Krefjast svara um eftirlit og viðurlög vegna vildarpunktanotkunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 10:20 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir félagið vita mörg dæmi þess að ríkisstarfsmenn hafi nýtt vildarpunkta í eigin þágu. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir svörum frá fjármálaráðherra um það hvernig eftirliti með ráðstöfun vildarkjara vegna greiðslu farmiða fyrir ríkisstarfsmenn er háttað og hver viðurlögin séu ef starfsmaður verður uppvís að því að nota vildarpunkta í eigin þágu. Forsaga málsins er sú að FA ritaði forseta Alþingis og fjármálaráðherra erindi á dögunum þar sem athygli var vakin á því að það væri ekki aðeins sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu alltaf hagkvæmasta kostinn þegar flug væri valið fyrir starfsmenn, heldur væri hreinlega ólöglegt að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þáðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum sínum til Icelandair eða annarra félaga sem byðu upp á vildarkjör. „Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, heitir spilling og lög og siðareglur eiga að hindra slíkt,“ sagði í erindi FA en tilefnið var grein Söru Lindar Guðbergsdóttur, forstjóra Ríkiskaupa, þar sem hún greindi frá því að rammasamningur um flugfargjöld ríkisstarfsmanna væri til endurskoðunar. Í fyrirspurn sinn til fjármálaráðherra segir að í kjölfar þess að félagið sendi erindi á ráðherra og forseta Alþingis hafi athygli þess verið vakin á því að um þetta giltu reglur, gefnar út af ráðherra 1. október 2020. Þar segir í 9. grein: „Fríðindi og hvers kyns vildarkjör sem aflað er við greiðslu á farmiða skulu eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.“ „FA hefur upplýsingar um mörg tilvik þar sem starfsmenn ríkisins fá vildarpunkta vegna flugferða sem greiddar eru af skattgreiðendum og nota þá í persónulega þágu, þrátt fyrir ákvæði reglnanna,“ segir hins vegar í fyrirspurn FA. Viðskiptin í engu samræmi við framboð flugfélaganna Í fyrrnefndri grein forstjóra Ríkiskaupa sagði meðal annars að veiting vildarpunkta kynni að skapa „freistnivanda“ hjá starfsfólki þegar það væri að bóka flug. Þannig gæti verið freistandi að bóka heldur flug hjá félagi sem veitti vildarpunkta heldur en hjá félaginu með bestu kjörin. Umræðan er ekki ný af nálinni og nær allt aftur til 2012, þegar Iceland Express kærði útboð um rammasamning um flug ríkisstarfsmanna til Kærunefndar útboðsmála. Félagið sagði kjör Icelandair langtum lakari og að verið væri að bera fé á opinbera starfsmenn með vildarkerfinu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, sagði í viðtali við Vísi í mars síðastliðnum að ekkert samræmi væri milli framboðs flugfélaganna og viðskipta ríkisstarfsmanna við flugfélögin. Það væri fráleitt að ekkert hefði gerst í málinu síðustu ár. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ sagði Ólafur. Sagði hann nærtækast að hin margumræddu vildarkjör væru einfaldlega hlut af þeim afsláttarkjörum sem samið væri um í rammasamningi en þannig yrði freistnivandinn úr sögunni. Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Icelandair Play Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Forsaga málsins er sú að FA ritaði forseta Alþingis og fjármálaráðherra erindi á dögunum þar sem athygli var vakin á því að það væri ekki aðeins sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu alltaf hagkvæmasta kostinn þegar flug væri valið fyrir starfsmenn, heldur væri hreinlega ólöglegt að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þáðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum sínum til Icelandair eða annarra félaga sem byðu upp á vildarkjör. „Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, heitir spilling og lög og siðareglur eiga að hindra slíkt,“ sagði í erindi FA en tilefnið var grein Söru Lindar Guðbergsdóttur, forstjóra Ríkiskaupa, þar sem hún greindi frá því að rammasamningur um flugfargjöld ríkisstarfsmanna væri til endurskoðunar. Í fyrirspurn sinn til fjármálaráðherra segir að í kjölfar þess að félagið sendi erindi á ráðherra og forseta Alþingis hafi athygli þess verið vakin á því að um þetta giltu reglur, gefnar út af ráðherra 1. október 2020. Þar segir í 9. grein: „Fríðindi og hvers kyns vildarkjör sem aflað er við greiðslu á farmiða skulu eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.“ „FA hefur upplýsingar um mörg tilvik þar sem starfsmenn ríkisins fá vildarpunkta vegna flugferða sem greiddar eru af skattgreiðendum og nota þá í persónulega þágu, þrátt fyrir ákvæði reglnanna,“ segir hins vegar í fyrirspurn FA. Viðskiptin í engu samræmi við framboð flugfélaganna Í fyrrnefndri grein forstjóra Ríkiskaupa sagði meðal annars að veiting vildarpunkta kynni að skapa „freistnivanda“ hjá starfsfólki þegar það væri að bóka flug. Þannig gæti verið freistandi að bóka heldur flug hjá félagi sem veitti vildarpunkta heldur en hjá félaginu með bestu kjörin. Umræðan er ekki ný af nálinni og nær allt aftur til 2012, þegar Iceland Express kærði útboð um rammasamning um flug ríkisstarfsmanna til Kærunefndar útboðsmála. Félagið sagði kjör Icelandair langtum lakari og að verið væri að bera fé á opinbera starfsmenn með vildarkerfinu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, sagði í viðtali við Vísi í mars síðastliðnum að ekkert samræmi væri milli framboðs flugfélaganna og viðskipta ríkisstarfsmanna við flugfélögin. Það væri fráleitt að ekkert hefði gerst í málinu síðustu ár. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ sagði Ólafur. Sagði hann nærtækast að hin margumræddu vildarkjör væru einfaldlega hlut af þeim afsláttarkjörum sem samið væri um í rammasamningi en þannig yrði freistnivandinn úr sögunni.
Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Icelandair Play Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira