„Þetta á ekki við rök að styðjast og það er ekki vísað í neinar heimildir“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 21:17 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segist hafa orðið vör við háværari gagnrýnisraddir. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segist hafa orðið vör við aukna gagnrýni á bólusetningar. Raddirnar hafi orðið háværari í kórónuveirufaraldrinum. Hún telur óþarfa að óttast, langflestir séu bólusettir. Aukaverkanir hafi verið sjaldgæfar og flestar vægar. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ræddi bólusetningar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Fyrsta spurning þáttastjórnenda var út í greinarskrif hjúkrunarfræðings og ljósmóður sem skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem hún spurði: Er umræða í gangi um stóraukningu á krabbameinum, lömunum, hjartabólgum, fósturlátum, blóðtöppum og öðrum alvarlegum heilsubrestum? Greinarhöfundur setti skrifin í samhengi við Covid. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Bóluefnin eru mjög örugg og virka gegn veikindum, sérstaklega alvarlegum veikindum og andlátum í Covid. Það eru engin bóluefni sem valda krabbameinum. Og þar að auki veit ég ekki hvaðan þetta kemur, að krabbamein hafi aukist. Það eru upplýsingar á síðu Krabbameinsfélagsins, þar eru töflur og mælaborð, og þar er hægt að skoða tíðni krabbameina hér á Íslandi aftur í tímann. Og ef það er skoðað yfir Covid-tímabilið og einhver ár þar á eftir, miðað við íbúafjölda auðvitað, þá er ekki aukning þar á. Þar að auki hafa bóluefnin ekki verið tengd myndun krabbameina, hvorki hér né annars staðar. Þannig þetta á ekki við rök að styðjast og það er ekki vísað í neinar heimildir í þessari grein,“ segir sóttvarnalæknir. Ætlar ekki að deila við höfundinn Guðrún segir bóluefnin hafa verið gefin í milljörðum skammta og að því væri komið í ljós ef það væri „stóraukning á fylgikvillum“ í tengslum við bóluefnin. Hún segist ekki ætla að deila við höfund greinarinnar, til dæmis með því að kalla skrifin óábyrg, og leggur áherslu á mikilvægi bóluefna. „Við höfum ekki lengur mænusótt hérna á Íslandi, mislinga, rauða hunda, kíghósta og alls konar sjúkdóma sem herjuðu á fólk áður – og börn. Og þetta hefur valdið náttúrulega straumhvörfum og lengt líf okkar og heilsu. Þar að auki erum við með bóluefni núna einmitt gegn HPV-veiru sem ver gegn krabbameinum, leghálskrabbameinum og öðru sem er alveg stórkostlegt.“ Fólk fái kvilla út af ýmsu Hluti af gagnrýni þeirra sem efast hafa um gildi bóluefna gegn Covid er hraði þróunarinnar. Guðrún segir bóluefnin hafa verið rannsökuð til hlítar. Nú væri búið að gefa milljónum, milljónum manna bóluefnin og enn væri grannt fylgst með gjöfinni. Um 90 prósent landsmanna væru bólusettir, sumir með allt að fjórum skömmtum. „Öll lyf hafa hættu á einhverjum aukaverkunum, það er bara þannig. En aukaverkanirnar eru flestar vægar og skammvinnar. Þetta er þá yfirleitt á stungustað, roði, bólga, óþægindi en jafnvel hiti, hrollur – svona líkamleg einkenni sem er líka vegna þess að bóluefnið virkjar ónæmiskerfið og veldur slíku. Síðan hafa verið sjaldgæfar og alvarlegri aukaverkanir. Hjartabólgur og gollurshúsbólgur í hjarta þar á meðal. En voru mjög fátíðar og miklu sjaldgæfari heldur en þessir sömu fylgikvillar eftir Covid-sýkinguna. Þá verðum við líka að muna það að fólk fær svona kvilla út af ýmsu. Ýmsum veirusýkingum og ýmsu öðru. Það er ákveðin grunntíðni af sjúkdómum og svona kvillum alltaf í gangi,“ segir Guðrún. Pfizer aðeins notað í dag Hún nefnir að eftir Covid-sýkingu hafi almennt verið sex sinnum líklegra að fá hjartabólgur saman borið við gjöf með bóluefninu sjálfu. Á meðal ákveðinna hópa ungra karlmanna, 16-24 ára, hafi hins vegar verið hærri grunntíðni hjartavöðvabólga í tengslum við bóluefni Moderna. Þess vegna hafi embættið hætt að gefa það ungum karlmönnum. Hið sama megi segja um Johnson&Johnson og Astra Zeneca, eftir að talið var að aukin hætta væri á ákveðinni tegund blóðtappa, í konum um og undir sextugt, eftir gjöf bóluefna frá framleiðendunum. Í dag sé Pfizer aðeins notað. En hefurðu orðið vör við aukna gagnrýni á bólusetningar? „Þetta hefur alla vega orðið háværara. Það hafa yfir 90 prósent þegið bólusetningu gegn Covid hér á landi. Og þátttaka í almennum bólusetningum er hérna mjög góð, sem betur fer. Þannig að við erum ekki að sjá barnasjúkdóma sem eru í þeim löndum þar sem bólusetningar eru ekki í boði eða fólk getur ekki þegið, í svona vanþróuuðum löndum oft þar sem eru ýmsir erfiðleikar við að fá bóluefni eða koma þeim til fólks. Þannig að þátttakan er nú mjög góð, þannig að þessi hópur er nú ekki mjög stór.“ „Og hann er frekar lítill en ég er alveg sammála að það hefur orðið háværara í Covid og það er þá væntanlega með það að gera, eins og þið nefnið, að þetta var á skömmum tíma - mjög, mjög margir bólusettir. Og svona útbreiddara heldur en með flest annað. En nú erum við komin í það að það er verið að bólusetja svona afmarkaðri hópa þar sem að flestir aðrir eru búnir að fá bólusetningu sem er talin duga,“ segir Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ræddi bólusetningar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Fyrsta spurning þáttastjórnenda var út í greinarskrif hjúkrunarfræðings og ljósmóður sem skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem hún spurði: Er umræða í gangi um stóraukningu á krabbameinum, lömunum, hjartabólgum, fósturlátum, blóðtöppum og öðrum alvarlegum heilsubrestum? Greinarhöfundur setti skrifin í samhengi við Covid. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Bóluefnin eru mjög örugg og virka gegn veikindum, sérstaklega alvarlegum veikindum og andlátum í Covid. Það eru engin bóluefni sem valda krabbameinum. Og þar að auki veit ég ekki hvaðan þetta kemur, að krabbamein hafi aukist. Það eru upplýsingar á síðu Krabbameinsfélagsins, þar eru töflur og mælaborð, og þar er hægt að skoða tíðni krabbameina hér á Íslandi aftur í tímann. Og ef það er skoðað yfir Covid-tímabilið og einhver ár þar á eftir, miðað við íbúafjölda auðvitað, þá er ekki aukning þar á. Þar að auki hafa bóluefnin ekki verið tengd myndun krabbameina, hvorki hér né annars staðar. Þannig þetta á ekki við rök að styðjast og það er ekki vísað í neinar heimildir í þessari grein,“ segir sóttvarnalæknir. Ætlar ekki að deila við höfundinn Guðrún segir bóluefnin hafa verið gefin í milljörðum skammta og að því væri komið í ljós ef það væri „stóraukning á fylgikvillum“ í tengslum við bóluefnin. Hún segist ekki ætla að deila við höfund greinarinnar, til dæmis með því að kalla skrifin óábyrg, og leggur áherslu á mikilvægi bóluefna. „Við höfum ekki lengur mænusótt hérna á Íslandi, mislinga, rauða hunda, kíghósta og alls konar sjúkdóma sem herjuðu á fólk áður – og börn. Og þetta hefur valdið náttúrulega straumhvörfum og lengt líf okkar og heilsu. Þar að auki erum við með bóluefni núna einmitt gegn HPV-veiru sem ver gegn krabbameinum, leghálskrabbameinum og öðru sem er alveg stórkostlegt.“ Fólk fái kvilla út af ýmsu Hluti af gagnrýni þeirra sem efast hafa um gildi bóluefna gegn Covid er hraði þróunarinnar. Guðrún segir bóluefnin hafa verið rannsökuð til hlítar. Nú væri búið að gefa milljónum, milljónum manna bóluefnin og enn væri grannt fylgst með gjöfinni. Um 90 prósent landsmanna væru bólusettir, sumir með allt að fjórum skömmtum. „Öll lyf hafa hættu á einhverjum aukaverkunum, það er bara þannig. En aukaverkanirnar eru flestar vægar og skammvinnar. Þetta er þá yfirleitt á stungustað, roði, bólga, óþægindi en jafnvel hiti, hrollur – svona líkamleg einkenni sem er líka vegna þess að bóluefnið virkjar ónæmiskerfið og veldur slíku. Síðan hafa verið sjaldgæfar og alvarlegri aukaverkanir. Hjartabólgur og gollurshúsbólgur í hjarta þar á meðal. En voru mjög fátíðar og miklu sjaldgæfari heldur en þessir sömu fylgikvillar eftir Covid-sýkinguna. Þá verðum við líka að muna það að fólk fær svona kvilla út af ýmsu. Ýmsum veirusýkingum og ýmsu öðru. Það er ákveðin grunntíðni af sjúkdómum og svona kvillum alltaf í gangi,“ segir Guðrún. Pfizer aðeins notað í dag Hún nefnir að eftir Covid-sýkingu hafi almennt verið sex sinnum líklegra að fá hjartabólgur saman borið við gjöf með bóluefninu sjálfu. Á meðal ákveðinna hópa ungra karlmanna, 16-24 ára, hafi hins vegar verið hærri grunntíðni hjartavöðvabólga í tengslum við bóluefni Moderna. Þess vegna hafi embættið hætt að gefa það ungum karlmönnum. Hið sama megi segja um Johnson&Johnson og Astra Zeneca, eftir að talið var að aukin hætta væri á ákveðinni tegund blóðtappa, í konum um og undir sextugt, eftir gjöf bóluefna frá framleiðendunum. Í dag sé Pfizer aðeins notað. En hefurðu orðið vör við aukna gagnrýni á bólusetningar? „Þetta hefur alla vega orðið háværara. Það hafa yfir 90 prósent þegið bólusetningu gegn Covid hér á landi. Og þátttaka í almennum bólusetningum er hérna mjög góð, sem betur fer. Þannig að við erum ekki að sjá barnasjúkdóma sem eru í þeim löndum þar sem bólusetningar eru ekki í boði eða fólk getur ekki þegið, í svona vanþróuuðum löndum oft þar sem eru ýmsir erfiðleikar við að fá bóluefni eða koma þeim til fólks. Þannig að þátttakan er nú mjög góð, þannig að þessi hópur er nú ekki mjög stór.“ „Og hann er frekar lítill en ég er alveg sammála að það hefur orðið háværara í Covid og það er þá væntanlega með það að gera, eins og þið nefnið, að þetta var á skömmum tíma - mjög, mjög margir bólusettir. Og svona útbreiddara heldur en með flest annað. En nú erum við komin í það að það er verið að bólusetja svona afmarkaðri hópa þar sem að flestir aðrir eru búnir að fá bólusetningu sem er talin duga,“ segir Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira