Alvarlegri og þyngri vinnumansalsmál en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2023 13:00 Saga Kjartansdóttir verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Vísir/Vilhelm Alvarlegri vinnumansalsmál eru að koma upp nú en áður hjá aðildarfélögum ASÍ. Verkefnastjóri segir þrjú fyrirtæki hafa verið tilkynnt til lögreglu á síðasta ári þar sem grunur sé um vinnumansal, það stefni í að málin verði mun fleiri í ár. Lögreglan hefur lagt fram kæru í nokkrum málum á þessu ári. Saga Kjartansdóttir verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Það er í samræmi við niðurstöðu nýrrar evrópskrar úttektar þar sem íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum. Þá kom fram í fréttum í gær að lögreglan og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna fyrir mikilli fjölgun slíkra mála. „Öll stéttarfélögin finna fyrir því að alvarlegum hagnýtingarmálum er að fjölga. Birtingarmyndin er sjaldnast þannig að fólk tilkynni sjálft um vinnumansal heldur hefur samband út af einhverju öðru og svo kemur í ljós þegar nánar er skoðað að þetta er meira en venjulegt kjaramál,“ segir Saga. Hún segir að ASÍ hafi tilkynnt nokkur fyrirtæki til lögreglu á síðasta ári. „Við sendum tilkynningar um þrjú fyrirtæki á síðasta ári sem vörðuðu marga einstaklinga. Þá voru þau í veitingaþjónustu og hótelrekstri og við höfum líka séð mál í byggingariðnaði. Það má búast við að tilkynningarnar verði enn fleiri í ár því málunum fjölgar jafnt og þétt,“ segir Saga. Nokkur fyrirtæki hafa verið kærð Hún segir að nokkur mál hafi leitt til kæru. „Ég veit til þess að lögreglan er að rannsaka nokkur mál er varða vinnumansal og nokkur þeirra hafa leitt til kæru,“ segir Saga. Grunur geti vaknað ef myndavélar fylgist með störfum fólks Hún segir ekki nóg að horfa á launaseðilinn til að koma auga á vinnumansal. „ Vísbendingar um að mansal sé í gangi geta verið margvíslegar. Við horfum til ýmissa þátta eins og þegar yfirmenn standa yfir starfsfólki við eftirlit á vinnustað, ef það eru margar myndavélar sem fylgjast með störfum fólks, ef fólk sefur á vinnustaðnum og vinnutíminn er óeðlilega langur,“ segir Saga. Teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð hvatti til vitundarvakningu í málaflokknum í fréttum okkar í gær. Saga er á sama máli. Við hvetjum almenning til að vera með augun opin fyrir þessum vanda. Það er hægt að senda okkur ábendingu á vefsíðuna okkar sem heitir Labour.is,“ segir Saga að lokum. Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stéttarfélög Kjaramál Lögreglan Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Saga Kjartansdóttir verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Það er í samræmi við niðurstöðu nýrrar evrópskrar úttektar þar sem íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum. Þá kom fram í fréttum í gær að lögreglan og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna fyrir mikilli fjölgun slíkra mála. „Öll stéttarfélögin finna fyrir því að alvarlegum hagnýtingarmálum er að fjölga. Birtingarmyndin er sjaldnast þannig að fólk tilkynni sjálft um vinnumansal heldur hefur samband út af einhverju öðru og svo kemur í ljós þegar nánar er skoðað að þetta er meira en venjulegt kjaramál,“ segir Saga. Hún segir að ASÍ hafi tilkynnt nokkur fyrirtæki til lögreglu á síðasta ári. „Við sendum tilkynningar um þrjú fyrirtæki á síðasta ári sem vörðuðu marga einstaklinga. Þá voru þau í veitingaþjónustu og hótelrekstri og við höfum líka séð mál í byggingariðnaði. Það má búast við að tilkynningarnar verði enn fleiri í ár því málunum fjölgar jafnt og þétt,“ segir Saga. Nokkur fyrirtæki hafa verið kærð Hún segir að nokkur mál hafi leitt til kæru. „Ég veit til þess að lögreglan er að rannsaka nokkur mál er varða vinnumansal og nokkur þeirra hafa leitt til kæru,“ segir Saga. Grunur geti vaknað ef myndavélar fylgist með störfum fólks Hún segir ekki nóg að horfa á launaseðilinn til að koma auga á vinnumansal. „ Vísbendingar um að mansal sé í gangi geta verið margvíslegar. Við horfum til ýmissa þátta eins og þegar yfirmenn standa yfir starfsfólki við eftirlit á vinnustað, ef það eru margar myndavélar sem fylgjast með störfum fólks, ef fólk sefur á vinnustaðnum og vinnutíminn er óeðlilega langur,“ segir Saga. Teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð hvatti til vitundarvakningu í málaflokknum í fréttum okkar í gær. Saga er á sama máli. Við hvetjum almenning til að vera með augun opin fyrir þessum vanda. Það er hægt að senda okkur ábendingu á vefsíðuna okkar sem heitir Labour.is,“ segir Saga að lokum.
Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stéttarfélög Kjaramál Lögreglan Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira