Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Þorláksmessu en leikurinn var færður aftur um einn dag og verður fyrsti leikurinn sem er spilaður á aðfangadag í næstum því þrjátíu ár.
Leikurinn á að hefjast klukkan 13.00 að enskum tíma. Síðasti leikur í ensku úrvalsdeildinni á aðfangadag var leikur sem fór fram 24. desember 1995. Leeds United vann þá 3-1 sigur á Manchester United.
Chelsea FC to offer free travel for Wolves vs Chelsea
— Chelsea Supporters Trust (@ChelseaSTrust) October 30, 2023
As a sign of appreciation for fans making this trip, CFC will be offering free travel as a goodwill gesture to anyone who purchases a ticket.
CST Comment pic.twitter.com/SPcPrAYZB9
Chelsea hefur ákveðið að koma til móts við stuðningsmenn sína og bjóða þeim frítt far á leikinn. Það er ekki aðeins spurning um kostnað við það að komast þangað heldur eru einnig takmarkaðir ferðamöguleikar í boði.
„Félagið gerir sér grein fyrir því að möguleikar til ferðalaga eru takmarkaðir á svona degi þar sem að þetta er ekki aðeins sunnudagur heldur einnig aðfangadagur,“ sagði í yfirlýsingu Chelsea.
„Sem vottur um þakklæti okkar til þeirra stuðningsmanna sem ætla í þetta ferðalag þá mun Chelsea Football Club bjóða þeim frítt ferðalag svo framarlega sem þeir eru með miða á leikinn,“ sagði í yfirlýsingunni.
Stuðningsmennirnir geta pantað sér sæti í rútunni um leið og miðarnir fara í sölu.