Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborg þegar liðið lagði Gautaborg 2-1 á útivelli. Andri Fannar Baldursson lék nærri allan leikinn á miðju liðsins en hann var tekinn af velli á 81. mínútu.
Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum á 73. mínútu og nældi sér í gult spjald aðeins mínútu síðar. Kolbeinn Þórðarson spilaði allan leikinn fyrir Gautaborg og nældi sér í gult spjald í fyrri hálfleik. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk liðsins.
Varning på IFK Göteborgs Kolbeinn Thordarson efter den här situationen
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 30, 2023
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIP5v pic.twitter.com/beb40lxQyH
Sigurinn lyftir Elfsborg á topp deildarinnar með 63 stig, tveimur meira en Malmö þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.
Aron Bjarnason kom inn af bekknum þegar Sirius kom til baka gegn Hammarby eftir að lenda tveimur mörkum undir, lokatölur 2-2. Óli Valur Ómarsson var ónotaður varamaður hjá Sirius sem situr í 10. sæti með 36 stig.
Í Danmörku lék Mikael Neville Anderson allan leikinn þegar AGF lagði Randers 2-1. AGF er í 6. sæti með 20 stig að loknum 13 umferðum.
Fréttin hefur verið uppfærð.