Fjármálafyrirtækin: „Fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 23:30 Kristín Eir Helgadóttir er verkefnastýra hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Vísir/Arnar Kristín Eir Helgadóttir, verkefnastýra hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, gagnrýnir upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja í tengslum við húsnæðislán. Starfsmenn séu mjög misvel upplýstir. Hún hvetur yfirvöld að leggja höfuðið í bleyti. Kristín Eir ræddi aðstæður á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir húseigendur finna vel fyrir ástandinu en algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Ákveðin upplýsingaóreiða „Við finnum verulega mikið fyrir því. Það kemur inn svona holskefla hjá okkur vikulega, myndi ég segja. Hún mun halda áfram og hún mun aukast verulega mikið. Fólk er áhyggjufullt, það veit ekki hvað það á að gera og það hefur engan stað til að leita upplýsinga til þess að vita hvað það á að gera. Það er rosalega stór hluti af vandamálinu,“ segir Kristín Eir. Hún gagnrýnir það sem hún telur vera ákveðna upplýsingaóreiðu eða -skort hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja. „Við skulum orða þetta þannig að fólk er misupplýst. Það fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á hvaða upplýsingar þú færð. Það eru ekki allir með réttar upplýsingar og þeir sem halda að þeir séu með réttar upplýsingar, þeir eru með rangar upplýsingar. Þannig að viðskiptavinur sem kemur og ætlar að skipta yfir í verðtryggt lán og heldur að hann geti farið aftur yfir í óverðtryggt. Hann fær þær upplýsingar hjá ráðgjafa að hann geti gert það. En fer svo og skrifar undir pappírana og fær þær upplýsingar að hann muni ekki geta gert það, krónu fyrir krónu.“ Lítið hægt að gera Kristín Eir segir að bankarnir verði að samhæfa upplýsingagjöf til starfsmanna. Þetta skipti fólk enda miklu máli, sérstaklega miðað við efnahagsaðstæður. „Það er gríðarlega lítið hægt að gera. Við erum í rauninni bara með þennan eina valkost, að fara yfir í verðtryggð lán, sem er náttúrulega ekkert voðalega góður valkostur. En ef þú stendur frammi fyrir því að þú ert að fara að missa eignina þína þá náttúrulega að sjálfsögðu verðurðu að gera það. Þú verður að færa þig yfir. Þetta er dýrari valkostur, alltaf, en svo vantar líka upp á það að segja fólki að verðtryggðu lánin eru líka á breytilegum vöxtum. Það er ekkert verið að ýta þeim út á föstum vöxtum og þeir eru byrjaðir að hækka vextina á þeim núna.“ Skilaboðin til yfirvalda eru einföld: „Að finna aðrar lausnir. Það þarf ekki bara alltaf að vera bara þessi eina lausn, vera kannski frekar að hugsa um vaxtxagreiðsluþak, eitthvað slíkt, eins og Íslandsbanki var með á sínum tíma. Það þarf ekki allt að vera ómögulegt,“ segir Kristín Eir að lokum. Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Sjá meira
Kristín Eir ræddi aðstæður á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir húseigendur finna vel fyrir ástandinu en algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Ákveðin upplýsingaóreiða „Við finnum verulega mikið fyrir því. Það kemur inn svona holskefla hjá okkur vikulega, myndi ég segja. Hún mun halda áfram og hún mun aukast verulega mikið. Fólk er áhyggjufullt, það veit ekki hvað það á að gera og það hefur engan stað til að leita upplýsinga til þess að vita hvað það á að gera. Það er rosalega stór hluti af vandamálinu,“ segir Kristín Eir. Hún gagnrýnir það sem hún telur vera ákveðna upplýsingaóreiðu eða -skort hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja. „Við skulum orða þetta þannig að fólk er misupplýst. Það fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á hvaða upplýsingar þú færð. Það eru ekki allir með réttar upplýsingar og þeir sem halda að þeir séu með réttar upplýsingar, þeir eru með rangar upplýsingar. Þannig að viðskiptavinur sem kemur og ætlar að skipta yfir í verðtryggt lán og heldur að hann geti farið aftur yfir í óverðtryggt. Hann fær þær upplýsingar hjá ráðgjafa að hann geti gert það. En fer svo og skrifar undir pappírana og fær þær upplýsingar að hann muni ekki geta gert það, krónu fyrir krónu.“ Lítið hægt að gera Kristín Eir segir að bankarnir verði að samhæfa upplýsingagjöf til starfsmanna. Þetta skipti fólk enda miklu máli, sérstaklega miðað við efnahagsaðstæður. „Það er gríðarlega lítið hægt að gera. Við erum í rauninni bara með þennan eina valkost, að fara yfir í verðtryggð lán, sem er náttúrulega ekkert voðalega góður valkostur. En ef þú stendur frammi fyrir því að þú ert að fara að missa eignina þína þá náttúrulega að sjálfsögðu verðurðu að gera það. Þú verður að færa þig yfir. Þetta er dýrari valkostur, alltaf, en svo vantar líka upp á það að segja fólki að verðtryggðu lánin eru líka á breytilegum vöxtum. Það er ekkert verið að ýta þeim út á föstum vöxtum og þeir eru byrjaðir að hækka vextina á þeim núna.“ Skilaboðin til yfirvalda eru einföld: „Að finna aðrar lausnir. Það þarf ekki bara alltaf að vera bara þessi eina lausn, vera kannski frekar að hugsa um vaxtxagreiðsluþak, eitthvað slíkt, eins og Íslandsbanki var með á sínum tíma. Það þarf ekki allt að vera ómögulegt,“ segir Kristín Eir að lokum.
Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Sjá meira