokið og hefur Sandra María haldið sér við með því að æfa með 2. flokki karla heima á Akureyri. „Eftir að tímabilinu hér heima lauk byrjaði ég á því að taka mér viku í pásu,“ segir Sandra María í samtali við Vísi. „Ég er með pínu hnjask á hnénu og því var það best fyrir mig og landsliðið að ég myndi taka mér smá tíma í að jafna mig. Eftir það fékk ég að æfa með 2.flokki karla fyrir norðan. Það hjálpaði mér mikið og er sennilega eitthvað sem ég mun gera meira með áfram. Svo fer meistaraflokkur Þór/KA náttúrulega að koma aftur saman fljótlega. Ég tel það bara gott fyrir mig persónulega sem og landsliðið að ég fái að æfa aðeins áfram með strákunum, þar sem að ég hef minni tíma á boltanum er æfi með sterkari leikmönnum. Ég held að ég geri það.“ Sandra María átti skínandi gengi að fagna á síðasta tímabili með Þór/KA þar sem að hún skoraði meðal annars átta mörk í nítján leikjum og var með betri leikmönnum deildarinnar. Núna eru margir orðrómar á kreiki varðandi þína framtíð. Hvernig horfir framtíðin við þér? Eru lið að bera í þig vígjurnar? „Þetta er þessi tímapunktur árs þar sem allir eru að pæla í því hvað maður ætlar að gera, hver stefnan sé. Það er eðlilegt. Ég að sjálfsögðu verð að skoða alla þessa hluti vel og taka alla anga með í jöfnuna. Sjá hvað sé best fyrir mig og mína fjölskyldu að gera. Ég byrja bara á því að skoða hvað sé í boði, vega og meta alla kosti og galla við hvert tilboð sem kemur upp á borðið. Svo verð ég að taka sameiginlega ákvörðun með fjölskyldunni.“ Þannig að þú finnur fyrir klárum áhuga frá öðrum liðum á að fá þig til liðs við sig? „Já ég hef alveg fundið fyrir smá áhuga núna og er einnig að vinna með mínum umboðsmanni að því að skoða kosti erlendis. Þannig að maður er bæði að skoða kosti hérna heima en líka fyrir utan landssteinana. Maður er bara algjörlega með opna bók og opinn hug fyrir öllu. Skoða allt sem kemur upp á borðið.“ Klippa: Sandra María að skoða kosti hérlendis sem og erlendis Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
Sandra María undirbýr sig nú af kappi fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins í Þjóðadeild Evrópu. Er þar um að ræða tvo heimaleiki, gegn Dönum á föstudaginn kemur og Þjóðverjum á þriðjudaginn í næstu viku. Tímabilinu hér heima er lokið og hefur Sandra María haldið sér við með því að æfa með 2. flokki karla heima á Akureyri. „Eftir að tímabilinu hér heima lauk byrjaði ég á því að taka mér viku í pásu,“ segir Sandra María í samtali við Vísi. „Ég er með pínu hnjask á hnénu og því var það best fyrir mig og landsliðið að ég myndi taka mér smá tíma í að jafna mig. Eftir það fékk ég að æfa með 2.flokki karla fyrir norðan. Það hjálpaði mér mikið og er sennilega eitthvað sem ég mun gera meira með áfram. Svo fer meistaraflokkur Þór/KA náttúrulega að koma aftur saman fljótlega. Ég tel það bara gott fyrir mig persónulega sem og landsliðið að ég fái að æfa aðeins áfram með strákunum, þar sem að ég hef minni tíma á boltanum er æfi með sterkari leikmönnum. Ég held að ég geri það.“ Sandra María átti skínandi gengi að fagna á síðasta tímabili með Þór/KA þar sem að hún skoraði meðal annars átta mörk í nítján leikjum og var með betri leikmönnum deildarinnar. Núna eru margir orðrómar á kreiki varðandi þína framtíð. Hvernig horfir framtíðin við þér? Eru lið að bera í þig vígjurnar? „Þetta er þessi tímapunktur árs þar sem allir eru að pæla í því hvað maður ætlar að gera, hver stefnan sé. Það er eðlilegt. Ég að sjálfsögðu verð að skoða alla þessa hluti vel og taka alla anga með í jöfnuna. Sjá hvað sé best fyrir mig og mína fjölskyldu að gera. Ég byrja bara á því að skoða hvað sé í boði, vega og meta alla kosti og galla við hvert tilboð sem kemur upp á borðið. Svo verð ég að taka sameiginlega ákvörðun með fjölskyldunni.“ Þannig að þú finnur fyrir klárum áhuga frá öðrum liðum á að fá þig til liðs við sig? „Já ég hef alveg fundið fyrir smá áhuga núna og er einnig að vinna með mínum umboðsmanni að því að skoða kosti erlendis. Þannig að maður er bæði að skoða kosti hérna heima en líka fyrir utan landssteinana. Maður er bara algjörlega með opna bók og opinn hug fyrir öllu. Skoða allt sem kemur upp á borðið.“ Klippa: Sandra María að skoða kosti hérlendis sem og erlendis
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira