Veiðitímabilinu lauk 15. september síðastliðinn. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm
Lögreglunni barst í dag tilkynning um þrjá erlenda einstaklinga við veiðar í Elliðaám. Þegar lögregla kom á vettvang og ræddi við veiðimennina kom í ljós að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir veiðibrotinu. Lögregla vísaði mönnunum af vettvangi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fimm umferðarslys urðu á höfuðborgarsvæðinu milli klukkan 10 og 17 í dag. Minni háttar meiðsl urðu í einu umferðarslysanna.
Þá fór lögregla á vettvang uppi á Höfða þegar það kviknaði í þaki á iðnaðarhúsnæði á Réttarhálsi 2. Nokkurt tjón hlaust af en vel gekk að slökkva eldinn.