Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 25 prósent Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2023 21:00 Margrét í ræðustólnum þar sem hún fór m.a. yfir glæruna á skjánum þar sem sést hvað bændum hefur fækkað mikið á síðustu 10 árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskum sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent. Matvælaráðherra segist hlusta á bændur og taka málefnum þeirra alvarlega. Á fjölmennum fundi, sem ungir bændur boðuðu til í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn kom margt athyglisvert fram í ræðum frummælenda, meðal annars hjá Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í landbúnaði um þá alvarlegu stöðu, sem er uppi. En hvað þarf að gera til að hjálpa bændum, ekki síst þeim ungu? „Ég tel að við þurfum bæði að ráðast á fjármagnskostnaðinn, þar að segja, það er mjög dýrt að framleiða vörur hér. Við þurfum líka að auka við stuðninginn og svo getum við farið í mismunandi breytingar á skattkerfinu og landbúnaðarkerfinu í heild,” segir Margrét. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, sem sýndi og sagði frá sláandi tölum um fækkun í stétt bænda á fundinum í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Margrét var með sláandi tölur á fundinum um fækkun bænda. „Sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent, þannig að við erum að sjá mun færri, sem kjósa sér að verða starfandi bændur.” Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra létu sig ekki vanta á fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Margrét segir að þessi mikla fækkun sé ekki öll neikvæð því um leið séu bú að stækka. „Já, það er hluti af þeim vanda sem við erum í, það kostar að stækka,” segir Margrét. Matvælaráðherra ræðir hér við Sigurð Sigurðarson, dýralækni í hléinu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu alvarleg er staða bænda að mati matvælaráðherra? „Hún er auðvitað víða mjög alvarleg hjá fólki, sem er í vandræðum vegna verðbólgu og vaxta. Á mínu borði er að sinna bændum og hlusta á þá og ég tek þetta alvarlega,” segir Svandís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sem var einn af þremur ráðherrum í ríkisstjórninni, sem mættu á fundinn hjá ungum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er landbúnaðurinn í forgangsröðun ráðherra? „Hann er ofarlega vegna þess að hann er hluti af innlendri frummatvælaframleiðslu, sem að skiptir miklu máli. Við getum kannski sagt að í mínu ráðuneyti sé þetta þrennt. Það er fiskeldið, sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn.” Ungir bændur fjölmenntu á fundinn í Salnum í Kópavogi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Á fjölmennum fundi, sem ungir bændur boðuðu til í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn kom margt athyglisvert fram í ræðum frummælenda, meðal annars hjá Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í landbúnaði um þá alvarlegu stöðu, sem er uppi. En hvað þarf að gera til að hjálpa bændum, ekki síst þeim ungu? „Ég tel að við þurfum bæði að ráðast á fjármagnskostnaðinn, þar að segja, það er mjög dýrt að framleiða vörur hér. Við þurfum líka að auka við stuðninginn og svo getum við farið í mismunandi breytingar á skattkerfinu og landbúnaðarkerfinu í heild,” segir Margrét. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, sem sýndi og sagði frá sláandi tölum um fækkun í stétt bænda á fundinum í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Margrét var með sláandi tölur á fundinum um fækkun bænda. „Sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent, þannig að við erum að sjá mun færri, sem kjósa sér að verða starfandi bændur.” Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra létu sig ekki vanta á fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Margrét segir að þessi mikla fækkun sé ekki öll neikvæð því um leið séu bú að stækka. „Já, það er hluti af þeim vanda sem við erum í, það kostar að stækka,” segir Margrét. Matvælaráðherra ræðir hér við Sigurð Sigurðarson, dýralækni í hléinu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu alvarleg er staða bænda að mati matvælaráðherra? „Hún er auðvitað víða mjög alvarleg hjá fólki, sem er í vandræðum vegna verðbólgu og vaxta. Á mínu borði er að sinna bændum og hlusta á þá og ég tek þetta alvarlega,” segir Svandís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sem var einn af þremur ráðherrum í ríkisstjórninni, sem mættu á fundinn hjá ungum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er landbúnaðurinn í forgangsröðun ráðherra? „Hann er ofarlega vegna þess að hann er hluti af innlendri frummatvælaframleiðslu, sem að skiptir miklu máli. Við getum kannski sagt að í mínu ráðuneyti sé þetta þrennt. Það er fiskeldið, sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn.” Ungir bændur fjölmenntu á fundinn í Salnum í Kópavogi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira