Vellauðugur þingmaður frá Minnesota býður sig fram gegn Biden Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2023 09:47 Dean Phillips virðist ekki munu áorka meiru en að skapa sér óvinsældir með framboðinu, ef marka má fyrstu viðbrögð. AP/Alex Brandon Dean Phillips, þingmaður frá Minnesota, hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Phillips segir Biden hafa staðið sig frábærlega en það sé tímabært að horfa til framtíðar. Orðrómur hefur verið á kreiki síðustu vikur um mögulegt framboð Phillips en hann tilkynnti formlega um það í viðtali við CBS. Vefsíðan dean24.com fór í loftið í gær en þar er aðeins falast eftir framlögum og engar upplýsingar að finna um stefnu Phillips eða hugmyndir. Phillips, sem hefur verið tvisvar verið endurkjörinn, er þó langt frá því að vera á flæðiskeri staddur fjárhagslega en hann er metinn á 77 milljónir dollara og meðal efnuðustu þingmanna Bandaríkjaþings. „Þessar kosningar snúast um framtíðina,“ sagði Phillips við CBS en kosningaslagorð hans verður „Make America Affordable Again“, sem er skírskotun til hárrar verðbólgu og verðlags. Hann sagðist ekki myndu sitja aðgerðalaus hjá frammi fyrir neyðarástandi en var hvorki gagnrýninn á Biden né gaf hann upp hvort og hvaða hugmyndafræðilegi munur væri á milli þeirra tveggja. Hann virtist í raun aðeins setja varnagla við aldur Biden og sagði tíma fyrir nýja kynslóð að fá tækifæri til að leiða Bandaríkin. Stjórnmálaskýrendur segja erfitt að sjá fyrir sér hvaða hag Phillips sér í því að bjóða sig fram; hann sé örugglega að fara að tapa fyrir Biden og jafnvel þótt hann kunni að verða betur þekktur fyrir vikið sé allt eins líklegt að hann muni á sama tíma afla sér verulegra óvinsælda meðal Demókrata. Kjörnir fulltrúar í bæði Minnesota og á landsvísu hafa þegar lýst yfir óánægju með framboðið. .@RepDeanPhillips It s time for you to resign your seat. I could not be more disappointed in you. You will never have my support again for any elected office, including your Congressional seat. Make America Affordable Again? Pretty rich coming from a multi-millionaire. https://t.co/8DUtVLovYG— Senator Bonnie Westlin (@SenatorWestlin) October 24, 2023 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Orðrómur hefur verið á kreiki síðustu vikur um mögulegt framboð Phillips en hann tilkynnti formlega um það í viðtali við CBS. Vefsíðan dean24.com fór í loftið í gær en þar er aðeins falast eftir framlögum og engar upplýsingar að finna um stefnu Phillips eða hugmyndir. Phillips, sem hefur verið tvisvar verið endurkjörinn, er þó langt frá því að vera á flæðiskeri staddur fjárhagslega en hann er metinn á 77 milljónir dollara og meðal efnuðustu þingmanna Bandaríkjaþings. „Þessar kosningar snúast um framtíðina,“ sagði Phillips við CBS en kosningaslagorð hans verður „Make America Affordable Again“, sem er skírskotun til hárrar verðbólgu og verðlags. Hann sagðist ekki myndu sitja aðgerðalaus hjá frammi fyrir neyðarástandi en var hvorki gagnrýninn á Biden né gaf hann upp hvort og hvaða hugmyndafræðilegi munur væri á milli þeirra tveggja. Hann virtist í raun aðeins setja varnagla við aldur Biden og sagði tíma fyrir nýja kynslóð að fá tækifæri til að leiða Bandaríkin. Stjórnmálaskýrendur segja erfitt að sjá fyrir sér hvaða hag Phillips sér í því að bjóða sig fram; hann sé örugglega að fara að tapa fyrir Biden og jafnvel þótt hann kunni að verða betur þekktur fyrir vikið sé allt eins líklegt að hann muni á sama tíma afla sér verulegra óvinsælda meðal Demókrata. Kjörnir fulltrúar í bæði Minnesota og á landsvísu hafa þegar lýst yfir óánægju með framboðið. .@RepDeanPhillips It s time for you to resign your seat. I could not be more disappointed in you. You will never have my support again for any elected office, including your Congressional seat. Make America Affordable Again? Pretty rich coming from a multi-millionaire. https://t.co/8DUtVLovYG— Senator Bonnie Westlin (@SenatorWestlin) October 24, 2023
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira