Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 13:37 John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, fór hörðum orðum um yfirmenn í rússneska hernum í gærkvöldi. AP/Susan Walsh Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. Þetta sagði John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það er forkastanlegt að hugsa um að þú myndir taka eigin hermenn af lífi því þeir vildu ekki fylgja skipunum og nú hóta þeir að taka heilu herdeildirnar af lífi. Þetta er villimannslegt,“ sagði Kirby, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ég held þetta sé einkenni þess að leiðtogar í rússneska hernum vita hversu illa þeir hafa staðið sig og hve illa þeir hafa haldið á spöðunum frá hernaðarlegu sjónarmiði.“ Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Rússar eru þó sagðir hafa misst gífurlega marga hermenn við Avdívka. Kirby sagði Rússa enn hafa getu til að sækja fram og að þeir gætu náð árangri á næstu mánuðum. Leiðtogar rússneska hersins hefðu ítrekað sýnt fram á að þeim væri alveg sama um líf hermanna. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju „Við teljum að þeir hafi misst þúsundir manna í þessari sókn,“ sagði Kirby. Hann sagði rússneska kvaðmenn illa búna, illa þjálfaða og óundirbúna fyrir átök. Þeir séu sendir fram í bylgjum, eins og Rússar hafa áður gert, til að veikja varnir Úkraínumanna. Þá sagði Kirby að sókn Rússa væri til minnis um að Vladimír Pútín, forseti Rússland, hefði ekki gefið vonir sínar um að ná tökum á allri Úkraínu upp á bátinn. Kirby sagði að nauðsynlegt væri að styðja áfram við bakið á Úkraínumönnum, svo lengi sem Rússar héldu innrásinni til streitu. Joe Biden, forseti, hefur þrýst á þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru með nauman meirihluta, um að samþykkja nýja tillögu hans um 61 milljarðs dala aðstoð handa Úkraínu, til langs tíma. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir að umfangsmikið mannfall Rússa við Avdívka og missir þeirra á fjölmörgum bryn- og skriðdrekum muni líklega koma niður á sóknargetu þeirra til lengri tíma. Úkraínumenn segjast hafa fellt um fimm þúsund Rússa við Avdívka og grandað fjögur hundruð skrið- og bryndrekum. Þessar tölur eru að líkindum ýktar en myndefni eins og myndbönd úr drónum og gervihnattamyndir sýna að mannfall meðal Rússa hefur verið gífurlegt. Í nýjustu dagsskýrslu hugveitunnar er vísað í varaliðsmann úkraínska hersins um að svo virðist sem dregið hafi úr notkun Rússa á bryn- og skriðdrekum við Avdíka. Það gæti þýtt að Rússar séu að safna liði fyrir nýjar tilraunir til árása, þar sem útlit sé fyrir að frekara varalið hafi verið sent á vígstöðvarnar. Þar segir einnig að yfirmenn rússneska hersins muni þó vera í miklum vandræðum við að fylla upp í raðir sínar þegar kemur að skrið- og bryndrekum, vegna þess hve mörgum slíkum farartækjum hefur verið grandað við Avdívka. NEW: Heavy Russian equipment losses around #Avdiivka will likely undermine Russian offensive capabilities over the long term.Ukrainian forces marginally advanced on the east (left) bank of #Kherson Oblast and continued offensive operations near #Bakhmut and in western pic.twitter.com/YXa87Qel8q— ISW (@TheStudyofWar) October 27, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Þetta sagði John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það er forkastanlegt að hugsa um að þú myndir taka eigin hermenn af lífi því þeir vildu ekki fylgja skipunum og nú hóta þeir að taka heilu herdeildirnar af lífi. Þetta er villimannslegt,“ sagði Kirby, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ég held þetta sé einkenni þess að leiðtogar í rússneska hernum vita hversu illa þeir hafa staðið sig og hve illa þeir hafa haldið á spöðunum frá hernaðarlegu sjónarmiði.“ Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Rússar eru þó sagðir hafa misst gífurlega marga hermenn við Avdívka. Kirby sagði Rússa enn hafa getu til að sækja fram og að þeir gætu náð árangri á næstu mánuðum. Leiðtogar rússneska hersins hefðu ítrekað sýnt fram á að þeim væri alveg sama um líf hermanna. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju „Við teljum að þeir hafi misst þúsundir manna í þessari sókn,“ sagði Kirby. Hann sagði rússneska kvaðmenn illa búna, illa þjálfaða og óundirbúna fyrir átök. Þeir séu sendir fram í bylgjum, eins og Rússar hafa áður gert, til að veikja varnir Úkraínumanna. Þá sagði Kirby að sókn Rússa væri til minnis um að Vladimír Pútín, forseti Rússland, hefði ekki gefið vonir sínar um að ná tökum á allri Úkraínu upp á bátinn. Kirby sagði að nauðsynlegt væri að styðja áfram við bakið á Úkraínumönnum, svo lengi sem Rússar héldu innrásinni til streitu. Joe Biden, forseti, hefur þrýst á þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru með nauman meirihluta, um að samþykkja nýja tillögu hans um 61 milljarðs dala aðstoð handa Úkraínu, til langs tíma. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir að umfangsmikið mannfall Rússa við Avdívka og missir þeirra á fjölmörgum bryn- og skriðdrekum muni líklega koma niður á sóknargetu þeirra til lengri tíma. Úkraínumenn segjast hafa fellt um fimm þúsund Rússa við Avdívka og grandað fjögur hundruð skrið- og bryndrekum. Þessar tölur eru að líkindum ýktar en myndefni eins og myndbönd úr drónum og gervihnattamyndir sýna að mannfall meðal Rússa hefur verið gífurlegt. Í nýjustu dagsskýrslu hugveitunnar er vísað í varaliðsmann úkraínska hersins um að svo virðist sem dregið hafi úr notkun Rússa á bryn- og skriðdrekum við Avdíka. Það gæti þýtt að Rússar séu að safna liði fyrir nýjar tilraunir til árása, þar sem útlit sé fyrir að frekara varalið hafi verið sent á vígstöðvarnar. Þar segir einnig að yfirmenn rússneska hersins muni þó vera í miklum vandræðum við að fylla upp í raðir sínar þegar kemur að skrið- og bryndrekum, vegna þess hve mörgum slíkum farartækjum hefur verið grandað við Avdívka. NEW: Heavy Russian equipment losses around #Avdiivka will likely undermine Russian offensive capabilities over the long term.Ukrainian forces marginally advanced on the east (left) bank of #Kherson Oblast and continued offensive operations near #Bakhmut and in western pic.twitter.com/YXa87Qel8q— ISW (@TheStudyofWar) October 27, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira