Þekkir ÞÚ einkenni slags? Marianne E. Klinke skrifar 29. október 2023 11:01 Heilaslag, einnig kallað slag eða heilablóðfall, er neyðartilvik. Fyrstu viðbrögð við einkennum slags eiga að vera að hringja í Neyðarlínuna og koma fólki tafarlaust á spítala en það skiptir verulegu máli fyrir batahorfur og lífsgæði eftir slag. Því fyrr sem sjúklingur með slag fær meðferð því betri líkur eru á góðum bata. Þess vegna er talað um að „tímatap er heilatap“. Heilaslag hefur mikil áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild. Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. Máttleysi, lömun og óskýrt tal Í dag, á alþjóðlega slagdeginum, er tilvalið að nota tækifærið og minna á algengustu einkenni slags. Til þess að muna og bera kennsl á einkenni slags er notast við FAST skammstöfunina sem stendur fyrir ensku orðin Face, Arm, Speech, Time. Til gamans gætum við þýtt það sem Fés, Arm, Setningarugl og Tíma. Megineinkenni sem koma fram í FAST eru: F - Lömun í andliti. Ef þig grunar slag getur þú beðið einstaklinginn um að brosa, ef munnur eða auga síga niðuur öðru megin er líklegt að einstaklingurinn sé að fá slag. A - Máttleysi í handlegg. Þá getur þú beðið einstaklinginn að halda höndunum uppi. Ef annar handleggurinn sígur niður eða lyftist ekki upp getur það einnig verið merki um slag. S - Óskýrt tal. Biddu einstaklinginn að fara með einfalda setningu. Ef setningin kemur út óskýrt eða ef einstaklingurinn veit ekki hvað á að segja gæti það bent til slags. T - Tíminn skiptir öllu máli! Ef þú verður vitni að eða upplifir eitthvað af þessum einkennum skal hringja strax í 112 og biðja um sjúkrabíl. Það skiptir engu þótt ekki sé um verki að ræða - langflest heilaslög eru verkjalaus. Mikilvægt að kenna börnunum Það er mikilvægt að öll fjölskyldan þekki einkenni heilaslags og eins og með svo margt annað er gott að kenna börnunum. Þar kemur fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar sterkt til sögunnar en þar læra börnin um FAST einkennin í gengum teiknimyndahetjur; Friðrik Fyndna Fés, Arnór Arm, Soffía Söngkonu og Tómas Tímanlega. FAST hetju verkefnið er alþjóðlegt og margverðlaunað verkefni sem nýtur stuðnings alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, alþjóðlegu slagsamtakanna og Heilaheilla á Íslandi. Í áætlun Evrópusambandsins, „Heilbrigðari saman“ árið 2022, var FAST hetjuverkefnið tiltekið sem eitt af fimm mikilvægum heilsu- og menntaverkefnum sem mælt er með að stutt sé við. Nú þegar hefur verkefnið verið kennt í fjölda skóla hérlendis og nær 3000 íslensk börn hafa tekið þátt um land allt. Markmiðið er að kenna börnum á aldrinum 5-9 ára einkenni slags og viðbrögð við þeim m.a. í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, leiki og verkefni. Börnin skemmta sér og eflast í að hringja í Neyðarlínuna – á svipaðan hátt og er með 112 verkefnið. Börnin eru svo hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til foreldra, ömmu og afa, og þannig næst dreifing út í samfélagið. Foreldrar eru virkjaðir m.a. með því að nota gagnvirka vefsíðu, en einnig með persónulegu slagtengdu efni sem er gert af börnunum. Börnin teikna hetjurnar og útbúa spjöld sem hægt er að leika með og sýna FAST einkenni og rétt viðbrögð. Þátttaka er auðveld þar sem allt FAST námsefnið er á íslensku, það er einfalt í notkun og er skólum og kennurum að kostnaðarlausu. En nú þegar hafa yfir 250.000 börn frá hinum ýmsu löndum tekið þátt í verkefninu og sýna niðurstöður rannsókna að fræðslan er áhrifarík. Þekking barna og foreldra um einkenni slags hefur aukist með þátttöku í verkefninu. Á alþjóðlega slagdeginum sem er í dag, 29. október, hvet ég fólk til að kynna sér einkenni heilaslags og hvet jafnframt kennara og skólastjórnendur til að taka þátt í FAST hetju verkefninu. Vitundarvakning er nauðsynleg til að ná fólki á spítala í tæka tíð svo slagmeðferð gagnist sem best. Allar upplýsingar um verkefnið má finna á fastheroes.com Höfundur greinarinnar er prófessor við hjúkrunar- og ljósmæðradeild Háskóla Íslands og forstöðurmaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfinga sjúklinga á Landspítala. Hún er stýrir einnig FAST 112 hetjuverkefninu hér á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Heilaslag, einnig kallað slag eða heilablóðfall, er neyðartilvik. Fyrstu viðbrögð við einkennum slags eiga að vera að hringja í Neyðarlínuna og koma fólki tafarlaust á spítala en það skiptir verulegu máli fyrir batahorfur og lífsgæði eftir slag. Því fyrr sem sjúklingur með slag fær meðferð því betri líkur eru á góðum bata. Þess vegna er talað um að „tímatap er heilatap“. Heilaslag hefur mikil áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild. Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. Máttleysi, lömun og óskýrt tal Í dag, á alþjóðlega slagdeginum, er tilvalið að nota tækifærið og minna á algengustu einkenni slags. Til þess að muna og bera kennsl á einkenni slags er notast við FAST skammstöfunina sem stendur fyrir ensku orðin Face, Arm, Speech, Time. Til gamans gætum við þýtt það sem Fés, Arm, Setningarugl og Tíma. Megineinkenni sem koma fram í FAST eru: F - Lömun í andliti. Ef þig grunar slag getur þú beðið einstaklinginn um að brosa, ef munnur eða auga síga niðuur öðru megin er líklegt að einstaklingurinn sé að fá slag. A - Máttleysi í handlegg. Þá getur þú beðið einstaklinginn að halda höndunum uppi. Ef annar handleggurinn sígur niður eða lyftist ekki upp getur það einnig verið merki um slag. S - Óskýrt tal. Biddu einstaklinginn að fara með einfalda setningu. Ef setningin kemur út óskýrt eða ef einstaklingurinn veit ekki hvað á að segja gæti það bent til slags. T - Tíminn skiptir öllu máli! Ef þú verður vitni að eða upplifir eitthvað af þessum einkennum skal hringja strax í 112 og biðja um sjúkrabíl. Það skiptir engu þótt ekki sé um verki að ræða - langflest heilaslög eru verkjalaus. Mikilvægt að kenna börnunum Það er mikilvægt að öll fjölskyldan þekki einkenni heilaslags og eins og með svo margt annað er gott að kenna börnunum. Þar kemur fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar sterkt til sögunnar en þar læra börnin um FAST einkennin í gengum teiknimyndahetjur; Friðrik Fyndna Fés, Arnór Arm, Soffía Söngkonu og Tómas Tímanlega. FAST hetju verkefnið er alþjóðlegt og margverðlaunað verkefni sem nýtur stuðnings alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, alþjóðlegu slagsamtakanna og Heilaheilla á Íslandi. Í áætlun Evrópusambandsins, „Heilbrigðari saman“ árið 2022, var FAST hetjuverkefnið tiltekið sem eitt af fimm mikilvægum heilsu- og menntaverkefnum sem mælt er með að stutt sé við. Nú þegar hefur verkefnið verið kennt í fjölda skóla hérlendis og nær 3000 íslensk börn hafa tekið þátt um land allt. Markmiðið er að kenna börnum á aldrinum 5-9 ára einkenni slags og viðbrögð við þeim m.a. í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, leiki og verkefni. Börnin skemmta sér og eflast í að hringja í Neyðarlínuna – á svipaðan hátt og er með 112 verkefnið. Börnin eru svo hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til foreldra, ömmu og afa, og þannig næst dreifing út í samfélagið. Foreldrar eru virkjaðir m.a. með því að nota gagnvirka vefsíðu, en einnig með persónulegu slagtengdu efni sem er gert af börnunum. Börnin teikna hetjurnar og útbúa spjöld sem hægt er að leika með og sýna FAST einkenni og rétt viðbrögð. Þátttaka er auðveld þar sem allt FAST námsefnið er á íslensku, það er einfalt í notkun og er skólum og kennurum að kostnaðarlausu. En nú þegar hafa yfir 250.000 börn frá hinum ýmsu löndum tekið þátt í verkefninu og sýna niðurstöður rannsókna að fræðslan er áhrifarík. Þekking barna og foreldra um einkenni slags hefur aukist með þátttöku í verkefninu. Á alþjóðlega slagdeginum sem er í dag, 29. október, hvet ég fólk til að kynna sér einkenni heilaslags og hvet jafnframt kennara og skólastjórnendur til að taka þátt í FAST hetju verkefninu. Vitundarvakning er nauðsynleg til að ná fólki á spítala í tæka tíð svo slagmeðferð gagnist sem best. Allar upplýsingar um verkefnið má finna á fastheroes.com Höfundur greinarinnar er prófessor við hjúkrunar- og ljósmæðradeild Háskóla Íslands og forstöðurmaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfinga sjúklinga á Landspítala. Hún er stýrir einnig FAST 112 hetjuverkefninu hér á Íslandi.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun