Hefur tálgað þúsundir jólasveina úr alaskavíði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2023 20:16 Hrefna er við sýningarskápinn sinn þar sem má sjá jólasveinana og annað sem hún er að tálga. Allt mjög, mjög flott hjá henni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó það séu enn um tveir mánuðir til jóla þá situr handverkskona í Kópavogi ekki auðum höndum enda tálgar hún út jólasveina og málar þá eins og engin sé morgundagurinn fyrir jólin. Hún hefur tálgað mörg þúsund slíka sveina í gegnum árin. Hrefna Aradóttir, sem er frá Neskaupstað en býr í dag í Kópavogi er með fína aðstöðu heima hjá sér fyrir handverkið sitt en hún er ansi lunkinn með tálguhnífinn sinn við að útbúa allskonar fígúrur. Nú eru það jólasveinarnir, sem eiga hug hennar allan en þá tálgar hún úr greinum af alaskavíði. „Ég er alltaf með blautan við, ég er með ferskan við, þannig að hann er blautur þegar ég vinn hann. Ég leyfi þessu að þorna, kannski 20 til 50 stykki, misjafnt og svo tek ég pásu og fer að mála. Það er kannski ein vika, sem ég er bara að mála, þá er ég ekki að tálga. Það er léttara fyrir hendurnar,” segir Hrefna. En hvað tekur það langan tíma að tálga einn jólasvein? „Það eru um þrír á klukkutíma. Það er svona það sem ég vil að sé ásættanlegt en um leið og þeir verða með miklum greinum í miklum hnútum í, þá er ég lengur.” Og þá á hún eftir að þurrka þá, lakka og svo mála, ásamt því að setja bönd í þá. „Þetta er heilmikil vinna en mjög skemmtileg,” segir Hrefna. Jólasveinarnir hennar Hrefnu hafa slegið í gegn enda hefur hún varla undan að tálga og mála þá áður en þeir fara inn á nýju heimilin sín hér heima eða í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna segist útbúa jólasveina allt árið um kring þó það sé alltaf mjög mikið að gera í aðdraganda jóla. Hún segir erlenda ferðamenn mjög hrifna af sveinunum hennar enda um íslenskt handverk að ræða, sem er létt í ferðatöskur. „Ég veit af sveinunum út um allan heim, til dæmis í Kanada, Ástralíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku,” segir hún. Talar þú við jólasveinana þegar þú ert að búa þá til? „Nei, ég geri nú ekki mikið af því, nei, en þegar ég er að gera þá er ég alveg búin að ákveða sjálf hverja mér líkar við. Já, þessi verður flottur, þessi er allt í lagi, þessi er svona, þannig að ég er, já, þegar ég er búin að mála þá, þá eru þeir allir eins þó þeir séu ekki allir eins,” segir Hrefna og hlær. En er Hrefna ekki orðin leið á jólunum fyrst hún er alltaf að búa til jólasveina? „Nei, nei, mér finnast jólin mjög skemmtileg og ég væri alveg til í að hafa þau lengi.” En veit Hrefna hvað hún hefur tálgað marga jólasveina í gegnum árin? „Nei, þeir eru mörg þúsund, það veit ég,” segir hún og heldur áfram að tálga. Heimasíða Hrefnu Facebooksíða Hrefnu með jólasveinunum Kópavogur Jól Handverk Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Hrefna Aradóttir, sem er frá Neskaupstað en býr í dag í Kópavogi er með fína aðstöðu heima hjá sér fyrir handverkið sitt en hún er ansi lunkinn með tálguhnífinn sinn við að útbúa allskonar fígúrur. Nú eru það jólasveinarnir, sem eiga hug hennar allan en þá tálgar hún úr greinum af alaskavíði. „Ég er alltaf með blautan við, ég er með ferskan við, þannig að hann er blautur þegar ég vinn hann. Ég leyfi þessu að þorna, kannski 20 til 50 stykki, misjafnt og svo tek ég pásu og fer að mála. Það er kannski ein vika, sem ég er bara að mála, þá er ég ekki að tálga. Það er léttara fyrir hendurnar,” segir Hrefna. En hvað tekur það langan tíma að tálga einn jólasvein? „Það eru um þrír á klukkutíma. Það er svona það sem ég vil að sé ásættanlegt en um leið og þeir verða með miklum greinum í miklum hnútum í, þá er ég lengur.” Og þá á hún eftir að þurrka þá, lakka og svo mála, ásamt því að setja bönd í þá. „Þetta er heilmikil vinna en mjög skemmtileg,” segir Hrefna. Jólasveinarnir hennar Hrefnu hafa slegið í gegn enda hefur hún varla undan að tálga og mála þá áður en þeir fara inn á nýju heimilin sín hér heima eða í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna segist útbúa jólasveina allt árið um kring þó það sé alltaf mjög mikið að gera í aðdraganda jóla. Hún segir erlenda ferðamenn mjög hrifna af sveinunum hennar enda um íslenskt handverk að ræða, sem er létt í ferðatöskur. „Ég veit af sveinunum út um allan heim, til dæmis í Kanada, Ástralíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku,” segir hún. Talar þú við jólasveinana þegar þú ert að búa þá til? „Nei, ég geri nú ekki mikið af því, nei, en þegar ég er að gera þá er ég alveg búin að ákveða sjálf hverja mér líkar við. Já, þessi verður flottur, þessi er allt í lagi, þessi er svona, þannig að ég er, já, þegar ég er búin að mála þá, þá eru þeir allir eins þó þeir séu ekki allir eins,” segir Hrefna og hlær. En er Hrefna ekki orðin leið á jólunum fyrst hún er alltaf að búa til jólasveina? „Nei, nei, mér finnast jólin mjög skemmtileg og ég væri alveg til í að hafa þau lengi.” En veit Hrefna hvað hún hefur tálgað marga jólasveina í gegnum árin? „Nei, þeir eru mörg þúsund, það veit ég,” segir hún og heldur áfram að tálga. Heimasíða Hrefnu Facebooksíða Hrefnu með jólasveinunum
Kópavogur Jól Handverk Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira