Skólafélagsráðgjöf – til hvers? Þóra Björg Garðarsdóttir skrifar 30. október 2023 11:01 Undanfarin ár hefur Fagdeild fræðslu- og skólafélagsráðgjafa innan Félagsráðgjafarfélags Íslands bent á mikilvægi þess að starf skólafélagsráðgjafa verði lögbundið. Auk þess hafa verið lagðar fram tillögur til þingsályktunar um ráðningu þeirra í alla grunn- og framhaldsskóla landsins og nú síðast á 153. löggjafarþingi 2022-2023 sem því miður hlaut ekki brautargengi. Í framangreindri þingsályktunartillögu um löggildingu félagsráðgjafa er tekið mið af niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi á undanförnum árum og sýna fram á mikilvægi þess að endurskoða faglegt umhverfi skólanna og hlutverk kennarans með hliðsjón af nýjum aðstæðum í breyttu samfélagi. Mikilvægt hlutverk skólafélagsráðgjafa er að vera kennurum til stuðnings við að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna líðan skólabarnsins. Hlutverk skólafélagsráðgjafa er margþætt og fer eftir þörfum hvers skóla fyrir sig. Hugmyndafræðileg nálgun og faglegur grunnur í vinnuaðferðum félagsráðgjafa byggist á kerfishugsun og heildarsýn. Meðal helstu verkefna skólafélagsráðgjafa eru félagsleg- og persónuleg ráðgjöf við nemendur t.d. vegna samskiptaerfiðleika, einmanaleika, vanlíðunar vegna erfiðra heimilisaðstæðna, fátæktar og eineltis. Eins starfa þeir í þverfaglegu samstarfi innan skóla og eru í samstarfi við sérfræðinga og stofnanir utan skólans er koma að málum nemenda. Samkvæmt núgildandi grunnskólalögum (nr. 91/2008) gegnir skólinn mikilvægu uppeldis- og velferðarhlutverki sem felst í því að þroska, móta og styrkja hæfileika nemenda og færni í samstarfi við foreldra. Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fengu skólar aukin hlutverk sem felast m.a. í því að fylgjast með, taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt á fullnægjandi hátt, og bregðast við þeim með einstaklingsbundnum og snemmtækum stuðningi. Umrædd farsældarlög stigskipta þjónustu við börn þar sem 1. stigs þjónusta er skilgreind sem grunnþjónusta sem á að vera aðgengileg öllum börnum og foreldrum, en þar falla undir leikskóli, grunnskóli og framhaldsskóli. Undanfarna áratugi hefur félagsmótunarhlutverk skólans aukist og er mikilvægt að innan skólans sé tekið mið af stöðu stöðu nemenda í erfiðum félagslegum aðstæðum og þeim sem eiga í persónulegum vanda. Með auknu álagi á kennara vegna nýrra áskorana í kjölfar aukins fjölbreytileika innan nemendahópsins, innleiðingar stefnu um skóla án aðgreiningar og nú farsældarlaga eykst þörfin fyrir þverfaglegt samstarf ólíkra fagaðila frá skóla, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu sveitarfélaga. Slíkt samstarf er til þess fallið að stuðla að velferð barna. Sveitarfélögum ber samkvæmt 40. gr. grunnskólalaga að sinna stuðningi við nemendur, foreldra og kennara og það eru þá oft félagsráðgjafar hjá sveitarfélögum sem sinna því en slíku fyrirkomulagi fylgja bæði kostir og gallar. Til að mynda hefur félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð/félagsþjónustu ekki heimild til að ræða við barn nema með skriflegu samþykki foreldra/forsjáraðila. Eins hefur félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð ekki tækifæri til að bjóða nemendum að koma til sín og óska sjálfir eftir viðtali, heldur þarf skrifleg beiðni að berast frá skólastjórnendum um viðtal. Tryggja þarf að börn hafi greiðan aðgang að félagsráðgjöfum líkt og þeir hafa að náms- og starfsráðgjöfum samkvæmt lögum. Í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar frá árinu 2019 telja skólastjórnendur brýna þörf fyrir félagsráðgjafa innan skóla vegna sérþekkingar þeirra sem þeir telja að skorti í persónulegri ráðgjöf til nemenda. Það má því draga þá ályktun að með ráðningu félagsráðgjafa í alla grunnskóla, þar sem aðgengi að þeim væri óhindrað, gæfi það félagsráðgjöfum möguleika á að koma inn í málin á fyrri stigum og fyrirbyggja þannig að vandamálin verði stærri og meiri. Með ráðningu skólafélagsráðgjafa í alla grunnskóla yrði stigið mikilvægt skref til forvarna og snemmtæks stuðnings við börn og fjölskyldur þeirra. Starf skólafélagsráðgjafa fellur vel að markmiðum farsældarlaga því þeir búa yfir góðri yfirsýn yfir innviði velferðarkerfisins og þekkja samfélagsleg úrræði og leiðir til að koma málum í viðeigandi farveg og fylgja þeim eftir í samráði og samvinnu við foreldra/forsjáraðila, kennara og skólastjórnendur. Þannig samstarf kerfa er líklegt til að stuðla að raunverulegri farsæld skólabarna og aðlögun þeirra að samfélaginu til lengri tíma litið. Höfundur er skólafélagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Fagdeild fræðslu- og skólafélagsráðgjafa innan Félagsráðgjafarfélags Íslands bent á mikilvægi þess að starf skólafélagsráðgjafa verði lögbundið. Auk þess hafa verið lagðar fram tillögur til þingsályktunar um ráðningu þeirra í alla grunn- og framhaldsskóla landsins og nú síðast á 153. löggjafarþingi 2022-2023 sem því miður hlaut ekki brautargengi. Í framangreindri þingsályktunartillögu um löggildingu félagsráðgjafa er tekið mið af niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi á undanförnum árum og sýna fram á mikilvægi þess að endurskoða faglegt umhverfi skólanna og hlutverk kennarans með hliðsjón af nýjum aðstæðum í breyttu samfélagi. Mikilvægt hlutverk skólafélagsráðgjafa er að vera kennurum til stuðnings við að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna líðan skólabarnsins. Hlutverk skólafélagsráðgjafa er margþætt og fer eftir þörfum hvers skóla fyrir sig. Hugmyndafræðileg nálgun og faglegur grunnur í vinnuaðferðum félagsráðgjafa byggist á kerfishugsun og heildarsýn. Meðal helstu verkefna skólafélagsráðgjafa eru félagsleg- og persónuleg ráðgjöf við nemendur t.d. vegna samskiptaerfiðleika, einmanaleika, vanlíðunar vegna erfiðra heimilisaðstæðna, fátæktar og eineltis. Eins starfa þeir í þverfaglegu samstarfi innan skóla og eru í samstarfi við sérfræðinga og stofnanir utan skólans er koma að málum nemenda. Samkvæmt núgildandi grunnskólalögum (nr. 91/2008) gegnir skólinn mikilvægu uppeldis- og velferðarhlutverki sem felst í því að þroska, móta og styrkja hæfileika nemenda og færni í samstarfi við foreldra. Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fengu skólar aukin hlutverk sem felast m.a. í því að fylgjast með, taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt á fullnægjandi hátt, og bregðast við þeim með einstaklingsbundnum og snemmtækum stuðningi. Umrædd farsældarlög stigskipta þjónustu við börn þar sem 1. stigs þjónusta er skilgreind sem grunnþjónusta sem á að vera aðgengileg öllum börnum og foreldrum, en þar falla undir leikskóli, grunnskóli og framhaldsskóli. Undanfarna áratugi hefur félagsmótunarhlutverk skólans aukist og er mikilvægt að innan skólans sé tekið mið af stöðu stöðu nemenda í erfiðum félagslegum aðstæðum og þeim sem eiga í persónulegum vanda. Með auknu álagi á kennara vegna nýrra áskorana í kjölfar aukins fjölbreytileika innan nemendahópsins, innleiðingar stefnu um skóla án aðgreiningar og nú farsældarlaga eykst þörfin fyrir þverfaglegt samstarf ólíkra fagaðila frá skóla, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu sveitarfélaga. Slíkt samstarf er til þess fallið að stuðla að velferð barna. Sveitarfélögum ber samkvæmt 40. gr. grunnskólalaga að sinna stuðningi við nemendur, foreldra og kennara og það eru þá oft félagsráðgjafar hjá sveitarfélögum sem sinna því en slíku fyrirkomulagi fylgja bæði kostir og gallar. Til að mynda hefur félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð/félagsþjónustu ekki heimild til að ræða við barn nema með skriflegu samþykki foreldra/forsjáraðila. Eins hefur félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð ekki tækifæri til að bjóða nemendum að koma til sín og óska sjálfir eftir viðtali, heldur þarf skrifleg beiðni að berast frá skólastjórnendum um viðtal. Tryggja þarf að börn hafi greiðan aðgang að félagsráðgjöfum líkt og þeir hafa að náms- og starfsráðgjöfum samkvæmt lögum. Í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar frá árinu 2019 telja skólastjórnendur brýna þörf fyrir félagsráðgjafa innan skóla vegna sérþekkingar þeirra sem þeir telja að skorti í persónulegri ráðgjöf til nemenda. Það má því draga þá ályktun að með ráðningu félagsráðgjafa í alla grunnskóla, þar sem aðgengi að þeim væri óhindrað, gæfi það félagsráðgjöfum möguleika á að koma inn í málin á fyrri stigum og fyrirbyggja þannig að vandamálin verði stærri og meiri. Með ráðningu skólafélagsráðgjafa í alla grunnskóla yrði stigið mikilvægt skref til forvarna og snemmtæks stuðnings við börn og fjölskyldur þeirra. Starf skólafélagsráðgjafa fellur vel að markmiðum farsældarlaga því þeir búa yfir góðri yfirsýn yfir innviði velferðarkerfisins og þekkja samfélagsleg úrræði og leiðir til að koma málum í viðeigandi farveg og fylgja þeim eftir í samráði og samvinnu við foreldra/forsjáraðila, kennara og skólastjórnendur. Þannig samstarf kerfa er líklegt til að stuðla að raunverulegri farsæld skólabarna og aðlögun þeirra að samfélaginu til lengri tíma litið. Höfundur er skólafélagsráðgjafi.
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar