Opnar dyrnar fyrir Messi að spila á Ólympíuleikunum næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 09:30 Lionel Messi með heimsbikarinn eftir sigurinn í Katar fyrir tæpu ári. Getty/Hernan Cortez Lionel Messi gæti mögulega endaði landsliðsferilinn á óvæntan hátt næsta sumar. Góður vinur hans sem lék með honum í argentínska landsliðinu vill fá hann í sitt landslið. Messi varð Ólympíumeistari með Argentínu í Peking 2008 sem lengi var eini titilinn hans með landsliðinu. Hann var þá 21 árs gamall en vann ekki aftur titil með Argentínu fyrr en í Copa America 2021 þá orðinn 34 ára gamall. Javier Mascherano (Argentina Olympic coach) on Lionel Messi potentially playing at the 2024 Olympics: "Leo has the national team's doors open to do whatever he wants, that's the reality."If he wants to go if we qualify, he will be welcome. My relationship with him is one pic.twitter.com/avKDXB3cRj— Roy Nemer (@RoyNemer) October 26, 2023 Javier Mascherano þjálfar nú tuttugu ára landslið Argentínu en liðið á möguleika á því að taka þátt á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Liðið má bæta við eldri leikmönnum. Argentínska liðið þarf að tryggja sér Ólympíusæti í undankeppni Suður-Ameríku sem fer fram í Venesúela frá 20. janúar til 11. febrúar. Messi hefur þegar lýst yfir áhuga á að spila með argentínska landsliðinu í Suðurameríkukeppninni í sumar en Copa America fer fram í Bandaríkjunum frá 20. júní til 14. júlí eða tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir byrja í Frakklandi. „Ég hef verið spurður út í þetta og auðvitað eru dyrnar opnar fyrir Leo. Hann má gera það sem hann vill,“ sagði Javier Mascherano við EFE. ESPN fjallar meðal annars um þetta. Javier Mascherano, seleccionador argentino sub-23, tienta a Leo Messi: "Si nos clasificamos y quiere venir a los Juegos Olímpicos, será bienvenido"https://t.co/bkSo1BPyva— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 26, 2023 „Við erum góðir vinir og ég myndi elska að fá hann með. Raunveruleikinn er að við verðum að komast þangað fyrst,“ sagði Mascherano. Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, hefur meira segja talað um að það væri gaman að sjá Messi á þessum Ólympíuleikum. „Það væri frábært ef Messi yrði með. Ólympíuleikarnir er keppni sem margir fótboltamenn hafa metnað til að vinna. Leikmenn eins og Kylian Mbappé. Fyrir Lionel Messi þá væri það tækifæri til að skrifa söguna á ný. Hann gæti orðið eini leikmaðurinn í sögunni með tvö Ólympíugull. Ólympíugull og svo heimsmeistaragull,“ sagði Thomas Bach. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu Sjá meira
Messi varð Ólympíumeistari með Argentínu í Peking 2008 sem lengi var eini titilinn hans með landsliðinu. Hann var þá 21 árs gamall en vann ekki aftur titil með Argentínu fyrr en í Copa America 2021 þá orðinn 34 ára gamall. Javier Mascherano (Argentina Olympic coach) on Lionel Messi potentially playing at the 2024 Olympics: "Leo has the national team's doors open to do whatever he wants, that's the reality."If he wants to go if we qualify, he will be welcome. My relationship with him is one pic.twitter.com/avKDXB3cRj— Roy Nemer (@RoyNemer) October 26, 2023 Javier Mascherano þjálfar nú tuttugu ára landslið Argentínu en liðið á möguleika á því að taka þátt á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Liðið má bæta við eldri leikmönnum. Argentínska liðið þarf að tryggja sér Ólympíusæti í undankeppni Suður-Ameríku sem fer fram í Venesúela frá 20. janúar til 11. febrúar. Messi hefur þegar lýst yfir áhuga á að spila með argentínska landsliðinu í Suðurameríkukeppninni í sumar en Copa America fer fram í Bandaríkjunum frá 20. júní til 14. júlí eða tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir byrja í Frakklandi. „Ég hef verið spurður út í þetta og auðvitað eru dyrnar opnar fyrir Leo. Hann má gera það sem hann vill,“ sagði Javier Mascherano við EFE. ESPN fjallar meðal annars um þetta. Javier Mascherano, seleccionador argentino sub-23, tienta a Leo Messi: "Si nos clasificamos y quiere venir a los Juegos Olímpicos, será bienvenido"https://t.co/bkSo1BPyva— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 26, 2023 „Við erum góðir vinir og ég myndi elska að fá hann með. Raunveruleikinn er að við verðum að komast þangað fyrst,“ sagði Mascherano. Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, hefur meira segja talað um að það væri gaman að sjá Messi á þessum Ólympíuleikum. „Það væri frábært ef Messi yrði með. Ólympíuleikarnir er keppni sem margir fótboltamenn hafa metnað til að vinna. Leikmenn eins og Kylian Mbappé. Fyrir Lionel Messi þá væri það tækifæri til að skrifa söguna á ný. Hann gæti orðið eini leikmaðurinn í sögunni með tvö Ólympíugull. Ólympíugull og svo heimsmeistaragull,“ sagði Thomas Bach.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu Sjá meira