Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 12:32 Miðlum ber ekki saman um fjölda látinna en allt að 22 eru sagðir látnir og 50 til 60 særðir. Getty/Anadolu/Fatih Aktas Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Fjöldi látinna og særðra er eitthvað á reiki en New York Times segist hafa heimildir fyrir því að sjö séu látnir hið minnsta en Washington Post og fleiri miðlar segja sextán. Þá er haft eftir löggæsluyfirvöldum að líklega muni talan hækka en tugir virðast hafa særst. Samkvæmt lögreglunni í Lewiston, þar sem íbúar eru um 38 þúsund talsins, lét árásarmaðurinn til skarar skríða í keilussalnum Just-In-Time Recreation, sem áður hét Sparetime Recreation. Þá var einnig tilkynnt um skotárás á veitingastaðnum Schemengees Bar and Grille, sem er í um sjö kílómetra fjarlægð. Keilumót barna stóð yfir í keilusalnum þegar árásin átti sér stað. The first reports of shootings in Lewiston, Maine, came around 7 p.m. Eastern. At least seven people were killed, and a suspect is still at large, the police said.Here s a timeline of what happened.https://t.co/dPepwRblCP— The New York Times (@nytimes) October 26, 2023 Samkvæmt upplýsingum frá ónafngreindum heimildarmönnum innan lögreglunnar er Card skotvopnakennari og liðsmaður í varaliði bandaríska hersins. Hann virðist hafa glímt við andleg veikindi og lá inni á stofnun í einhverjar vikur í sumar. Card hefur ekki fundist en umfangsmikil leit stendur yfir. Íbúum í Lewiston og í bæunum Lisbon og Bowdoin hefur verið skipað að halda sig inni og þá hefur verið gefið út að fjöldi skóla í ríkinu verði lokaður þar til Card hefur verið handsamaður. Hann er sagður vopnaður og hættulegur og fólk hvatt til þess að halda sig frá honum ef það sér hann. Ef rétt reynist að sextán séu látnir er um að ræða blóðugustu skotárásina í Bandaríkjunum í ár en á þessu ári hafa 34 skotárásir átt sér stað þar sem fórnarlömbin voru fjögur eða fleiri. Það er það viðmið sem Alríkislögreglan og Violence Project nota til að skilgreina fjöldadráp. We are expanding the shelter in place advisory and school closings to include the town of Bowdoin. Please stay inside your homes while more than 100 investigators, both local and federal work to locate Robert Card who is a person of interest in the Lewiston shootings. pic.twitter.com/dqixmXbJAX— Maine State Police (@MEStatePolice) October 26, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Fjöldi látinna og særðra er eitthvað á reiki en New York Times segist hafa heimildir fyrir því að sjö séu látnir hið minnsta en Washington Post og fleiri miðlar segja sextán. Þá er haft eftir löggæsluyfirvöldum að líklega muni talan hækka en tugir virðast hafa særst. Samkvæmt lögreglunni í Lewiston, þar sem íbúar eru um 38 þúsund talsins, lét árásarmaðurinn til skarar skríða í keilussalnum Just-In-Time Recreation, sem áður hét Sparetime Recreation. Þá var einnig tilkynnt um skotárás á veitingastaðnum Schemengees Bar and Grille, sem er í um sjö kílómetra fjarlægð. Keilumót barna stóð yfir í keilusalnum þegar árásin átti sér stað. The first reports of shootings in Lewiston, Maine, came around 7 p.m. Eastern. At least seven people were killed, and a suspect is still at large, the police said.Here s a timeline of what happened.https://t.co/dPepwRblCP— The New York Times (@nytimes) October 26, 2023 Samkvæmt upplýsingum frá ónafngreindum heimildarmönnum innan lögreglunnar er Card skotvopnakennari og liðsmaður í varaliði bandaríska hersins. Hann virðist hafa glímt við andleg veikindi og lá inni á stofnun í einhverjar vikur í sumar. Card hefur ekki fundist en umfangsmikil leit stendur yfir. Íbúum í Lewiston og í bæunum Lisbon og Bowdoin hefur verið skipað að halda sig inni og þá hefur verið gefið út að fjöldi skóla í ríkinu verði lokaður þar til Card hefur verið handsamaður. Hann er sagður vopnaður og hættulegur og fólk hvatt til þess að halda sig frá honum ef það sér hann. Ef rétt reynist að sextán séu látnir er um að ræða blóðugustu skotárásina í Bandaríkjunum í ár en á þessu ári hafa 34 skotárásir átt sér stað þar sem fórnarlömbin voru fjögur eða fleiri. Það er það viðmið sem Alríkislögreglan og Violence Project nota til að skilgreina fjöldadráp. We are expanding the shelter in place advisory and school closings to include the town of Bowdoin. Please stay inside your homes while more than 100 investigators, both local and federal work to locate Robert Card who is a person of interest in the Lewiston shootings. pic.twitter.com/dqixmXbJAX— Maine State Police (@MEStatePolice) October 26, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira