„Þetta á ekki við rök að styðjast og það er ekki vísað í neinar heimildir“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 21:17 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segist hafa orðið vör við háværari gagnrýnisraddir. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segist hafa orðið vör við aukna gagnrýni á bólusetningar. Raddirnar hafi orðið háværari í kórónuveirufaraldrinum. Hún telur óþarfa að óttast, langflestir séu bólusettir. Aukaverkanir hafi verið sjaldgæfar og flestar vægar. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ræddi bólusetningar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Fyrsta spurning þáttastjórnenda var út í greinarskrif hjúkrunarfræðings og ljósmóður sem skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem hún spurði: Er umræða í gangi um stóraukningu á krabbameinum, lömunum, hjartabólgum, fósturlátum, blóðtöppum og öðrum alvarlegum heilsubrestum? Greinarhöfundur setti skrifin í samhengi við Covid. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Bóluefnin eru mjög örugg og virka gegn veikindum, sérstaklega alvarlegum veikindum og andlátum í Covid. Það eru engin bóluefni sem valda krabbameinum. Og þar að auki veit ég ekki hvaðan þetta kemur, að krabbamein hafi aukist. Það eru upplýsingar á síðu Krabbameinsfélagsins, þar eru töflur og mælaborð, og þar er hægt að skoða tíðni krabbameina hér á Íslandi aftur í tímann. Og ef það er skoðað yfir Covid-tímabilið og einhver ár þar á eftir, miðað við íbúafjölda auðvitað, þá er ekki aukning þar á. Þar að auki hafa bóluefnin ekki verið tengd myndun krabbameina, hvorki hér né annars staðar. Þannig þetta á ekki við rök að styðjast og það er ekki vísað í neinar heimildir í þessari grein,“ segir sóttvarnalæknir. Ætlar ekki að deila við höfundinn Guðrún segir bóluefnin hafa verið gefin í milljörðum skammta og að því væri komið í ljós ef það væri „stóraukning á fylgikvillum“ í tengslum við bóluefnin. Hún segist ekki ætla að deila við höfund greinarinnar, til dæmis með því að kalla skrifin óábyrg, og leggur áherslu á mikilvægi bóluefna. „Við höfum ekki lengur mænusótt hérna á Íslandi, mislinga, rauða hunda, kíghósta og alls konar sjúkdóma sem herjuðu á fólk áður – og börn. Og þetta hefur valdið náttúrulega straumhvörfum og lengt líf okkar og heilsu. Þar að auki erum við með bóluefni núna einmitt gegn HPV-veiru sem ver gegn krabbameinum, leghálskrabbameinum og öðru sem er alveg stórkostlegt.“ Fólk fái kvilla út af ýmsu Hluti af gagnrýni þeirra sem efast hafa um gildi bóluefna gegn Covid er hraði þróunarinnar. Guðrún segir bóluefnin hafa verið rannsökuð til hlítar. Nú væri búið að gefa milljónum, milljónum manna bóluefnin og enn væri grannt fylgst með gjöfinni. Um 90 prósent landsmanna væru bólusettir, sumir með allt að fjórum skömmtum. „Öll lyf hafa hættu á einhverjum aukaverkunum, það er bara þannig. En aukaverkanirnar eru flestar vægar og skammvinnar. Þetta er þá yfirleitt á stungustað, roði, bólga, óþægindi en jafnvel hiti, hrollur – svona líkamleg einkenni sem er líka vegna þess að bóluefnið virkjar ónæmiskerfið og veldur slíku. Síðan hafa verið sjaldgæfar og alvarlegri aukaverkanir. Hjartabólgur og gollurshúsbólgur í hjarta þar á meðal. En voru mjög fátíðar og miklu sjaldgæfari heldur en þessir sömu fylgikvillar eftir Covid-sýkinguna. Þá verðum við líka að muna það að fólk fær svona kvilla út af ýmsu. Ýmsum veirusýkingum og ýmsu öðru. Það er ákveðin grunntíðni af sjúkdómum og svona kvillum alltaf í gangi,“ segir Guðrún. Pfizer aðeins notað í dag Hún nefnir að eftir Covid-sýkingu hafi almennt verið sex sinnum líklegra að fá hjartabólgur saman borið við gjöf með bóluefninu sjálfu. Á meðal ákveðinna hópa ungra karlmanna, 16-24 ára, hafi hins vegar verið hærri grunntíðni hjartavöðvabólga í tengslum við bóluefni Moderna. Þess vegna hafi embættið hætt að gefa það ungum karlmönnum. Hið sama megi segja um Johnson&Johnson og Astra Zeneca, eftir að talið var að aukin hætta væri á ákveðinni tegund blóðtappa, í konum um og undir sextugt, eftir gjöf bóluefna frá framleiðendunum. Í dag sé Pfizer aðeins notað. En hefurðu orðið vör við aukna gagnrýni á bólusetningar? „Þetta hefur alla vega orðið háværara. Það hafa yfir 90 prósent þegið bólusetningu gegn Covid hér á landi. Og þátttaka í almennum bólusetningum er hérna mjög góð, sem betur fer. Þannig að við erum ekki að sjá barnasjúkdóma sem eru í þeim löndum þar sem bólusetningar eru ekki í boði eða fólk getur ekki þegið, í svona vanþróuuðum löndum oft þar sem eru ýmsir erfiðleikar við að fá bóluefni eða koma þeim til fólks. Þannig að þátttakan er nú mjög góð, þannig að þessi hópur er nú ekki mjög stór.“ „Og hann er frekar lítill en ég er alveg sammála að það hefur orðið háværara í Covid og það er þá væntanlega með það að gera, eins og þið nefnið, að þetta var á skömmum tíma - mjög, mjög margir bólusettir. Og svona útbreiddara heldur en með flest annað. En nú erum við komin í það að það er verið að bólusetja svona afmarkaðri hópa þar sem að flestir aðrir eru búnir að fá bólusetningu sem er talin duga,“ segir Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ræddi bólusetningar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Fyrsta spurning þáttastjórnenda var út í greinarskrif hjúkrunarfræðings og ljósmóður sem skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem hún spurði: Er umræða í gangi um stóraukningu á krabbameinum, lömunum, hjartabólgum, fósturlátum, blóðtöppum og öðrum alvarlegum heilsubrestum? Greinarhöfundur setti skrifin í samhengi við Covid. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Bóluefnin eru mjög örugg og virka gegn veikindum, sérstaklega alvarlegum veikindum og andlátum í Covid. Það eru engin bóluefni sem valda krabbameinum. Og þar að auki veit ég ekki hvaðan þetta kemur, að krabbamein hafi aukist. Það eru upplýsingar á síðu Krabbameinsfélagsins, þar eru töflur og mælaborð, og þar er hægt að skoða tíðni krabbameina hér á Íslandi aftur í tímann. Og ef það er skoðað yfir Covid-tímabilið og einhver ár þar á eftir, miðað við íbúafjölda auðvitað, þá er ekki aukning þar á. Þar að auki hafa bóluefnin ekki verið tengd myndun krabbameina, hvorki hér né annars staðar. Þannig þetta á ekki við rök að styðjast og það er ekki vísað í neinar heimildir í þessari grein,“ segir sóttvarnalæknir. Ætlar ekki að deila við höfundinn Guðrún segir bóluefnin hafa verið gefin í milljörðum skammta og að því væri komið í ljós ef það væri „stóraukning á fylgikvillum“ í tengslum við bóluefnin. Hún segist ekki ætla að deila við höfund greinarinnar, til dæmis með því að kalla skrifin óábyrg, og leggur áherslu á mikilvægi bóluefna. „Við höfum ekki lengur mænusótt hérna á Íslandi, mislinga, rauða hunda, kíghósta og alls konar sjúkdóma sem herjuðu á fólk áður – og börn. Og þetta hefur valdið náttúrulega straumhvörfum og lengt líf okkar og heilsu. Þar að auki erum við með bóluefni núna einmitt gegn HPV-veiru sem ver gegn krabbameinum, leghálskrabbameinum og öðru sem er alveg stórkostlegt.“ Fólk fái kvilla út af ýmsu Hluti af gagnrýni þeirra sem efast hafa um gildi bóluefna gegn Covid er hraði þróunarinnar. Guðrún segir bóluefnin hafa verið rannsökuð til hlítar. Nú væri búið að gefa milljónum, milljónum manna bóluefnin og enn væri grannt fylgst með gjöfinni. Um 90 prósent landsmanna væru bólusettir, sumir með allt að fjórum skömmtum. „Öll lyf hafa hættu á einhverjum aukaverkunum, það er bara þannig. En aukaverkanirnar eru flestar vægar og skammvinnar. Þetta er þá yfirleitt á stungustað, roði, bólga, óþægindi en jafnvel hiti, hrollur – svona líkamleg einkenni sem er líka vegna þess að bóluefnið virkjar ónæmiskerfið og veldur slíku. Síðan hafa verið sjaldgæfar og alvarlegri aukaverkanir. Hjartabólgur og gollurshúsbólgur í hjarta þar á meðal. En voru mjög fátíðar og miklu sjaldgæfari heldur en þessir sömu fylgikvillar eftir Covid-sýkinguna. Þá verðum við líka að muna það að fólk fær svona kvilla út af ýmsu. Ýmsum veirusýkingum og ýmsu öðru. Það er ákveðin grunntíðni af sjúkdómum og svona kvillum alltaf í gangi,“ segir Guðrún. Pfizer aðeins notað í dag Hún nefnir að eftir Covid-sýkingu hafi almennt verið sex sinnum líklegra að fá hjartabólgur saman borið við gjöf með bóluefninu sjálfu. Á meðal ákveðinna hópa ungra karlmanna, 16-24 ára, hafi hins vegar verið hærri grunntíðni hjartavöðvabólga í tengslum við bóluefni Moderna. Þess vegna hafi embættið hætt að gefa það ungum karlmönnum. Hið sama megi segja um Johnson&Johnson og Astra Zeneca, eftir að talið var að aukin hætta væri á ákveðinni tegund blóðtappa, í konum um og undir sextugt, eftir gjöf bóluefna frá framleiðendunum. Í dag sé Pfizer aðeins notað. En hefurðu orðið vör við aukna gagnrýni á bólusetningar? „Þetta hefur alla vega orðið háværara. Það hafa yfir 90 prósent þegið bólusetningu gegn Covid hér á landi. Og þátttaka í almennum bólusetningum er hérna mjög góð, sem betur fer. Þannig að við erum ekki að sjá barnasjúkdóma sem eru í þeim löndum þar sem bólusetningar eru ekki í boði eða fólk getur ekki þegið, í svona vanþróuuðum löndum oft þar sem eru ýmsir erfiðleikar við að fá bóluefni eða koma þeim til fólks. Þannig að þátttakan er nú mjög góð, þannig að þessi hópur er nú ekki mjög stór.“ „Og hann er frekar lítill en ég er alveg sammála að það hefur orðið háværara í Covid og það er þá væntanlega með það að gera, eins og þið nefnið, að þetta var á skömmum tíma - mjög, mjög margir bólusettir. Og svona útbreiddara heldur en með flest annað. En nú erum við komin í það að það er verið að bólusetja svona afmarkaðri hópa þar sem að flestir aðrir eru búnir að fá bólusetningu sem er talin duga,“ segir Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira