Flóttamannastraumur vekur harðar deilur Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. október 2023 17:01 Hópur flóttamanna kemur á land á eyjunni Fuerteventura eftir að hafa verið bjargað úr báti á hafi úti. Að meðaltali koma 100 börn á dag til Kanaríeyja í hópi flóttamannanna. Getty Images Um 10.000 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja í þessum mánuði og hefur straumur þeirra sjaldan verið eins mikill. Stjórnvöld ráðgera að dreifa fólkinu um Spán við mikla andstöðu hægri flokkanna sem fyrir vikið eru sakaðir um lóðbeint kynþáttahatur. Hundruð flóttamanna koma frá Afríku til Kanaríeyja dag hvern um þessar mundir á yfirfullum skektum og gúmmíbátum svo illa búnum til siglinga að menn geta rétt gert sér í hugarlund hversu margir ná aldrei á áfangastað og hvíla nú á hafsbotni. Stjórnvöld eru örmagna Stjórnvöld á Kanaríeyjum eru nánast örmagna, segjast engan veginn ráða við vandann, enda sé vandinn ekki bara þeirra, hann sé líka vandamál spænskra stjórnvalda og í raun vandi allrar Evrópu. Kanaríeyjar séu í raun bara forstofan, þetta sé einungis fyrsti viðkomustaður þessa fólks í leit sinni að mannsæmandi lífi. Flóttamenn koma að landi á Tenerife á Kanaríeyjum.Andreas Jütte/Getty Images) Þúsundir flóttamanna fluttar upp á meginlandið Spænsk stjórnvöld gripu til þess ráðs í vikunni að flytja nokkur þúsund flóttamenn frá Kanaríeyjum upp á meginlandið; til Granada, Málaga, Madrid, Cartagena og fleiri borga. Þau ráðgera að flytja um 6.000 manns upp á meginlandið á næstu dögum. Stjórnarandstaðan hefur brugðist hart við, Isabel Ayuso, forseti Madrid og einn af leiðtogum Lýðflokksins, segir að hér sé um hreina og klára innrás að ræða, það sé verið að planta óvelkomnum kippum af fólki um allt landið. Alberto Núñez Feijóo, forseti Lýðflokksins, segir aðgerðir stjórnvalda handahófskenndar; fólkið sé sent hingað og þangað um Spán þar sem það sé nánast skilið eftir umkomulaust á strætisvagnastöðvum. Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX hefur krafist þess að herinn verði kallaður til og sjái hreinlega til þess að þetta fólk nái aldrei landi og verði gert afturreka til Afríku. Sakar stjórnarandstöðuna um kynþáttahatur José Luis Escrivá, aðlögunar- og innflytjendaráðherra Spánar, sakar stjórnarandstöðuna um tækifærismennsku og kynþáttahatur sem ætlað sé að kynda undir hatur og óvild í garð flóttafólksins. Hann bendir á að fyrir tveimur árum hafi Spánn tekið á móti tæplega 200.000 flóttamönnum frá Úkraínu. Þeim hafi verið dreift um allan Spán, enginn hafi mótmælt þeim mikla fjölda og að það hafi gengið ljómandi vel fyrir sig. Spánn Flóttamenn Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Hundruð flóttamanna koma frá Afríku til Kanaríeyja dag hvern um þessar mundir á yfirfullum skektum og gúmmíbátum svo illa búnum til siglinga að menn geta rétt gert sér í hugarlund hversu margir ná aldrei á áfangastað og hvíla nú á hafsbotni. Stjórnvöld eru örmagna Stjórnvöld á Kanaríeyjum eru nánast örmagna, segjast engan veginn ráða við vandann, enda sé vandinn ekki bara þeirra, hann sé líka vandamál spænskra stjórnvalda og í raun vandi allrar Evrópu. Kanaríeyjar séu í raun bara forstofan, þetta sé einungis fyrsti viðkomustaður þessa fólks í leit sinni að mannsæmandi lífi. Flóttamenn koma að landi á Tenerife á Kanaríeyjum.Andreas Jütte/Getty Images) Þúsundir flóttamanna fluttar upp á meginlandið Spænsk stjórnvöld gripu til þess ráðs í vikunni að flytja nokkur þúsund flóttamenn frá Kanaríeyjum upp á meginlandið; til Granada, Málaga, Madrid, Cartagena og fleiri borga. Þau ráðgera að flytja um 6.000 manns upp á meginlandið á næstu dögum. Stjórnarandstaðan hefur brugðist hart við, Isabel Ayuso, forseti Madrid og einn af leiðtogum Lýðflokksins, segir að hér sé um hreina og klára innrás að ræða, það sé verið að planta óvelkomnum kippum af fólki um allt landið. Alberto Núñez Feijóo, forseti Lýðflokksins, segir aðgerðir stjórnvalda handahófskenndar; fólkið sé sent hingað og þangað um Spán þar sem það sé nánast skilið eftir umkomulaust á strætisvagnastöðvum. Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX hefur krafist þess að herinn verði kallaður til og sjái hreinlega til þess að þetta fólk nái aldrei landi og verði gert afturreka til Afríku. Sakar stjórnarandstöðuna um kynþáttahatur José Luis Escrivá, aðlögunar- og innflytjendaráðherra Spánar, sakar stjórnarandstöðuna um tækifærismennsku og kynþáttahatur sem ætlað sé að kynda undir hatur og óvild í garð flóttafólksins. Hann bendir á að fyrir tveimur árum hafi Spánn tekið á móti tæplega 200.000 flóttamönnum frá Úkraínu. Þeim hafi verið dreift um allan Spán, enginn hafi mótmælt þeim mikla fjölda og að það hafi gengið ljómandi vel fyrir sig.
Spánn Flóttamenn Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira